Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Margit Anclersen: Helgaðir miimingasteiiiar. (Hrífandi vitnisburður um opinberun Drottins, lœkningu og peningahjálp). Þegar ég skrifa þetta niður, er tilgangurinn ekki að hrósa sjálfri mér, heldur vil ég heiðra Drottin minn og gera sem flestum kunnugt, hve mikla hluti Jesús hefur fyrir mig gert. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ — Hebr. 13, 8. ,,Og Jósúa sagði við þá: „Farið fyrir örk Drott- ins Guðs yðar, út í Jórdan miðja, og taki hver yð- ar einn stein sér á herðar, eftir tölu ættkvísla Israelsmanna. Skal þetta vera tákn meðal yðar. Þegar synir yðar spyrja á síðan og segja: Hvað eiga steinar þessir að jarteina? Þá skuluð þér segja við þá: Það, að vatnið í Jórdan stöðvaðist fyrir sáttmálsörk Drottins, þá er hún fór yfir Jórdan. Vatnið í Jórdan stöðvaðist; og þessir steinar skulu vera Israelsmönnum til minning- ar æfinlega. — Jós. 4, 5—7. Lofa þú Jahve, sála mín og gleym eigi neinum velgjörðum Hans. — Sálm. 103, 2. Eg vil hefja mál mitt með þessum orðum Davíðs, þegar ég nú vil greina frá þeim dásam- legu atburðum og þeirri ríku blessun, sem ég hef orðið aðnjótandi í samfélaginu við Drottin, frá 1915 er ég gekk Honum á hönd. Mér er sérstak- lega minnistæður atburður, er gerðist skömmu eftir að við hjónin höfðum fundið Krist. Við bjuggum þá í Skoger í Noregi. Mikil vakn- ing átti sér stað um alla sveitina. Samkomuhúsin, sem voru ýmist stór eða smá, voru þéttskipuð ungum og gömlum, sem fólu sig Drottni. Þá not- aði Drottinn, sem boðbera sinn mann að nafni Madsen. Kvöld eitt höfðum við hjónin ákveðið að fara og hlusta á boðskap þessa blessaða bróður. Þetta var seint að hausti til, þó enginn snjór væri enn þá fallinn. Kvöldin voru dimm, ekkert tungls- ljós og því illa ratfært. Þaðan, sem við bjugg- um, var langt til samkomustaðarins. Leiðin lá yfir skógivaxna smáhæð, þar sem var enn þá dimmra vegna hárra og þéttra grenitrjáa, er voru á aðra hönd og fjalls hins vegar. Við gengum mjög hratt, til þess að kom- ast í tæka tíð. Maðurinn minn gekk á undan. Hann átti betra með að sjá veginn heldur en ég, sem ætíð hef haft dapra sjón. Þegar við geng- um þarna sagði ég við hann: Manstu eftir því, þegar við fórum hér um síðast, þá var myrkrið jafn svart hið innra með okkur eins og það er nú umhverfis okkur? Eg hafði ekki sleppt sið- asta orðinu fyrr en skært og mikið ljós ljómaði yfir höfðum okkar. Nú varð bjart í kringum okkur eins og um miðjan dag. Augu okkar beind- ust upp á við og sáum við þá greinilega mosann á grenitrjánum, og um leið heyrðum við undar- legan þyt, er líktist vængjaþyt. Við fundum og greinilega á andliti ckkar gustinn af vængjaslög- unum. Ljós þetta kom ofan að, hægra megin vegarins, skógarmegin, og stefndi í áttina til fjallsins. Þegar það var horfið, stóðum við graf- kyrr á veginum og tárin hrundu niður kinnar okkar. Þá sagði ég við manninn minn: Hvað var þetta? Þetta var frá Guði, svaraði hann. Við fengum bæði mikla blessun og hröðuðum okkur til samkomunnar. Þar sögðum við öllum frá því, sem fyrir okk- ur hafði borið. Við hjónin töluðum oft um þetta dásamlega ljós frá himni, sem við höfðum fengið að sjá. Við skildum þessá opinberun á þá leið, að Drottin hefði viljað sýna okkur, að Hann hefði tendrað sitt Ijós í hjörtum okkar. I hvert skipti er ég gekk þarna um, fann ég til hinnar sömu blessunar og ég varð að þakka Drottni í hjarta mínu fyrir það, að þarna hafði Hann birzt okkur. Því að Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri; Hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í Ijós í ásjónu Jesú Krists. 2. Kor. 4, 6. Ég man einnig eftir annarri dásamlegri opin- berun. I fyrri heimsstyrjöldinni 1914—1918 brauzt út drepsótt, er nefndist spánska veikin. Hún barst út um allan heim og úr henni dó f jöldi fólks, jafnt ungir sem gamlir. Margir sýktust einnig í Skoger og dauðsföllin urðu þar mörg. Við höfðum þá sameiginlegar bænastundir í húsunum og lásum venjulega Sálm 91. Sæll er sá, er situr í skjóli hins Hæsta, sá er gistir í skugga hins Almáttka, sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg,

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.