Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 35

Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 35
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 35 Á meðal gesta var Hjalti Geir Kristjáns ­ son, fyrrverandi forstjóri húsgagnafram ­ leiðandans Kristjáns Siggeirssonar. Það fyrirtæki var stofnað árið 1919 en sam ein­ aðist síðar öðrum félögum á sama mark aði en fjölskylda Hjalta Geirs og fyrir tæki í hennar eigu hafa verið í samstarfi við PwC í 90 ár. Ýmsir fleiri sem komu í móttökuna fóru með okkur yfir áratuga ánægjulegt samstarf.“ Íþróttir, útivera og ferðalög Reynir Vignir er kvæntur Þóru Sjöfn Guðmundsdóttur, skólasafnskennara í Langholtsskóla, og eiga hjónin tvö börn, tvö tengdabörn og fjögur barnabörn. „Boltaáhuginn smitaðist dálítið frá mér til barnanna. Þau æfðu bæði með Val þegar þau voru yngri en kepptu nú ekki mikið. Þau fylgjast samt með Val og það halda allir í fjölskyldunni með Val; það hefur ekkert breyst og sonurinn er aðeins að sinna félagsmálum í Val.“ Hver eru áhugamál Reynis – fyrir utan Val? „Það kemst ýmislegt að og ég er mjög áhugasamur kylfingur og hef stundað golf frá unglingsárum. Útivist er heillandi og fjölskyldan notar tækifærið til útiveru þegar við erum í sumarbústaðnum okkar. Þá dyttum við að og förum í gönguferðir. Svo höfum við hjónin gaman af því að ferðast og höfum farið nokkuð víða um heiminn og höldum því vonandi áfram. Við höfum m.a. ferðast talsvert um Eng ­ land, við höfum keyrt þvers og kruss um Evrópu auk þess sem við höfum m.a. komið til Shanghai, Peking, Hong Kong og Dubai; hluti af því tengt fundum vegna vinnu. Síðan var það mikið ævintýri þegar við heimsóttum Ástralíu fyrir nokkrum árum og við áttum skemmtilega daga í fríi á Cape Cod í Bandaríkjunum með fjölskyldunni þegar við héldum þar upp á sextíu ára afmæli okkar hjóna í fyrra. Við vorum þar á afmælisdaginn minn 4. júlí og heimamenn skutu upp rakettum mér og þjóðhátíðardegi þeirra til heiðurs.“ Hvert var farið þetta sumarið? „Í sumar fórum við í nokkra daga í frí á eyjunni Ile d’Oléron út af vesturströnd Frakklands með franskri tengdafjölskyldu dóttur okkar og lærðum þar hvernig Frakkar njóta lífsins m.a. með löngum málsverðum þar sem ýmislegt er á borðum í mat og drykk.“ Hvað með næsta sumar? Eru hjónin farin að spá í hvert verði farið? „Við erum alltaf eitthvað að spá og eigum sem betur fer eftir að heimsækja marga staði bæði innanlands og utan og einn þeirra er Róm á Ítalíu. Aldrei að vita nema við stefnum þangað og fáum blessun páfans um leið og við höldum upp á fjörutíu ára hjúskaparafmælið.“ „Upphafið að því að ég fór að vinna á endurskoðunarskrif­ stofu var að fulltrúar PwC spurðu kennara í Versló hvort það væru ekki einhverjir hæfileikaríkir bókfærslu menn að ljúka stúdentsprófi frá skól­ anum vorið 1974 og bent var á mig og fleiri.“ ótrúlega skemmtileg mynd frá gamla Melavellinum árið 1964 þegar Reynir Vignir og Vals­ menn urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu í 5. flokki. Reynir er fjórði frá hægri í miðröð­ inni. Faðir Reynis, Ragnar Vignir, tók myndina. takið eftir Baldri Jónssyni vallarverði á útkikkinu í glugganum þar sem hann fylgist með að allt fari eftir settum reglum. Geir Gunnar bóndi á Vallá, tryggvi Jónsson endurskoðandi, Hjördís Geirsdóttir og Stefán Hilmarsson endurskoðandi í afmælisfagnað inum. Systkinin Sigrún og Páll óskar Hjálmtýsbörn sungu fyrir gesti í 90 áraafmæli PwC. Pálmi Sigurhjartarson og Ásgeir Ásgeirson eru við hlið þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.