Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 3

Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 3
Látum það vera sögu um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Trú, von og kærleika. Island, Island, vort ættarland! Guð blessi |)ig hið komandi ár!<£ Fyrsta stríðsáriö, 1939, ilytur Sveinn Berg- sveinsson, cand. mag. nýársræðuna og lýkur með þessum orðum: „En við horfum ekki á skeiðvöllinn fram- undan með kvíða, heldur meö sjálfsöryggi og von, sem einkennir heilbrigða og þrosk- aða æsku. þess vegna eru ný áramót þrátt fyrir allt stund gleðinnar, sem við njólum í sameiningu með örvandi samveru. Og þess vegna hljóma ekki oröin „gleðilegt nýár“ sem dauð og innantóm form, heldur halda þau alltaf fullri og óskertri merkingu sinni. I þeim anda óska eg ykkur öllum gleði- legs nýárs, og svo dönsum viö inn í nýa árið!<£ SAGT OG SKRIFAÐ UM ÍSLAND OG ÍSLENDINGA II. Ur gömlurn dagbókar-blöbum. Viö fylgjum Jensen áfram í fyrstu ferð hans á Islandi. Hann er enn um kyrrt í Reykjavík að undirhúa ferðalög sín austur um sveitir, og alla leiö austur í Vík í Mýrdal. það er sunnudagur, varðskipið „Hekla<£ er enn á höfninni og yfirmenn skipsins hafa hoöið Jensen og félögum lians á skipsfjöl til aÖ rabha og segja nýungar aö heiman. A borðum standa vínglös og bíÖa þess, aÖ í þau sé helt víni — rommi og whiski. J»á koma vatnskönnur á horöið, og svo drekka gestir og heimamenn toddy. Nú hefst söng- ur, og er leikið undir á orgel. Söngur og upplestur — hlátur og sköll! AÖur en gest- irnir fara aftur á land, leikur hljómsveit skipsins nokkur lög og svo er „sérstaklega ánægjulegri stund meöal félaga okkar<£ lokið. Næsta dag fer „Hekla“ til Vestmanneyja og með henni nokkrir félagar Jensens, til mæl- inga þar. JiriÖjudaginn 10. júní leggja enn aörir félagar hans í ferð meÖ „Hólum“ til HornafjarÖar, og þennan sama dag, upp úr liádegi, fer Jensen fyrstu ferÖ sína út úr hænum. „Eg reiö litlum, rauðum liesti, þýÖum og hægum og vandist honum fljótt. ViÖ höfum ráðið tvo íslenska fylgdarmenn, og annar þeirra reiÖ með okkur þessa fyrrstu ferÖ út fyrir hæinn. J>aÖ verður ekkert komist hér án fylgdarmanns. Jaeir þekkja allar ár og vöð á þeim, þeir þekkja vegi og veglej'sur, og þeir gæta hestanna og farangurs feröa- manna. Leiðsögumenn eru því bráönauð- synlegir í eins víöáttumiklu landi og lsland. VirÖist mér fylgdarmaður okkar duglegur maður, en hann talar lítið dönsku, en okk- ur tekst þó að skilja livor annan. I Reykja- vík virðast mér þó ekki sérstök vandkvæði á því, aö gera sig skiljanlegan á dönsku máli. Aftur á móti skiljum viÖ ekki orð í íslensku og verÖum því að hafa túlk með okkur, sé um stærri innkaup að ræða eÖa samninga. Annars likist hókmálið meira dönsku, en þegar talaö er, sérstaklega nafnorð, og ein- kennilegt þykir mér, aÖ nærri öll iðnaÖar- nöfn enda á „smiÖur“, t. d. skósmiður, prent- smiöur, söðlasmiður o. s. frv. Nöfn yfir dyr- um á ýmsum húsum skiljum viÖ þó nokk- urn veginn. J>ó hefir okkur orðiö á slæm skyssa. Fyrsta daginn í Reykjavík lásum við á húsi einu nafniÖ „HjálpræÖisherinn“. ViÖ voruin þess fullvissir, að þaö þýddi hjálpar- prestur (hjælpepræst). Seinna komumst við að raun um, aÖ orðið þýddi Frelsens Hær. Og þaö var þó ekki alveg það sama. En þetta var nú útúrdúr frá því, sem eg var aö segja frá, sem sé ferð minni út úr hænum. Vegur okkar lá um suðurhluta hæarins, og eru hér mörg hús í smiöum, er bendir til þess, aö fólki sé ávallt að fjölga í hænum. þegar komið er út fyrir hæinn, er landslagið hrjóstugt víðast hvar. Viö erum nú á aðalveginum, er liggur alla leiÖ austur á Eyrarbakka. Fyrsti áfangi okkar eru Jivotta- laugarnar, er liggja hálfa mílu frá Reykja- vík. Utan um þær er hlaðiö grjóti og inni í hleðslunni gýs upp vatn, ávallt 28—30 st. heitt, vetur og sumar. Ibúar Reykjavíkur þvo þar þvott sinn, og eru þar tvö þvottahús. J>ennan dag voru þarna 10 konur á ýmsum aldri aó þvotti, og þegar þær hafa lokiö vinnu sinni, koma aðrar. AÖ sumarlagi, þegar nóttin er hjört, er þvegið allan sólarhringinn. Frá Laugunum ríðum viÖ áfram í austur- átt og næsti áfangi er Elliöaár. Á sumrin eru árnar leigðar Englendingum er veiða þar lax, ekki til þess aÖ hafa hag af því, heldur eingöngu til skemmtunar, og gefa þeir svo veiðina. J>rír þeirra Englendinga,

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.