Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 4
FAGNAÐARBOÐI Jesú Nafnið. Sænsk kona, er starfar sem krisniboði í Afriku, hefur sagt D. S. Gordon frá því, er hér fer á eftir. Vinkona hennar í Algier, sem einnig var trú- boði, hafði sagt henni frá Arabakonu, er hafði áunnizt til fylgdar við Krist. Þessi kona var Múhameðstrúar með alla þá ofstæki, fávizku og hjátrú, sem er einkennandi fyrir játendur þeirr- ar trúar. Vandamenn hennar gerðu sitt ýtrasta til þess að hún léti af þessari nýju trú sinni. Þeir ginntu hana, þrábáðu, ógnuðu og rökræddu við hana. Þeir gerðu henni allt til ama, en hún sannaði einlægni trúar sinnar með því að standa örugg og staðföst gegn þeim. Þá gripu þeir til þess ráðs, sem algengt er meðal Múhameðstrúarmanna. Þeir bjuggu til banvænt eitur, sem þeir með lævísi laumuðu í mat hennar. Þegar hún hafði neytt hinnar eitr- uðu máltíðar, varð henni strax ljóst hvað skeð hafði. Hún fann til áhrifa eitursins og vissi að það var mjög banvænt, svo vel þekkti hún erfða- venjur þjóðar sinnar. Henni varð fullkomlega ljóst, að dauðinn beið hennar, og má því gera sér í hugarlund, hvernig henni leið á meðan eitrið var að verka. 1 fyrstu myndi hún verða geðstirð og ill, því næst sinnu- laus og sljó. Að því loknu myndu áhrifin á skap- gerð hennar magnast ennþá meir, síðan verka á sjálfan líkama hennar unz dauðann bæri að. Með þessum hætti verkaði eitrið venjulega. Hún var ráðalaus og í mikilli neyð. Þar sem hún sat nú þarna við matarborðið, þá byrjaði hún að endurtaka Nafnið, hið mikla. — Nafn — JESÚS. Hún mátti ekki segja það upphátt. Ef þeir, sem í kringum hana sátu hefðu heyrt það, myndu þeir jafnskjótt hafa ráðizt á hana. Einslega og með ákafa þess, sem finnur mátt dauðans að verki i líkama sínum, endurtók hún nú Nafnið, sem er öllum nöfnum æðra: JESÚS, JESÚS, JESÚS. Þessu hélt áfram í 2—3 daga. Smátt og smátt hvarf eitrið úr líkama hennar, f jölskyldu hennar til mikillar undrunar. Þetta var alveg nýtt fyrir- brigði. Eitur þetta hafði aldrei brugðizt áður, en nú hafði það ekki hin tilætluðu áhrif. Síðar, þegar hún sjálf sagði trúboðanum frá þessu, fórust henni orð á þessa leið: „Mér fannst sem lífskraftur streyma um mig í hvert skipti sem ég nefndi Nafnið, en þess á milli var sem dauðinn heltæki mig. Þessi barátta lífs og dauða hélt áfram næstu daga. Dauðatilfinn- ingin hvarf smátt og smátt og að þrem dögum liðnum voru allar eiturverkanir horfnar. Þetta var fjölskyldunni mikið furðuefni, en henni sjálfri til sæluríks fagnaðar. Þetta var sigur í líkamanum, algjörlega eðli- legt fyrirbrigði þegar um slíka leiðslu Heilags Anda er að ræða, en er þó aðeins hluti þess, sem er miklu, miklu meira. Ef við erum hlýðin höfum við rétt til þess að biðja i Heilögum Anda til sig- urs í Nafni Jesú og munum við þá jafnvel hrífa menn og konur undan valdi óvinarins, og ávinna allt sem við þörfnumst fyrir líf vort og þjónustu við Hann. Jesús sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Rísum af svefni og ávinnum það er okkur til- heyrir fyrir dauða Drottins og upprisu. Minnumst Orða Jesú. Sjá, ég hefi gefið yður vald-----------og ekkert skal yður minnsta mein gjöra. Lúk. 10, 19. Þýtt. ALMENNAR SAMKOMUR BOÐUN FAGNAÐARERINDISINS Austiirgötn 6 — Hafnarfirði Sunnudaga kl. 2 og 8 e. h. Þriöjudaga kl. 8 e. h. Fimrntudaga kl. 8 e. h. Laugardaga kl. 8 e. h. Ut um hlið hennar berast fagnaðarljóð og frá turnum hennar sigursöngur, því að fólkið sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning allra synda sinna. Einar Einarsson. Qcrisl askrtftndur!

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.