Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI sagði: Mamma, fáðu mér fötin mín, ég ætla að fara á fætur. Ég hljóp til hans og þá sagði hann: Nú er ég orðinn heilbrigður aftur, og var mér nú ljóst að Jesús hafði læknað hann. Ég tók hann upp í Jesú Nafni og klæddi hann í fötin. Síðan hafði ég hann með mér þegar ég fór til búsins, þar sem ég var vön að kaupa mjólk. Drengurinn var alheilbrigður. Lofaður veri Drottinn Jesús. Alla leiðina hljómaði þessi söngur í hjarta mínu: Þú fékkst að mæta Hinum Lifandi! Ó, hvílík sælurík, sælurík stund. Drengurinn styrktist með degi hverjum og fékk matarlystina aftur. Það var dásamlegt að fá að upplifa slíkt. Drottinn bregzt ekki. Hann, sem gaf fyrirheitin, Hann mun einnig efna þau. Hallelúja. I mörg ár hér eftir höfðum við samkomur á heimili okkar, og öll vorum við sem ein stór fjölskylda eða systkinahópur. Vinirnir höfðu ætíð eitthvað meðferðis, ýmist mjólk, egg, mjöl eða gott smjör. Allir voru vingjarnlegir og umhyggjusamir, og vildu miðla okkur af öllu sínu. Sannur bróðurkærleikur í Jesú Kristi sameinaði okkur öll. Mig langar til þess að segja ykkur frá því, hvernig Jesús Kristur læknaði manninn minn. Sumar eitt fékk hann blóðeitrun vegna bruna- ígerðar í hendi. Mikil bólga kom í höndina. Á samkomu var hann sérstaklega tekin til fyrir- bænar. Blóðeitrunin stöðvaðist, og hönd hans varð heil aftur. Drottinn hefur einnig hjálpað okkur þegar fjárhagserfiðleikar hafa steðjað að. Vetur einn var litið um atvinnu. Maðurinn minn hafði fengið loforð fyrir vinnu, en það drógst á langinn að hann fengi hana. 1 búðinni, þar sem trúuð systir rak brauða- og mjólkur- sölu, skuldaði ég 10 krónur. Eg hafði lofað að borga þetta tiltekinn laugardag, því að ég treysti því fastlega, að maðurinn minn væri þá búinn að fá vinnuna, sem honum hafði verið lofuð. En þetta brást. Þegar að skuldadeginum kom, var ég mjög áhyggjufull. Ég átti ekki eyri til í eigu minni og ekkert til þess að kaupa mat fyrir til helgarinnar. Þá bað ég Drottin um að hjálpa mér, svo að ég, að minnsta kosti, gæti greitt skuld mína við systurina. Mér þótti afar leitt að geta ekki staðið í skilum við hana eins og ég hafði lofað. Eg hélt nú áfram húsverkunum, því þetta var fyrir hádegi. Að lítilli stundu liðinni var barið að dyrum. Þar var komin systir frá söfnuði í Drammen með fimm krónur handa mér: Þú verður að fyrirgefa hvað þetta er lítið, en við áttum ekki meira til í kassanum okkar. Eg sagði henni nú hvernig væri ástatt fyrir okkur, og að ég hefði leitað í bæn til Drottins og beðið um hjálp. Eg var henni mjög þakklát fyrir gjöfina, ennþá vantaði mig fimm krónur, en verið gæti að Guð sendi einhvern annan með þær til mín, sagði ég við hana um leið og hún fór. Tímum saman beið ég eftir hinum fimm krónunum og var alltaf að líta á klukkuna. Eg var hrædd um að búið yrði að loka mjólkur- sölunni áður en ég fengi þær. Margsinnis var ég í þann veginn að fara með þessar fengnu fimm krónur, sem ég áleit syst- urinni betra að fá en ekkert. En í hvert skipti, þegar ég ætlaði að taka þær, var sem innri rödd hvíslaði að mér: Bíddu dálítið ennþá, og svo lét ég þær liggja kyrrar. Nú heyrði ég að einhver gekk hratt inn eftir ganginum til eldhússins og inn kemur önnur systir. Hið fyrsta sem ég rak augun í, var fimmkrónu seðill sem hún hélt á í hendinni. Hún kvaðst hafa fengið vísbendingu frá Drottni um að færa mér fimm krónur og hún yrði að hafa hraðann á, fannst henni. I miklum flýti hafði hún farið niður á skrif- stofu til mannsins síns, því sjálf hafði hún ekki neina peninga handbæra. Hún bað hann um að hraða sér því þetta þyldi enga bið og fór svo með sporvagni þangað sem ég bjó. Ekki var henni nákvæmlega kunnugt um heimilisfang mitt, hún hafði aldrei heimsótt mig áður, en hún hugsaði sem svo: Drottinn veit hvar hún á heima. Hún sté af sporvagninum og gekk inn í hús eitt og spurði eftir mér. Þá var henni sagt að ég byggi einmitt í þessu sama húsi. Um leið og hún kom inn til mín sagði ég: Nú koma hinar fimm krónurnar, það eru einmitt þær, sem ég er að bíða eftir. Svo sagði ég henni frá öllu, hvernig ég hafði beðið Drottin um hjálp svo að ég gæti staðið í skilum. Við fengum báðar mikla blessun og höfðum tíma til bænar áður en mjólkurbúðinni var lokað. Ég fór og borgaði systurinni þessar 10 krónur eins og ég hafði Iofað henni. Þennan sama dag bárust mér ennþá einar fimm krónur og gat ég því keypt mér dálítið af mat til sunnu- dagsins.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.