Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 2
FAGNAÐARBOÐI Postulabréfið. Postularnir og öldungarnir, bræðurnir, senda bræðrunum í Antíokkíu, Sýrlandi og Kilikíu, er áður voru heiðnir, kveðju sína. Með því að vér höfum heyrt að nokkurir, er út hafa gengið frá oss, hafi óróað yður með orðum sínum og truflað sálir yðar, án þess að vér hef ðum þeim neitt um boðið, þá hefur oss litist, er vér vorum orðnir á eitt sáttir, að senda til yðar til þess kjörna menn með vorum elskulega Barnabasi og Páli, mönnum er lagt hafa líf sitt í hættu fyrir Nafn Drottins vors Jesú Krists. Vér höfum því sent Júdas og Sílas, og boða þeir yður hið sama munnlega; því að Heilögum Anda og oss hefur litist, að leggja eigi frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsyn- legt er, að þér haldið yður frá skurðgoðafórnum og frá blóði og frá köfnuðu og frá saurlifnaði. Ef þér varist þetta mun yður vegna vel. Verið sælir. — Post. 15, 23—29. Eins og að söfnuðurinn í Antíokkíu hafði þörf fyrir að heyra boðskap þessa bréfs, á sínum tíma, þá hafa hin sundurdreifðu börn Guðs í dag, ekki síður þörf fyrir að íhuga efni þess og úrskurði postulanna, sem með Kristi lifðu og nutu upp- fræðslu Hans. Eins og hinar ýmsu kenningar komu upp á þeim tíma, láta þær ekki síður á sér bera nú á tímum. Ekki áttu þær kenningar neinn rétt á sér, enda þótt þær virðast ekki hafa verið bornar fram af illum hvötum, heldur aðeins af vanþekk- ingu á Fagnaðarerindinu. Skilningurinn virðist hafa verið sá, að taka bæri stykki úr nýja fatinu til þess að gera við hið gamla en ekki bæri algjörlega að hafa klæða- skipti. Sama tilhneigingin virðist vera ríkjandi hjá ýmsum enn í dag. Aðeins að taka nokkuð af boðskap Frelsarans, til þess að prýða með hina gjörspilltu menningu nútímans. Enda þótt postularnir geri það ljóst, að það sé ekki f yrir lögmálsverk að nokkur verði hólpinn heldur aðeins fyrir náð Drottins Jesú, á sama hátt og heiðingjarnir, sem ekkert lögmál hafa. Það er ekki til neins að ætla sér að gera við hinar gatslitnu siðvenjur hins gamla heims. Á sama hátt og þetta bréf hafði huggun og gleði að færa söfnuði Antíokkíu manna, þá hefir það alla tíma sama gildi fyrir hvern einn, sem sannleikans leitar, þar sem það boðar aðeins létt- bærar byrðar, er verða indælar þeim, sem elska sinn Herra. Hvernig ættu þeir að taka þátt í skurðgoða- fórnum, sem hafa lært að þekkja kærleika Guðs, og leystir eru úr ánauð skurðgoðadýrkunarinn- ar, þar sem Satan blekkir hugi dýrkendanna og villir þeim sýn, svo að þeir gleyma hinum eina sanna Guði, sem öll vegsemdin ber. Nútímamenn gera gys að keisaradýrkun Róm- verja og annarra fornþjóða, og teJja sig hátt hafna yfir heimsku þeirra. En hvað segir saga þessarar aldar, er hún lýsir flokkadrætti og foringjadýrkun, yfirstandandi kynslóðar. Eru ekki skurðgoðin alltof nátengd hugsunarhætti heimsbúa enn í dag, þó að postular Drottins hafi sterklega við þeim varað? Hversu margir eru þeir ekki, sem álasa Adam og Evu fyrir að eta af skilningstrénu góðs og ills, en brjóta svo boðorðið um blóðneyzluna, sem báðir sáttmálarnir boða mönnunum að varast? Er það ekki af því, að menn telja það ekki saka fremur en að eta af skilningstrénu, sem högg- ormurinn taldi konunni trú um að væri nyt- samlegt? Er það ekki einnig álitin óþörf eyðsla, eins og Júdasi þótti illa varið smyrslunum er María smurði Drottin sinn með, að kasta frá sér hinu kafnaða, er satt gæti hina fátæku og snauðu. Margir eru það, sem dá og vegsama fagrar listir. Fegurðin hefir lengi heillað hugi manna. Menntun og þekking útrýmir margvislegum ó- hreinindum, sem áður fengu að halda velli. Þó er þessi allra alda upplýstasta öld, að öll- um líkindum flestum öldum saurlífari, enda þótt hið umrædda bréf vari við saurlifnaði, og Guðs Orð kenni að hver önnur synd, sem mennirnir drýgja, sé fyrir utan líkamann, en sauiiifnaður- inn setji sín viðbjóðslegu merki bæði á likama og sál. Á sama hátt og Antiokkiumönnum mundi vegna vel ef þeir héldu sig við úrskurð postul- anna. Þannig uppskera þeir alla tíma velgengni og sæluríkan frið, sem heyra Guðs Orð og varð- veita það. Einar Einarsson.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.