Fagnaðarboði - 01.04.1952, Page 3

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Page 3
FAGNAÐARBOÐI 3 £f þessir þegðu! Blessaður sé Konungurinn, sem kemur í Nafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum! Og nokkurir af Fariseunum í mannfjöldanum sögðu við Hann: Meistari, hasta þú á lærisveina þína. En hann svaraði og sagði: Ég segi yður, að ef þessir þegðu mundu steinarnir hrópa. Lúk. 19, 38—40. Er flokkurinn stór, sem lofar Guð í dag fyrir Jesúm Krist og öll Hans kraftaverk. Enginn veit það nema Guð einn. Lofið og lofsöngvarnir um dásemdaverk Jesú Krists, sem fyllti hjörtu lærisveinanna hefur aldrei þagnað gegnum aldirnar. Einhverjir hafa alltaf lofsungið, eins og Jesú sagði: Ef þessir þegðu mundu steinarnir hrópa. Svo mikil var dýrðin og dásemdin í návist Hans. Lofið um Jesú var ekki og verður ekki þaggað niður. Hans verk verða aldrei að engu gjörð, en hver og einn getur ónýtt þau sér til handa, með því að taka ekki við þeim, og lifa þeim ekki. Margir eru þeir í dag, sem fylla flokk Fariseanna. Þeir þola ekki að heyra lofsönginn um Jesú og Hans verk, sem fyllti hjörtu læri- sveinanna og hefur borizt með hárri raustu í dýrðlegu lofi og fögnuði út um víða veröld. Ekkert haf er svo breitt og engin fjöll svo há að lofið um Jesúm hafi ekki borizt út til vor mannanna. Alltaf hafa verið þjónar Guðs og eru enn, sem boða sannleikann um hinn mikla Konung, sem kom í Nafni Drottins. Þeir, sem trúa og hafa tekið við Honum sem Frelsara sínum eiga lofið um Hann og verk Hans og kunngjöra það með fögnuði. Sannur þjónn Drottins verður að segja öðrum frá þeim fögnuði, sem hann hefir öðlazt i samfélaginu við Jesú Krist. Hann þráir að allir verði aðnjótandi hinnar sönnu gleði. Þjónn- inn veit, að það eitt er ávinningur fyrir hvern og einn að finna Jesú Krist, sem sinn Frelsara og lifa Honum. Þú, sem lest þessar línur hvort, sem þú ert ungur eða gamall að árum, leitaðu til Guðs í Nafni Jesú Krists af einlægu hjarta, því Hann mun vissulega svara þér af föðurlegri um- hyggju, sem veitir þér endurlausn, líf og frið. Einu sinni var ég spurður að því hvort Jesús væri langt í burtu núna. Eg svaraði: Jesús er ekki lengra frá þér en það, að hvenær sem þú kallar á Hann í einlægni og biður Hann að hjálpa þér þá heyrir Hann til þín. Jesús rekur engan frá sér sem til Hans kemur. Fríviann Ingvarsson. 'Borgin helga. Þér eruð ljós heimsins; borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist. Matt. 5. 14. Postulunum hefir sjálfsagt ekki komið í hug, hve fullkomin líking Meistarans var, er Hann nefndi þá: Ljós heimsins, eða borg sem stendur uppi á fjalli og einnig undirstöðusteina þeirrar borgar, sem Drottinn sjálfur er smiður að og byggingarmeistari, er brimöldur aldanna og of- sóknir kynslóðanna myndu á skella, án þess þó að má hið minnsta múra hennar. Með augun full af tárum og sundurkramin hjörtu hafa smælingjarnir lagt leið sína að hliðum hennar, sem ætíð hafa staðið opin fyrir aumingjunum. Hinir voldugustu höfðingjar hafa með fylgi hinna vöskustu fullhuga, hver af öðrum, farið herferðir á móti henni og beitt hvers konar brögðum, án þess þó að bera nokkurn sigur úr býtum. Gimsteinar hennar hafa verið undir smásjá vitringanna og allra augu hafa hvílt á þeim, og þó er hún heiminum enn í dag hið sama undr- unarefni. Kynslóðirnar hafa komið og horfið, löndin riðað og rikin liðið undir lok, en Drottinn hefir verið sem varðlið umhverfis sína borg, svo að þar yrði ékki snert við nokkrum steini. Margir vitar hafa verið reistir og kyndlar kveiktir, en Ijómi fjallborgarinnar lýsir þeim öllum ofar og ljós hennar upplýsir hina myrk- ustu hugarheima. Hún hefir verið griðastaður fyrir hina seku, hvíld hinum þreyttu. Þar hafa hinir hungruðu mettazt gæðum. Hinir fátæku hafa þar notið allra nægta, en rikir orðið tómhentir frá að hverfa. Þar hafa hinir sáru hlotið græðslu sinna meina, og sjúkir sótt þangað fulla heilsu. I henni hefir Drottinn gjört sig kunnan þeim sem Hans hafa leitað, þó að heimskinginn hafi þar engan Guð séð né fundið.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.