Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Hvað lest þú? £g er fæddur og uppalinn í sveil, og var þar þá siður að ailir sem gátu voru látnir fara lil sjós á veturna. Ég var seylján ára þegar ég l'ór í fvrsta sinn lil sjóróðra. Ég man þegar mamma var að taka til fötin min að hún vælli þau flesl i tárum sínum. Eg skildi það ekki þá eins og ég skil það nú, hvað hún leið yfir að ég og bróðir minn fórum til sjós, sem við hræðurnir gei’ðum i nokkur ár. Þegar ég kvaddi mömmu í fyrsta sinn, sagði hún við mig, að það væri siður þegar væri farið á sjó, að lesa sjóferða bæn, cn ég veit að þú kannt enga sérstaka sjóferðabæn, en mundu að lesa einhverja góða bæn og fela þig Guði. Svo þegar ég kom heim um vorið og var háltaður um kvöklið kom mamma lil min og spurði mig: „Ilvað lastu þegar þú fórst á sjó- inn.“ Ég sagði henni að ég Iiefði lesið sign- inguna og Faðir vorið, og fann ég að henni líkaði það vel, og það létti af henni miklum áhyggjum. Ég fór nú að verða svo stór með mig og hugsaði ekki um að líf og heilsa er gefið fyr- ir náð Drottins. Ég hætli að lesa bænir og hugsa yfirleitt um Guðs vegu, i mörg ár. Ég þjáðist í synd og af synd, en Guð var sá hinn sami. Hann var miskunsamur og ég hef feng- ið að lieyra, sjá og þreifa á almætti Drottins. Ég sein las ekki Guðs Orð í mörg ár, hef gengið Guði á hönd og má hvern einasta dag eta og drckka við náðarborð Drottins. Ég hef fundið þar liinn himneska frið fyrir Nafn •lesú Krists og ég veit að Hann er mihn Frels- ari. Hann hefir keypt mig með blóði sínu frá syndinni. Ég les nú söguna um Jesú, þá einustu sögu, sem allir ættu að lesa og læra. Þú sem sérð þcssar linur, lest þú söguna um Jcsú? Ef ekki, ])á skipt um skjótt, því tíminn er naumur. Endurkoma Jesú Krists er fvrir dyrum til að vitja sinna. Guð gcfi öllum náð til að vera i fylgdinni með Jesú, fagna og gleðjast yfir endurkomu Hans. I dag við skulum skipta um skjótl, skal synd á flótta rekin. Ilver veit ncma sé nú i nótt náðin i burtu tekin? H. P. Frímann Ingvarssoit. Hefir þú séð? Hefir þú séð, að Jesús Kristur kom i heiin- inn til að veita þér eilift líf? Hefir þú séð Ilann samkvæmt Ritningun- um, hangandi á krossinum, lil þcss að afmá heift dauðans? Svo að þú og ég, ættum hlut- deild i Guðlegu eðli, fyrir trúna á Soninn, sem liefur búið öllum sem á Hann trúa, eilíft réttlæti. Með endurfæðingunni gefst það. Ef maðurinn fæðist ekki af vatni og Anda, g'elur liann ekki komist inn i Guðsríkið. Jóh. 3, 5. Eftir ráðsályktun sjálfs sin fæddi Ilann oss með sannleiksorði, til þess að vér skyldum vcra nokkurs konar frumgróði skepna Hans. Jak. 1, 18. Hefir þú heyrt? Ilefir þú licyrl að Jesús Kristur býður þér lil hcilagrar samvistar við sig, með endur- lausninni, cr Hann hefir búið þér með fvrir- gefningu syndanna. Þigg samvistina. Meðtak hans frið í dag. Ilans eilifi friðarfaðmur stendur þér opinn. Þegar þú ert þangað kominn, mun Hann segja þér, hvað þú átt að gjöra, þvi Hann kom i heiminn, sem ljós heimsins, til að upplýsa hvcrn mann. Ef við tökum manna vitnisburð gildan, þá

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.