Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Elskum Jesúm Krist krossfestan! Guðsríki, ríki hins nýja sáttmála er Guð gaf Abraham og þeim feðrum var komið í Jesúm Kristi, sem Guð fyrirhugaði oss að erfa bless- unina fyrir. Hann hafði gengið hér um sinn útlegðartíma og opinberað sína tign. Allir vissu, hver Hann var, á verkum Hans, en nú var Hann hrópaður burt, af mörgum tungum, til krossfestingar, og beiðni þeirra var fullnægt. Hann var hrópaður burt og Guðsríki útilokað. Margir krossfesta Guðs-Son á ný, sér til handa, með því að þeir lifa ekki eftir Orðum Hans, held- ur hyggja á hugsanir sínar og véfengja Hans mátt og dýrð. Þeir gleyma því að við öll eigum eftir að mæta frammi fyrir dýrð Hans til dóms. Kristur Jesús er sá, sem dæma mun lifendur og dauða. Viljum við nú íhuga náðarverk Guðs að oss er boðað fyrir Jesúm Krist krossfestan. Iðrun, syndafyrirgefning og helgun. Iðrun er í því fólgin, að þegar við heyrum Guðs góða Orð og það sýnir oss hve hjörtu vor eru hégómleg og svikul frammi fyrir Guði og langt frá þeirri dýrð, sem Hann hefur kallað oss til og búið oss að erfa. Enginn spegill getur sýnt okkur hjörtu vor eins og þau eru, nema Guðs Orðið spegill hins réttláta Guðs, þegar boðun Guðs sýnir okkur vor svörtu og hégómlegu hjörtu og við tökum Guðs Orð gilt, með því að það dregur allt sem í hjörtum vorum er, fram í dagsbirtuna. Það les úr hjörtum vorum, svo að þau eru fyrir augum vorum logandi í eldi syndarinnar. Allt það er Guðs Orð dró þar fram. Nú er aðeins eitt að gjöra, að gefa Guði tækifæri til að hreinsa hjart- að. Látið af syndum yðar, það er að játa þær frammi fyrir Guði, í staðinn fyrir að forherða hjartað og útiloka náð Guðs. Biðja Hann í Nafni Jesú Krists um fyrirgefningu. Þá fer endurfæð- ingin fram í hjartanu. Við hverfum frá okkar verkum til Krists, og Hann svarar með frið, gleði, sannfæringu og fullvissu. Taktu Orð Guðs með þér í bæninni og bið í trú. Horfðu fast á Orð Jesú. Biðýið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða; því að sérhver sá öðlcist, er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upplokið, er á knýr. Matt. 7. 7,8. Jesús segir: Enginn getur séð Guðsr'iki nema liann endurfœðist. Yður ber að endurfceðast. Les. Jóh. 3. Þegar Guðs Andi upplýsir þig um Guðs vilja og sýnir þér hvað þú átt að gjöra og þú ert fús til þess, þá er Drottinn þar með sínar mildiríku náðargjafir, þar er allt mögulegt. Grafarstein- inum var velt frá. Svo er enn í dag, Kristur tek- ur allar torfærur burt. Kom þú fús til Krists og Ríkis Hans. Þegar syndin er fyrirgefin þarft þú engu að kvíða, því að þinn Frelsari er við stýrið og mun vel fyrir öliu sjá. Bið og öðlast. Þetta er endurfæðing með afturhvarfi, eftir hana kemur helgunin. Þeir, sem í syndinni eru geta ekki helgast, því þeir lifa í syndinni og á- vaxta hana, en sá sem leystur er frá syndinni, er laus við hana. Helgunin er að hlýða Jesú Kristi og bera ávöxt í Hans Orði og Anda með stöðuglyndi. Sá, sem ekki hlýðir Jesú Kristi er ekki Hans. Sá, sem hlýðir Kristi, helgast af hlýðninni við Guð. Að vita hvað við eigum að gjöra samkvæmt Guðs Orði og gjöra það ekki er okkur synd. Syndin leiðir af sér dauða. Ávöxtur réttlætisins er friður og fögnuður. Syndarinn á ekki hlutdeild í fyrri upprisunni. Sá, sem á trúarréttlæti Jesú Krists eða veit- ir því viðtöku fær hlutdeild í fyrri upprisunni, því hann hefur fengið nafn sitt innritað í lífs bók Lambsins. Hann hefur gengið yfir frá dauðan- um til lífsins. Sæll og heilagur er sá, sem á hlut i fyrri upprisunni, yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists, og þeir munu ríkja með Honum um þúsund ár. Opb. 20, 6. j

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.