Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 2
2
FAGNAÐARBOÐI
Vitnisburður Föðurins um sinn Eingetin Son.
Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd,
María, því að þú hefir fundið náð hjá Guði.
Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða Son;
og þú skalt láta Iiann heita Jesúm. Hann mun
verða mikill og verða kallaður Sonur hins
Hæsta; Heilagur Andi mun koma yfir þig og
kraftur hins Ilæsta mun yfirskyggja þig', fvr-
ir því mun og það sem fæðist, verða kallað
heilagt, Sonur Guðs. Lúk. 1, 30. 32, 35.
Allt frá því að Gúð sagði: Verði ljós! Þegar
Hann hafði skapað heiminn, og til komu
Drottins, við opinberun nýrrar sköpunar í
Jesú Krisli, talar Guð um og boðar komu
hins sanna Ijóss í heiminn.
Guð greindi ljósið frá myrkrinu, og gjörði
sjálfan sig kunnan mönnunum, með því að
gefa þeim hoðorð sín og lögmál, svo þeir
mættu verða Honum likir að vizku, speki,
þekkingu, fegurð og dýrð, mætti, valdi og
krafti Guðs Anda. Verða uppfræddir af Orði
Sannleikans og vera fullkomlega frjálsir, svo
vanþekkingarmyrkrið hyrfi úr hugum ])eirra,
þar sem þeir voru Guðs synir.
Þannig vildi Guð frá upphafi fræða börnin
siu, halda áfram að skapa manninn andlega,
auðga og leiða til hinnar æðstu vegsemdar.
Þrátt fyrir syndafallið, liætti Guð elcki við
það, sem Hann hafði ákveðið, er Hann sagði:
„Vér viljum gjöra menn eftir vorri mynd, líka
oss“. Með því að láta ljós sinna Heilögu Orða
lýsa lil mannanna seint og snemma, lieldur
• Ilann sínu sköpunarverki áfram, enn i dag í
nýrri sköpun.
Hann talaði við Nóa þegar allt hold hafði
spilt vegum sínum á jörðunni, og enginn sinnti
framar boðorðum Guðs. Hann fyrirbjó hin-
um réttlátu fullkomið frelsi og hélt miskun-
arverki sínu áfram, eins og Hann hafði fyrir-
heitið, að sæði konunnar skvldi merja högg-
ormsins höfuð. Hann gjörði Móse vegu sína
kunna, og fól honum að leiða sinn frumget-
inn son Israel út af Egyptalandi. Hann talaði
til feðranna Abrahams, ísaks og Jakobs og
allra spámannanna. Hann gaf sinni útvöldu
þjóð hin mikilvægustu fyrirheit, allt þar til
að hið sanna ljós kom í heimim^Jjl að upp-
lýsa hvern mann um kærleika Föðurins á
himnum, svo að þeir sem sitja i skugga dauð-
ans og húa í landi náttmyrkranna, mættu sjá
mikið Ijós.
Nú er hið sanna ljós komið í heiminn, þar
sem Guðs Sonur hefir stigið niður af himni,
og klæðsl mannlegu hoidi og gjörst mönnum
líkur, lil þess að flytja oss hinn mikla Fagn-
aðarboðskap frá Guði, á mannlegu máli, svo
að oss þurfi ekki að vera ökunnugt mn náð
Guðs og dásemdarverk, er Hann hefur fvrir-
búið sinum börnum.
Hann kom sem hinn fyrirheitni Immannel,
til þess að ganga með oss mannanna hörnum,
og gjöra oss kunnan Guðs veg til hjálpræðis.
Þar sem við vorum holdlegir menn og áttum
svo erfitt með að heyra og skilja það, sem
Andans er, og vorum því svo fjarlægir Guði,
því Guð er Andi, en í Jesú Kristi hefir Hann
birst í holdi, og þannig auðsýnt oss elsku sína
og vægðarsemi. Þar sem Ilann talar nú ekki
framar til vor í ráðgátum og líkingum. Held-
ur gerir oss kunnan allan sannleikann, sem
opinberar oss, hina fnlkonmu náð Guðs í
Jesú Kristi.
Allir hinir heilögu vitna um Soninn, sem
Guð hefir setl erfingja allra hluta, og Hann
líka hefir gjört heimana fyrir.
Við fæðingu Hans, vitnuðu liersveitir himn-
anna um Hann og vegsömuðu Guð fyrir
Ilann. Spámennirnir tala um Soninn og vitna
um Hans dýrð, náð og fórn.
Öll verk Sonarins vitna um Hann, þar sem
Hann gekk um kring, gjörði gott og græddi
alla, sem af djöflinum voru undirokaðir.
„Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir
hreinsast og daufir heyra, og dauðir upprísa
og fátækum er boðað Fagnaðarerindi“. Matt.
11, 5.
Hver er þá þessi, að bæði vindur og vatn
hlýða Honum? Mark. 4. 41.
Einar Einarsson.
!