Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Yitnisburður minn. Samtal við William Branham Haustið 1951 var ég í mikilli neyð vegna inn- vortis sjúkdóms. Meðui voru hætt að verka á mig þegar ég fékk kvalaköstin, nema sterkar sprautur, sem linuðu kvalirnar í það skiptið, en svo fékk ég uppköst og flökurleika af þessum sprautum, stundum í sólarhring á eftir, og fannst mér illt að þurfa að lifa við þetta. Eg var orð- in hugsjúk út af þessu og vissi ekki hvað ég átti að gera. Eg hafði frétt að Guðrún Jónsdóttir í Hafnar- firði bæði fyrir sjúku fólki, og ákvað ég nú einn daginn þegar mér leið svo illa að ég treysti mér ekki til að vinna að hringja til Guðrúnar og biðja hana að koma að tala við mig. Fyrir þrá- beiðni mína kom hún heim til mín sama daginn, sem ég hringdi, enda þótt hún ætti mjög annríkt. Mér fannst ég ómögulega geta beðið til morg- uns. Guðrún lét mig skilja það, að lækningin væri grundvölluð á trú, og krupum við í innilegri bæn til Frelsarans. Síðan hefir bænin verið með- alið mitt og Jesús Kristur læknirinn minn. Ekki vissi ég þegar ég hringdi til Guðrúnar að hún prédíkaði. Það sagði hún mér um leið og hún kvaddi mig og bætti því við að ég væri velkomin á samkomurnar. Eg þakkaði fyrir, en ekki hafði ég neina löngun til að þiggja þetta boð þá. Samt liðu ekki nema fáir dagar, þar til ég þáði boð þetta, og gerði ég það meir í virðingar- skyni við hana en fyrir sjálfa mig. En ég- varð ekki fyrir vonbrigðum. Engan hafði ég heyrt fara betur með Fagnaðarerindið. Guðrún las fyrst kafla úr Bibliunni og lagði svo út frá hon- um á alveg sérstaklega hugljúfan hátt, alveg undirbúningslaust og þarna var ekkert dregið undan og engu bætt við. Þarna var Fagnaðar- erindið flutt einfaldlega eins og það kemur fyr- ir, og mikið fór ég glaðari heim af samkomunni heldur en þegar ég kom þangað. Svo fór ég að fara oftar á samkomur og ekki leið á löngu þang- að til ég fann að ég var ekki trúuð nema að nafninu til. Nú fór ég að lesa ritning- una af meiri innri þörf til uppbygging- ar, en ég hafði áður gjört, og nú leggst ég sjaldan til svefns á kvöldin án þess að hafa lesið Guðs Orð. Eg sá að það voru ekki nema tveir vegir til, annar lá til glötunar, hinn Skömmu áður en Branham fór til Afriku átti Lindsay ritstjóri þetta samtal við hann. Trúir þú því, bróðir Branham, að dómurinn yfir heiminum í Ijósi hinna núverandi heimsvið- burða sé skammt undan? „Já, ég trúi því. Hinar misheppnuðu friðar- tilraunir, stríð og orðrómur um strið boðar að dómurinn er í nánd. Hefur þú myndað þér sérstakar skoðanir um ástandið í Kóreu? Er það skoðun þín, að ástand- ið í heiminum fari versnandi, eða það muni breytast til hins betra og að við megum vænta f riðartímabils ? Eg hygg að um varanlegan frið verði ekki að ræða fyr en Jesús kemur. Þá mun Guðs-friðar- ríki verða um alla jörð. Áður en sá dagur renn- ur upp, býst ég ekki við friði í heiminum, heldur að hann fari versnandi. Það er kunnugt að þú hefur sérstaka köllun frá Guði, sem brautryðjandi fyrir þessa miklu frelsis- og lækningavakningu. Væntir þú stærri viðburða? Já, bróðir Lindsey, samkvæmt Guðs Orði trúi ég þvi fastlega, að við eigum í vændum eitthvað meira en við nokkurn tíma áður höfum upplifað, — endurtekningu hinna postullegu tíma eins og Jesaja 59, 19. boðar (í ensku Biblíu þýð): til eilífs lífs. Eg fann að það var ekki bæði hægt að lifa heiminum og Guði, og nú varð ég að velja á milli. Ef ég vildi vera Guðs barn, varð ég að láta af hégómanum og yfirleitt öllu, sem heim- urinn hefir upp á að bjóða. Nú var ekki annað eftir en spyrja sjálfa sig. Hvoru megin viltu ganga? Þegar hér var komið hugleiðingum mín- um þurfti ég ekki andartak til að hugsa mig um. Eg valdi veginn til lífsins, fyrir Guðs náð, í faðm Hans, sem elskaði okkur að fyrra bragði. Hann fyrirgaf mér syndirnar, leysti mig frá synd og dauða og sjúkdómum. Faðmur Hans stendur öllum opinn, aðeins að við viljum koma. Hann stendur fyrir utan dyrnar og knýr á. — Hleypið Honum inn! Þökk sé þér, elskaði Jesús að fyrir þinar benj- ar og upprisukraft er ég frjáls. Amen. Sylvía Haraldsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.