Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI Rúmenskir Gyðingar finna Krist í Noregi. Hin kristnu Gyðinga-hjón, Sidi og Janko Horn frá Rúmeníu, segja cevisögu sína. „Nefndu mér eitt orð, sem staðfestir sannleiks- gildi Biblíunnar“ sagði keisarinn við hirðprest- inn. „Gyðingarnir, yðar hátign,“ var hið stutta og hnitmiðaða svar prestsins. Með þessum orðum hóf hin kristna Gyðinga- kona, frú Sidi Horn, ræðu sína á fyrstu samkom- unni af mörgum, sem hún og maður hennar héldu í Þrándheimi á siðastliðnu hausti. Frú Horn er fædd í Póllandi. Foreldrar hennar voru Gyðingar, er fluttust til Ungverjalands þeg- ar hún var aðeins missiris gömul. Þar dvöldu þau í þrjú ár og settust síðan að í Rúmeníu. Varð þannig Rúmenía fósturland frú Horn, þar til styrjöldin brauzt út, og allir Gyðingar urðu aftur að leggja land undir fót, — taka sér göngustaf í hönd. Eiginmaður hennar er frá borginni Konstanza, sem er stór rúmensk hafnarborg við strendur Svartahafs. Hann var jarðeigandi og átti þar að auki stærsta gistihús þar í borg, með veitinga- stofu, kökubúð og kaffistofu. Föður sínum átti hann það að þakka, að hann fékk ýtarlega fræðslu í öllu því, sem að iðn hans laut. Fjórtán ára gamall, varð hann að yfirgefa búgarðinn, þar með alla sveitasæluna með hest- um, kúm, svínum og hænsnum, til þess að nema kökugerð inni í borginni. Að því námi loknu, varð hann að ganga í tvo skóla til þess að fullnema sig í matreiðslu og gistihúss-rekstri. Þegar nú faðir hans, sökum heilsubrests, dró sig í hlé, gat sonur hans tekið við rekstri bú- garðsins og einnig gistihússins, þar sem hann var nú orðinn meistari bæði í kökugerð og mat- reiðslu. Ráðsmaður var nú fenginn til þess að sjá um búgarðinn, en sjálfur annaðist Janko Horn allan rekstur gistihússins, veitingastofunnar, kökugerðarinnar og kaffistofunnar. Árið 1932 var honum falin af stjórnarvöldun- um yfirumsjá við eldhúsið og kökugerðina á heimssýningunni í París. Hann segir sjálfur svo frá: „Þá vissi ég ekki, að hægt væri að lifa við lítil efni og mikið næði, því að þá hafði ég mikil efni og lítið næði. Eg þurfti ekki á Guði að halda. Þá var afar auðvelt að hjálpa sér sjálfur. En brátt komst ég að raun um, að peningar geta ekki bjargað mannslífi." Þegar Þjóðverjar hertóku Rúmeníu og komu til Konstanza, fréttu þeir brátt að Horns-fjöl- skyldan var Gyðingar. Þeir tóku þá, án dóms og laga, bæði búgarðinn og gistihúsið og notuðu það sem ,,ókeypis“ aðsetur fyrir hermenn sína. Fresturinn, sem Horns-fjölskyldan fékk til þess að búa sig undir að yfirgefa allar eigur sín- ar, voru 10 mínútur. Allt það, er þau gátu haft á brott með sér vóg ein 50 kg. Eins og margir aðrir Gyðingar, varð nú Janko Horn ásamt öldruðum foreldrum, konu og tveim börnum sínum, að leggja aftur upp í hina „eilífu göngu Gyðinga-þjóðarinnar,“ í þetta sinn eftir þjóðveginum. En það lá ekki fyrir þeim, að komast úr landi. Við landamærin lentu þau í höndum Gestapo- lögreglunnar, sem rændi þau öllu lauslegu og sendi þau í fangabúðirnar í Sachsenhaussen. Þar voru hin tærðu og uppgefnu börn strax send í gasklefana til lífláts. Nú urðu einnig kona hans og hinir öldruðu foreldrar of máttvana til þess að geta unnið í fangabúðunum, og þeir Gyð- ingar, sem ekki voru færir til líkamlegrar vinnu, voru miskunnarlaust sendir í gasklefana. Nú var Janko Horn orðinn einstæðingur í heiminum. Þrátt fyrir hina ógurlegustu misþyrmingar og þjáningar, tókst honum að draga fram lífið. — Honum kom til hjálpar fégirni hermanns nokk- urs, er smyglaði til hans brauði gegn skartgrip- um hans. Svo leið að því, að lítið var eftir af skartgrip- um, og loks stóð nú Janko Horn, hungraður og þrotinn kröftum í röðinni fyrir framan gasklef- ana. Svo langt höfðu þá Þjóðverjar gengið i villimennsku sinni, að þá voru þeir jafnvel búnir að draga gulltennurnar úr munni hans. Honum hafði samizt þannig við Þjóðverja þann er smygl-

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.