Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 1
18» Mtiö fyrst ríkis Mátis^og réttlœtis, og þá mun ciltt þetta veitastyður að auki. —¦-* I - ZU yðar, menný íala cg! Heyr, spekin kallar og hyggnin lætur raust sína gjalla. Uppi á hæðunum við veginn, þar sem göturnar hvíslast — stendur hún. Við hliðin, þar sem gengið er út úr borginni, þar sem gengið er inn um dyrnar, kallar hún hátt: Til yðar, menn, tala eg, og raust mín hljómar til mannanna barna. Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi. Hlýðið á, því að eg tala það, sem göfuglegt. er, og varir mínar tjá það, sem rétt er. Því að sannleika mælir gómur minn og guðleysi er viðbjóður vörum mínum. Einlæg eru öll Orð munns míns, í þeim er ekkert fals né fláræði. öll eru þau einföld þeim, sem skilning hefur, og blátt áfram fyrir þann, sem hlotið hefir þekkingu. Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals-gulli. Því að vizka er betri en perlur og engir dýrgripir jafnast á við hana. Eg spekin, er handgengin hyggindunum og ræð yfir ráðdeildarsamri þekking. Að óttast Drottinn er að hata hið illa; drambsemi og ofdramb og illa breytni og fláráðan munn — það hata eg. Mín er ráðspekin og framkvæmdarsemin, eg er hyggnin, minn er krafturinn. Fyrir mína hjálp ríkja konungarnir og úrskurða höfðingjarnir réttvíslega. Fyrir mína hjálp stjórna stjórnendurnir og tignarmennin — allir valdsmenn á jörðu. Eg elska þá, sem mig elska, og þeir, sem leita mín, finna mig. Auður og heiður eru hjá mér, æfagamlir fjármunir og réttlæti. Ávöxtur minn er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig betri en úrvalssilfur. Eg geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum, til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra. Og nú, þér yngismenn, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína. Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta. Sæll er sá maður sem hlýðir mér, svo hann vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrustafa minna. Því að sá sem mig finnur, finnur.lífið og hlýtur blessun af Drottni. En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig; allir þeir, sem hata mig, elska dauðann. Úr Orðsk. 8. kap.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.