Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 1
6. árg. 4. tbl. Heima og erlendis Um Island og íslendinga erlendis Október 1953 ÍSLENDINGAR FAGNA í KAUPMANNAHÖFN XII. Nýársfagnabur. íslendingar í Dan- mörku láta einkis ófreistað til þess að minn- ast merkisdaga á Islandi, sögulegra eða þjóð- legra, og svo liefir lengst af verið, frá því Islendingar fóru að festa rætur hér í landi. Nýársfagnaðurinn er þó ekki bundinn við neitt íslenskt sérstaklega, en á þessum mót- um hefir þó aldrei glej'mst, að minnast Is- lands í ræðum og óska því heilla og far- sældar á hinu komandi ári. þaÖ sýnir, aÖ hugurinn er ávallt á Islandi, aÖ Isiendingar hér gleyrna ekki tengslunum — eru ávallt aÖ greiða þakklætisskuldina. það, sem eg hefi oftast saknað, er heilla- ósk og þökk til þess lands, sem við þó húum í, og okkur á marga vegu er kært orðið. Nýársmótin hafa oftast veriÖ haldin af báÖum félögunum hér, Islendingafélagi og Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, sameiginlega. Ætlunin með að minnast nýársfagnaÖar- ins er hæði sá, að sýna að hann hafi verió og á hvern hátt hinir ýmsu ræöumenn luku ræðu sinni, hverjar óskir þeir höfðu fram að færa löndum sínum hér til handa og ís- lensku þjóðinni. Flestir ræðumanna á þess- um mótum hafa verið aðkomumenn af Is- landi eða stúdentar við nám hér. Fundir þeir, er hér segir frá, hafa allir verið haldnir í Studenterforeningen, Yestre Boulevard 6, og flestir í Kongesalen. Fundir þessir hafa oftast verið vel sóttir, oftast verið þar 100—200 manns og stund- um lítið eitt meira. Og eigi að segja frá því, hvernig hegðun manna almennt sé á fund- unum, er ekkert sérstakt út á hana að setja, þó hefir komið til áfloga, og verður aó telja það til „eðlilegrar slysnií£ á nýársnóttu. Af því aÖ eg hefi ekki átt tök á aÖ hyggja í fundarbækur félagsins frá 1924—32, er ekki hægt að segja ákveÖið um þaÖ, hvenær þessi mót hefjast innan íslendingafélags, þess er nú starfar, en þau eru óþekkt í félagsskap Islendinga fyrir og um aldamótin síðustu, þó þekktist þá að halda fundi um eða eftir nýár. — A nýársmóti 1934 hélt Agúst SigurÖsson, stud. mag. nýársræðuna og endaÖi hana þannig: „þegar við ef'tir nokkur augnahlik heilsum nýja árinu, hvort sem það verÖur í kaffi eða kampavíni, hvarflar hugur flestra okkar heim til ættjarðarinnar, heim í fjöröinn eða dal- inn, þar sem viÖ, þrátt fyrir útlegöina, eig- um heima“. þriðjudaginn 31. des. 1935 er Dr. þorkell Jóhannesson staddur hér og er fenginn til þess að tala þetta kvöld. Hann endaði: „Sumir segja aukheldur gleðilega rest, og þykir það mikil kurteisi. Líklega er þetta meÖ meiri menn og heldri tómur hégómi; þaö munar auðvitaÖ engan neitt um það, aÖ sletta gleÖilegum jólum í kunningja sinn í sporvagni eða úti á götu. En fengurinn að slíkri kveðju er sennilega álíka lítils virði og þó — hver veit; maðurinn hjartsýnn og vill láta blekkjast og í kvöld erum við hérna til dæmis kannske ögn hjartsýnni en livers- dagslega, af hverju sem það nú er. Eg hugsa, aö þið séuð nú aÖ lokum sammála um, að nýja áriö muni verða gott og ef til vill betra en gamla árið. Sennilega miklu hetra ef í það fer. A annan í nýjári verður áfengis- verslunin í Reykjavík opnuð aftur, — ef þaö er ekki lýgi að henni liafi nokkurntíma verið lokaÖ. Eg get ekki látið vera að nefna svo ánægjulegt dæmi um ágæti þess árs, sem nú gengur í garð — um leið og eg lik máli mínu. GleÖilegt nýjár!“ 25

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.