Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Þetta var í fyrsta skipti, sem við kynntumst fólki fi’á evangelisk-kristnu landi. Laugardagskvöld hinn 9. maí sáum við strend- ur Noregs, og lagðist skipið við bryggju í Halden. Gary forstjóri var á leið heim til Noregs í leyfi sínu og stóð hann með okkur uppi á þilfarinu. Fólk kom og leit forvitnislega til okkar, en hatrið og fyrirlitninguna, sem við áttum að venj- ast frá öðrum löndum, urðum við ekki vör við hér. Það heilsaði okkur vingjarnlega og brosti, — það þótti okkur góðs viti. Aðfaranótt sunnudags sváfum við um borð, en um daginn streymdi fólk til skipsins og færði börnunum appelsínur og banana. Allir voru vin- gjarnlegir og höfðu samúð með okkur. Margir horfðu á okkur með tárin í augunum. Nú veit ég hvaða fólk það var, — það voru hinir trúuðu í Halden, sem heilsuðu okkur með grát í hjarta, því að þeir vissu hvers vegna við Gyðingar urð- um að þola þessar þrengingar. Um það er skrif- að í Ritningunni. Við vorum undrandi yfir þeim kæi’leika, er okkur var sýndur, við áttum allt öðru en kærleika að venjast. Hvar, sem ég kann að búa á hnettinum, mun ég aldrei gleyma Noregi né norsku þjóðinni. Eg hefi ekki kynnzt jafngóðu fólki og þar. Guð verndi og blessi það land. Það er síðan frá okkur hjónunum að segja, að við vorum send til Kristiansand, til Guiliksen bakara. Þar kom okkur mjög á óvart þegar hann hispurslaust og frá eigin brjósti færði Guði þakkir fyrir matinn og bað fyrir okkur. Svo bað hann í Jesú Nafni. Af einskærri hæversku fórum við með honum til kirkju, þegar hann bað okkur um það, þvi í okkar augum var kirkjan ná- tengd Gyðingahatri, fyrirlitningu og vonzku. Slíkri kirkju höfðum við vanist í þeim löndum, er við höfðum farið um á flótta okkar. Nú vorum við uppgefin á öllum þessum hrakningum og vild- um ekki eiga á hættu að okkur yrði „fleygt út.“ Þetta leiddi til þess, að við sóttum kristilegar samkomur. f íbúð okkar hékk Krists-mynd, og féll það okkur mjög illa. Við reyndum að hylja hana eða snúa henni upp að veggnum. Samkomurnar sótt- um við samt sem áður, og iðulega kom fyrir að við sváfum á þeim. Við gengum út frá því, að það sem þar væri boðað, væri okkur Gyðingum al- gjörlega óviðkomandi. Dag einn rann af okkur svefnmókið og við fórum að hlusta. Mér var nú Ijóst, að það átti einnig við mig, sem fyrirlesar- inn sagði, ef ég aðeins vildi veita því viðtöku. Oft datt mér í hug, að einhver hefði fleiprað í hann einhverju um mig og að hann þess vegna hefði sérstaklega valið texta, er átti við mig. Nú í dag veit ég að þessu var ekki þannig varið, heldur var andi Guðs að verka til mín. En ég daufheyrðist við rödd Hans. Kvöld eitt varð ég eftir í trúboðshúsinu. Á eftir hinni venjulegu samkomu átti að vera bænasamkoma. Mig langaði til þess að vera eftir, þar sem ég vissi ekki hvað bænasamkoma var. Þar kom mér á óvart, að allir krupu á kné, og stóð ég ein eftir í örvæntingu og roðnaði af sneypu. Eg reyndi að krjúpa en gat það ekki. Engu líkara var, en fætur mínar væru orðnir að járnstöngum. Þegar ég sagði frú Gulliksen frá þessu á heim- leiðinni, sagði hún, að það væri Satan, sem vildi ekki missa herfang sitt. Þetta fékk mikið á mig. Nú sneri ég Krists-myndinni við aftur og tók það burt, sem ég hafði hengt yfir hana. Það kvöld stóð ég lengi og virti hana fyrir mér, hún var af Jesú þar sem hann stendur við lokaðar dyr og knýr á. Hugsunin um það, að ef til vill væri hann nú að knýja á dyr hjarta míns, gerði mig ennþá áhyggjufyllri. Nú kom að því, að ég bað Guð um tákn, ef ég ætti að trúa því að Jesús væri einnig minn Messías Þegar ég krafðist þeirra vissi ég ekki að Jesús hafði sagt: „Gyðingarnir heimta tákn.“ Eg setti skilyrði og sagði Guði hverskyns tákna ég vænti af Honum. Eg heimtaði þrjú tákn. Hið fyrsta, að eitthvað kæmi fyrir mig persónulega, sem ég hefði aldrei orðið fyrir áður, — ekki samt bundið því skilyrði, að það hefði aldrei hent áður, einungis ekki komið fram við mig. Hið annað að ég fengi að sjá Jesúm í draumi, og hið þriðja, — að ég fengi fréttir að heiman frá Rúmeníu. I átta ár hafði ég ekkert frétt af ætt- mönnum mínum, þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir. Nú hafði ég enn sent bréf og beið eftir svari. Eina laugardagsnótt vaknaði ég skyndilega við það, að mér þótti einhver standa hjá mér og

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.