Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI Já, bróðir Lindsey, það er allt annað en spiritismi, og ef við lítum á Gamla-testamentið, sjáum við að Guð gerði syndir opinberar hjá ein- staklingum fyrir munn spámannanna. Þannig var boðskapur Elía, sem hann færði Akab konungi, og synd Daviðs konungs var gerð honum opin- ber þegar spámaðurinn Natan kom til hans. Gjöf Guðs er hið upprunalega, spiritisminn er eftirlíking, fölsun, stæling á veruleikanum, sem djöfullinn notar eingögnu að yfirskini. Þú munt alltaf komast að raun um, að á syndir, sem komnar eru undir blóðið, mun aldrei verða minnst þegar náðargáfa Guðs er að verki. Heilagi Andinn bendir aldrei á fyrirgefna synd, en sé með einhverjum ójátuð synd, syndafjötr- ar eða eitthvað, sem hindrar lækningu, þá mun sú synd verða opinberuð. Eg held að mér hafi verið falið þetta hlutverk til þess að ryðja veginn fyrir þá, sem á eftir koma, svo menn fái skilið og vitað, að þeir verða að játa syndir sínar og fá gert upp við Guð ef þeir eiga að öðlast lausn þegar þeir koma til þess að fá lækningu. Þegar Meistarinn hitti konuna við Jakobs- brunninn bað Hann hana fyrst um eitthvað að drekka, því næst vék Hann sér beint að mál- efninu og bað hana að sækja mann sinn. Þetta gerði Hann til þess að sýna henni hvað væri til fyrirstöðu að hún fengi drukkið af því vatni, sem Hann hefði að gefa henni. Og nú hefur Jesús sagt: Sá, sem ti’úir á mig mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri, og hann mun gjöra enn meiri verk en þessi, því að ég fer til Föður- ins. Jóli. 14, 12. Þau verk, sem mér er nú falið að gera eru aðeins framhald á verkum Krists í Heilögum Anda. Þau eiga alls ekkert skylt við spiritisma. Þú hefur áreiðanlega orðið var við, bróðir Lindsey, hvernig spritistum finnst þeir liggja undir dómi, þegar þeir koma á samkomur okkar. Vegna hinna miklu kraftaverka-lækninga á samkomum þínum, eins og t. d. er hinn fyrrv. þingmaður Bandaríkjanna Upshaw stóð upp og gékk hækjulaus í fyrsta sinn á 66 árum, þá verðum við að sannfærast um, að sannleiks- gildi þjónustu þinnar verður ekki véfengt. Við höfum tekið eftir því, að þú lýsir því oft yfir að einhver sé orðinn heilbrigður. 1 mörgum af þessum tilfellum, hefur farið fram rannsókn eftir á, sem hefur leitt í ljós, að viðkomandi hef- ur raunverulega læknast. Heldur þú, að sá mað- ur geti misst lækninguna og orðið sjúkur aftur, enda þótt slík yfirlýsing hafi verið gefin. Já, það er mögulegt, að fólk geti misst lækn- inguna og orðið sjúkt aftur, því að Guðdómleg lækning er algerlega grundvölluð á trú. Þannig geta efasemdir á sannleiksgildi Guðs Orðs, eins og það er í Ritningunni, orðið til þess, að menn taki sjúkdóminn á ný eða hverfi aftur til synda sinna. Min orð eru hjáauki og lítt varðandi, en GUÐS ORÐ, sem fyrir Heilagan Anda eru knú- in af munni mér, ættu að vera GUÐ ORÐ til þess manns, sem þau eru töluð til. En ef sá hinn sami lætur eftir sér að trúa einhverjum hindurvitnum eða gefa djöflinum rúm í hjarta sínu til þess að kveikja efa, þá mun Guðs Orð ekki fá áorkað neinu fyrir hann. . Ekki verða allir heilbrigðir, sem leita lækning- ar, eins og heldur ekki allir, sem leita frelsis hljóta varanlegt frelsi. Suma sé ég umlukta dauðanum, en jafnvel þótt dauðinn sé nálægur, getur bæn breytt ástandinu. Þú manst eftir því úr Guðs Orði, þegar Jesaja spámaður færði Hiskia konungi boð um að ráðstafa eigum sínum því að hann ætti að deyja. Þá snéri konungur sér til veggjar og grét beisklega og bað Guð um að þyrma lífi sínu. Guð heyrði hróp þetta og sendi honum Orð um lækningu, Orð, sem breytti öllu. Mikil vanþekking er ríkjandi á því, sem snertir hið virkilega raunhæfa í starfi Heilags Anda. Til dæmis álíta margir að Guð muni sjá um verkið, þegar kraftaverk hefur átt sér stað. Virðum nú fyrir okkur Pétur, þegar hann gekk á vatninu. Þar var tvímælalaust um kraftaverk að ræða, en jafnskjótt og Pétur tók að veikj- ast í trúnni, fór hann að sökkva. Bróðir Branham, vilt þú greina lesendum frá fyrirætlunum þínum næstu sex mánuðina. Eg býst við að hina mörgu, sem minnast þín í bæn- um sínum langi til þess að kynnast þeim. Að þessum fimm dögum liðnum hér í Shreve- port, veit ég ekki betur en að ég fari til New York City og hafi samkomur í St. Nicholas Arena og fari síðan þaðan til Afríku. 1 Afríku mun ég svo dvelja fram yfir nýár. Hvað síðar verður fer eftir frekari leiðslu Guðs Anda. Sum- ir hafa skrifað mér og spurt mig um hvort ég ætli að hætta þjónustu minni, þar sem ég hafi látið svo um mælt, að mér sé á móti skapi að

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.