Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 1
/íáss En teitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, og þá mun aM þetta veitast ySur a& auM. Heilagur Andi féll yfir þá er Orðið heyrðu. En Pétur lauk upp munni sínum og mælti: Sannlega skil ég nú, að Guð f er ekki í manngrein arálit, heldur er Honum þóknanlegur í hverri þjóð sá er Hann óttast og stundar réttlæti. Guð hefur sent israelsmönn- um boðskap sinn, er Hann boðaði Fagnaðar- erindið um frið fyrir Jes- ' úm Krist, sem er Drott- inn allra. Þetta erindi þekkið þér, sem flutt var um alla Júdeu, en hófst í Galileu eftir skírnina, sem Jóhannes predíkaði — söguna um Jesúm frá Nazaret, hversu Guð smurði Hann Heilögum Anda og krafti, hversu Hann gekk um kring, gjörði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir, því að Guð var með Honum. Og vér erum vottar alls þess, er Hann gjörði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem. Hann deyddu þeir jafnvel, með þvi að festa Hann á tré. — Þann hinn sama uppvakti Guð á þriðja degi og lét Hann birtast, ekki öllum lýðnum, heldur vottun- um, sem áður voru af Guði kjörnir, oss sem át- um og drukkum með Honum, eftir að Hann var risinn upp frá dauð- um. Og Hann bauð oss að predika lýðnum og vitna að Hann er sá af Guði fyrirhugaði dómari líf- enda og dauðra. Honum bera allir spámennirnir vitni að sérhver, sem á Hann trúir fái'fyrir Hans Nafn syndafyrirgefning. Meðan Pétur var enn að mæla þessi Orð, féll Heilagur Andi yfir alla þá, er Orðið heyrðu, og hinir trúuðu, er umskornir voru, urðu forviða, — allir þeir sem komið höfðu með Pétri, — að gjöf Heilags Ahda skyldi einnig vera úthelt yfir heið- ingjana; því að þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð. Postulasagan 10. SJf—1^6.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.