Heima og erlendis - 01.07.1953, Qupperneq 5

Heima og erlendis - 01.07.1953, Qupperneq 5
ánægja. Vona eg að þú heimsækir okkur hjónin hér í Give viö sama tækifæri“. GuÖm. hafði boöið mér til sín í sumar- leyfí mínu, og vissi aÖ viÖ Olafur hefðum gaman af aÖ hittast. þegar Ólafur heilsar mér, segir hann: „Eg gæti faðmaÖ og kyst þig fyrir þá hug- mynd þína, aÖ hjálpa elclri Islendingum hér til heimsóknar á Islandi. Mér þykir þaÖ fög- ur hugmynd. þökk sé þér fyrir hana.“ Svo sagði Ólafur mér, hve hann hefði þráö að komast snöggva ferÖ til Islands, eftir 10 ára dvöl hér, og hvað þaÖ heföi glatt sig aÖ sjá aftur æskustövarnar, ættingja og vini. Nokkru seinna heimsótti eg hann í Give. Heimili hans var hiÖ myndarlegasta, húsiÖ átti hann sjálfur, og við hliðina á því og í kjallara hússins rak hann iðn sína. Eg haföi hugsaó mér hana miklu minni fyrirferöar en raun var á. Hann haföi viÖskifti um mestan hluta Jótlands og það fór hið hesta orð af honum, bæði sem legsteinasmiö og mynda- mótara og manni. Hann hafÖi ekki alltaf átt sjö dagana sæla, þótt hann nú hefði mikiö í veltunni og oft marga menn í vinnu sinni. Hann kenndi snemma heilsulej'sis og lá oft lengi rúm- fastur. Hann sagöi mér aö fyrstu árin í Give heföu oróið honum erfiÓ fjárhagslega, veik- indi voru aö sliga hann, börnunum fjölgaöi og jók á heimilisáhyggjur. Honum fannst á tímabili, eins og skútan væri að sökkva undan honum. En Ólafur missti ekki trúna á sigur hins góða og trúna á Guð. Hann var þess full- viss, að æðri öíl heföu oft hjálpað sér yfír „örðugasta hjallan“. Hann var trúhneigður maður, þaÓ var heimanmundur hans, og starfaÖi lengst æfí sinnar í K. F. U. M. og öörum kirkjulegum félagsskap. Eg dvaldi mestan part úr degi á heimili Ólafs og þegar við settumst aÖ morgun- matnum, spyr hann mig, hvort eg sé því andvígur, aö liann biðji horöhænina, eins og venja sé á heimili hans. Sama spurning hafði verió lögö fyrir mig á öðru heimili, og hneykslaöi mig þá heldur ekki þetta sinn. Ólafur unni öllu sem íslenskt var og fylgd- ist vel meö framförum á Islandi. Hann var lengst af í Islendingafélagi og harmaði oft að geta ekki sótt fundi þess. Hann sótti og mót íslendinga á Jótlandi, meóan þeim var haldið uppi og liann var áskrifandi þessa blaðs frá upphafi. Hann skrifar mér (10/12 *49): „Hvernig gengur það annars með hlaðið þitt, Heima og erlendis? Mér hefír ávallt fundist það skemmtilegt hlað, og vona eg, að þú sendir mér þaÖ áfram.“ Yið lát Sveins Björnssonar forseta, skrifar Ólafur mér (3/2 52): „Mikilli sorg og missi hefír þjóö vor orðið fyrir viÖ fráfall forsetans, herra Sveins Björnssonar. Aldrei hefír mig langaó eins mikiÖ til Hafnar eins og í gær, til þess aö vera viðstaddur sorgarathöfnina í Holmens Kirke. En læknir minn hannaði mér aÖ fara, og varÖ því aÖ láta mér nægja, aó vei’a þar í hug og hjarta. Einn af hestu sonum þjóöar vorrar er dáinn.“ Ólafur hlífði sér oft ekki viö vinnu, segir hann í hréfi til mín einu sinni, aó þegar mikiÖ sé að gera, fari hann oft á fætur kl. 6 á morgnana og vinni þá til kl. 19—20 á kvöldin. En þaö komu líka köst, aö lítiÖ eða ekkert var að gera. þannig skrifar hann í síðasta hréfi sínu til mín (3/2 52): „Innilega þakka eg þér bæði hréfín þín. þú getur þess að veikindi mín hafi veriö hjartaö. Já, aö vissu leyti, en aðallega var það víst heilablóðfall, en sem betur fer þó vægt. Eg lá í rúmminu mánaðar tíma, en er nú á fótum. þó get eg ekki unnið neitt aÖ ráði, enda höfum við ekkert að gjöra, nema aÓ búa okkur undir sumarvinnuna, og verö- um að spara viö okkur eftir mætti. Hefi selt fyrir þá geysi-upphæÖ 45 kr. síðan fyrir jól, og verÖ þó aö fæða 9 manns. En eg hefí rejnt slíkt fyrr. þaÓ koma oft slíkir kaflar.“ Fækkar nú óðum eldri Islendingunum í Danmörku, sem fest höfðu hér rætur um og upp úr aldamótunum siðustu, en sem ávallt héldu tryggö við íslenskt mál og íslenska menning, og þoldu ekki, aö hallað væri rétu máli, hvor þjóðin sem í hlut átti. Og nú er Ólafur GuÖnason dáinn. þorfinnu)' Kristjánsson. 75 ára afmœli FriÖriks FriÖrikssonar. þann 25. maí áriö 1943, átti síra FriÖrik Friðriksson 75 ára afmæli. Hann hafÖi komið hingað skömmu fyrir stríðió, og var nú meðal þeirra landa, er hér „frusu“ inni. Stjórn Is- lendingafélags hafÖi ákveöiö að minnast hans þennan dag meö samkomu. Af einhverjum £1

x

Heima og erlendis

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.