Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 36
36 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014
Michael Simpson segir að stjórnandi eigi að „fara fyrir hópnum með gunnfána á lofti en ekki að reka á eftir
með svipu“. Mikilvægasta hlutverk stjórnandans er að hans mati að ávinna sér traust allra sem hann hefur
samskipti við. Það á jafnt við um starfsfólk, viðskiptavini og eigendur.
M
ichael Simp
son er kunnur
kenn inga smiður
og lærifaðir í
stjórnun. Hann
hefur haldið námskeið og
fyrir lestra víða um lönd, bæði
fyrir stjórnendur einstakra
fyrirtækja og atvinnugreina –
og vinnur mikið með Fortune
500 fyrirtækjunum. Í sumar var
hann á Íslandi að leiðbeina
fjölda stjórnenda, sem núna
setja mark sitt á íslenskt
atvinnu líf, siðfræði stjórnand
ans.
Eigi færri en 187 stjórnendur
í 17 fyrirtækjum sóttu fundi,
námskeið og vinnustofur. Þarna
á meðal eru íslensk fyrirtæki úr
fjármála, heilbrigðis, ferðaþjón
ustu, framleiðslu, dreifingar
og fjarskiptageiranum. Hann
vinnur fyrir alþjóðlega þjálfun
ar og rannsóknarfyrirtækið
FranklinCovey en það er með
stöðugt vaxandi starfsemi á
Íslandi.
Hlutverk stjórnandans
Simpson hefur unnið sem mark
þjálfi og ein af grunnhugmynd
um hans er að stjórnendur á
ýmsum stigum í fyrirtækjum og
stofnunum séu markþjálfar á
eigin vinnustað. Það er hlutverk
þeirra að laða fram allt hið
besta í starfsfólkinu og leiða
það.
„Það er ekkert að því að fá
utanaðkomandi markþjálfa til að
vinna með starfsfólkinu en því
má ekki gleyma að þjálfunin er
hlutverk stjórnendanna á hverj
um degi,“ segir Simpson.
Hann segir að stjórnandi
eigi að „fara fyrir hópnum með
gunn fána á lofti en ekki að reka
á eftir með svipu“. Mikilvægasta
hlutverk stjórnandans er að
hans mati að ávinna sér traust
allra sem hann hefur samskipti
við. Það á jafnt við um starfs
fólk, viðskiptavini og eigendur.
Allt er þetta fallið til að auka
árangur sem m.a. birtist í
aukn um hagnaði og afköstum.
Leiðtogi fari fyrir hópnum með gunnfána á lofti
viðTal: Gísli KrisTjánsson / mynd: Geir ólaFsson
Michael Simpson hjá alþjóðlega þjálfunar og rannsóknarfyrirtækinu FranklinCovey. Eigi færri en 187 stjórnendur í 17 fyrirtækjum sóttu
fundi, námskeið og vinnustofur með honum.
stjórNuN