Fagnaðarboði - 01.04.1952, Page 8

Fagnaðarboði - 01.04.1952, Page 8
8 FAGNAÐARBOÐI Vitnisburðir. Ég vil þakka algóðum Guði og Frelsara mín- um Jesúm Kristi fyrir hina miklu liknarlind, sem ég hefi fengið að drekka af. Les Jóh. 4, 14. Allur kvíði og efi hefir horfið en öryggið margfaldast, Guði sé lof! Allar bænir mínar hafa verið heyrðar. Ótal mörgum sinnum- hefi ég hlotið lækningu, er Guðrún Jónsdóttir hefir beð- ið fyrir mér. Á bænarstundu hjá henni fann ég fyrst frið og kraft í Heilögum Anda. Það er undursamleg náð er verður mér ógleymanleg. Oft og mörgum sinnum er ég hefi verið ein hefi ég hlotið huggun í þessum Orðum Drottins: „Vertu ekki hrædd litla hjörð“. Þótt við séum lítil og fá vakir Drottinn yfir sínum börnum. Það er dásamleg Guðs gjöf. Jesú Nafnið er það mesta og dýrmætasta nafn, sem nefnt er. Það frelsar, læknar og opinberar dýrð Guðs og kærleika. Ég vil vitna um hjálpræði Guðs í Jesúm Kristi, mínum góða Frelsara. Hann breiðir náðarfaðm sinn út á móti öllum, er til Hans leita, um það þurfum við ekki að efast. 0, góði Faðir í Nafni Jesú Krists, gefðu mér trúarþrek, svo ég finni náð í að standa stöðug allt til enda. Drottinn er mitt hjálpræði og vernd. Stefanía. Árið 1930 varð ég sjúk af skjaldkirtilbólgu og gerði ég tilraun til að fá bót með því að fara í ljós, en það bar engan árangur. Ég hafði heyrt um lækningartákn er skeðu fyrir bænir Sigurðar Sigvaldasonar, sem hafði þá náðargjöf að biðja fyrir sjúkum til lækninga og þessvegna sneri ég mér til Drottins og sagði: Á ég að biðja um fyrirbæn. Þannig er Drottinn. Hversu dásamleg eru ekki þessi orð Ritning- arinnar: Varpið allri áhyggju yðar upp á Hann, því að Hann ber umhyggju fyrir yður. 1. Fét. 5, 7. Þýtt. Eftir bænina tók ég Biblíuna mina í von og trú um að Drottinn gæfi mér svar. Ég opnaði hana og las: Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins, og þeir skulu smyrja hann með olíu í Nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum; og trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur, og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. Jak. 5, 14—15. Ég fékk að sjá og reyna hvað Drottinn er fljótur að svara ef við aðeins knýjum á. Síðan fór ég til öldungsins Sigurðar Sigvalda- sonar og bað hann að biðja fyrir mér. Við krupum til bænar, og ég varð alheil frá þeirri stundu. Síðan hefir Drottinn verið minn Frelsari og læknir, svo ég get tekið undir með Davíð: Lofa þú Drottin, sála min, og alt, sem í mér er, Hans Heilaga Nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum Hans, sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Sálm. 103, 1—4. Kristín Einarsdóttir. Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar; frelsa mig og bjarga mér eftir réttlæti þínu; hneig eyru þín til mín og hjálpa mér; ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vígi. Sálm. 71. 1—3. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6 Hafnarfirði. Sími 9075. — Afgreiðsla sama stað. Árgjald blaðsins er kr. 5 en í lausasölu kr. 1,25 eintakið. 4. tbl. 1952 5. árg.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.