Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 5
um í Danmörku sumarmánuöina, þó er sumarfríið ekki eins langt og á Islandi. Ferðin gekk greiÖlega til Reykjavíkur, enda vegurinn góöur, og vorum við þar kl. 4“. YiÖ komumst ekki lengra meÖ Jensen þetta sinn, en fylgjum honum áfram seinna — allt austur í Vik í Mýrdal, en á leiðinni þangaÖ kemur hann við á Eyrarbakka og ileiri stöÖum. Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA í KAUPMANNAHÖFN íslendingar á vegi minum % Höfn. XI. Jón Hjaltalín Sveinbjörnsson. Eg liafði oft séð hann í Reykjavík, hann var þá aÓ- stoðarmaður í Stjórnarráðinu, 1904—06, en eg kynntist honum ekki fyrr en 1917, hann var þá fulltrúi í ísl. Stjórnarskrifstofunni í Kaup- mannahöfn, og áttum við þar tal saman í fyrsta sinn. Eg var komin hingað í ýmsum erindum, ætlaði mér meðal annars á náms- skeiÖ við Skolen for Roghaandværk, og var það líka. Eg leitaÓi einnig vinnu hér við ión mína, og naut til þess aóstoöar skrifstof- unnar eÖa öllu heldur Jóns Krabbe. Eg átti og tal við Jón Sveinbjörnsson, enda engum örðugleikum bundið fyrir mann, er nýkomin var að heiman, því Jóni þótti gaman aÖ gefa góÖ ráÖ og bendingar. Hann mun hafa þótst finna hjá mér „taugaveiklun“ og ókyrð, — heimþrá. Hann furðaði sig þá líka oft á því seinna, aö eg skyldi hafa orðið hér svo lengi. Hann minntist oft á þetta við mig, og hann sagÖi það svo glettnislega, aö eg var ekki i vafa um, að hann þættist geta strítt mér með þessu! Mér féll vel viÓ Jón. Hann var prúður og viÓkunnanlegur í framkomu og hlátt áfram. En hann gat farið höröum orðum um menn og málefni, er hann var andvígur, og mér fannst oft, eins og honum íindist skoöanir sínar hið eina rétta. Hann virtist hafa gam- an aÖ því í viÓræðum að láta skína í föður- lega umhyggju sína fyrir þeim eöa því, sem um var rætt. Jón Sveinbjörnsson gekk ávallt snyrtilega klæddur, og var auÖséð, að hann var þrifinn og reglusamur maður. Eg kom nokkrum sinnum til hans í skrifstofu hans í Amalien- borg og dáðist að reglusemi hans, hver hlut- ur á sínum stað. þyrfti hann aÖ finna hók eða skjal, mundi hann hafa getaÖ tekið það blindandi í skápnum eða hillunni. Jón hjó um skeiÖ viÖ Gl. Kongevej og mættumst við stundum við 0rstedsvej, hann kom frá skrifstofu sinni og eg frá prent- smiðjunni í Rosenorns Alle. StöóvaÖi liann mig oftast, og við röbbuÖum sarnan um dag- inn og veginn. Hann var því ekki hroka- fyllri en það, aö hann gat staldraö við og eytt tíma sinum í hjal viö mann, sem hann þekkti lítið og einkis sérstaks var aö vænta af á menntunar sviÖi. Eg á bréf frá Jóni, er sannar nokkuð af því, sem eg hér hefi sagt um liann. Eg hafði sent honum Heima og erlendis og talaö við hann í síma um blaðiÖ. Hann vildi ekki hafa blaðiÖ eins og eg hafði hugsaö mér, vildi hafa þaö frétta- og ádeilublaö. það vildi eg ekki leggja í. BréfiÖ er dagsett 10. des. 1946: „Kæri vinur þorfinnur. Eg miuni yður enn einu sinni á þaÖ, sem þjer hjelduð fram í blaði yðar, aÖ „sá er vinur er til vamms segir“, þvi nú fer jeg út í ýmislegt, sem yður mun mjög mislíka. Fyrst og fremst þykir mjer leiðinlegt í smá- greininni um fööursystur mína Aróru Trampe, að þar hefur misprentast og þjer ekki tekiÖ eftir því í prófarkaleslri, aö nafn móður hennar er sagt að sje Kristín, en amma mín hjet Kirstín; þykir mjer það leiÖin- ð9

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.