Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Hjarta yðar skelfist ekki. Á síðastliðnu sumri var ég ásamt manni mín- um á ferðalagi erlendis. Þá varð ég sjúk. Eg hafði kennt lasleika í nokkra daga, þegar sóttur var til mín læknir. Hann úrskurðaði, eftir nákvæma rannsókn, að ég yrði að liggja rúm- föst í vikutíma og ef engin bati væri þá sýnileg- ur, yrði ég að leggjast inn á spítala. En Guði sé lof og dýrð. Það, sem er ómögu- legt fyrir mönnum er mögulegt fyrir Drottni. Eg þurfti aldrei að fara inn á neitt sjúkrahús. Þegar læknirinn var genginn út frá okkur, fór maðurinn minn rakleitt niður á símastöð og sendi skeyti til Guðrúnar Jónsdóttur í Hafnar- firði, og bað um fyrirbæn. . Okkur varð ekki svefnsamt um nóttina. Kvíði og áhyggjur sáu fyrir því. Um morguninn var mér öllu rórra. Nú hlaut Guðrún bráðum að fá skeytið og þá var ég viss um að mér myndi strax batna. Það brázt heldur ekki. Daginn eftir var ég orðin heil heilsu og kenndi ekki þessa sjúkdóms meir. Nú vil ég taka undir með Davíð í Sálm 145. 18,—19. v. Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla Hann. öllum, sem ákalla Hann í einlægni. Hann uppfyllir ósk þeirra, er óttast Hann, og hróp þeirra heyrir Hann og hjálpar þeim. I hjarta mínu býr fögnuður og þakklæti. Heimurinn megnar ekki með allri sinni tækni og vísindum að skyggja á dýrðarljómann frá Golgota. Þar var sagt: „Það er fullkomnað" sannleikur, sem aldrei að eilífu verður hrakinn. Þakklát og glöö móöir í Frelsarins náö. Sæll er sá, er les. IX. RITA ÞÚ. 19—20 vers. Niðurlag. Rita þú nú það er þú séð hefir, bæði það sem er og það sem verða mun eftir þetta, — rita þú leyndardóminn um stjörnurnar sjö, sem þú hefir séð í hægri hendi minni, og gullstikurnar sjö. Stjörnurnar sjö eru englar þeirra sjö safnaða, og ljósastikurnar sjö eru sjö söfnuðir. Hér endurtekur Drottinn erindið til Jóhannes- ar um að rita niður það er hann sér og heyrir. Það sém er og það sem verða mundi, svo að þeir sem Drottinn kallaði til þjónustu við sig, á komandi öldum mættu fá að þekkja og skilja leyndarráð Hans. Eins og sjá má hjá spámönnunum eru þjóðir og ríki, táknuð með líkneski úr mismunandi málmum, eða dýrum með margvíslegum ein- kennum þjóðanna, og valdhafar þeirra með horn- um og öðrum einkennum sem ýmist komu fram eða hurfu. Aftur á móti eru þjónum Krists og söfnuðum Hans líkt við stjörnur og ljósastikur er hafa það hlutverk að upplýsa þjóðir og kynkvíslir um náðarverk Drottins. Svo höfum við þá litið yfir innganginn að hinum miklu leyndardómum Opinberunnarbók- arinnar og stendur nú opin leið að íhuga þau tákn og stórmerki, sem Drottinn lætur sér svo umhugað um að opinbera þjónum sínum og lýð. Einar Einarsson. beri að halda boðorðin. Ekki aðeins í bókstaf, heldur í verki og sannleika. Eins er þér vant; far þú og sel allar eigur þínar og géf fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni; kom síðan og fylg mér. Næst var að láta af eigunum, svo að þær stæðu ekki í vegi fyrir fylgdinni með Kristi. Lærisveinar hans geta ekki treyst auðæfum þessa heims, nema vantreysta Honum. Enda verða auðæfin ekki flutt til himins á annan hátt, en að láta fúslega af þeim til hinna þurfandi og trúa Drottni fyrir að gefa þeim eilíft verðgildi, fjársjóð, þar sem hvorki mölur né ryð grandar. Aðalatriðið í svari Drottins er þetta: Kom siðan og fylg mér. Því jafnvel þó að boðorðanna sé gætt, og gengið sé frá hverskonar auði þessa lifs, þá er samt eftir að komast inn í Guðsríkið og verða hólpinn. Því takmarki verður aðeins náð í samfélaginu við Jesúm Krist, hinn ein- asta, sem holdi klæddur hefir sigrað dauðann. Svo lesum við hina marg endurteknu sorgar- sögu, þar sem hann gekk hryggur í huga burtu frá Kristi. Burtu frá hinu endalausa lífi, ljósi og dýrð Guðs, hinum ósegjanlega fögnuði Himnaríkis, af því að hann þorði ekki að trúa Kristi fyrir lífi sínu. Einar Einarsson.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.