Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Cofað veri Tiafn Vroiiins! Allt vort ráð er í hendi Guðs. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri Nafn Drottins. Daglega höfum vér fyrir oss dýrð Hans og mátt, ef vér aðeins gefum oss tóm til að veita því athygli. En oss hættir við í önnum dagsins að leiða hugann um of að þvi, sem fallvallt er. En á hættunnar stund eða þegar sorgin knýr fast á oss, þegar oss finnst öll sund lokuð, þá skulum við snúa okkur til Hans í fullu tráusti, og mun þá ekki bregðast að upp birti. Eg, sem þessar línur rita er þess fullviss, að ég hefi orðið að- njótandi kraftaverka Guðs. Fyrir því er mér Ijúft og skylt að votta það, sem hér fer á eftir: Eg hafði legið mikið veik á Sjúkrahúsi Akra- ness frá því 22. okt. 1952, og aðfaranótt 24. var óttast um líf mitt. Systir mín, sem á heima í Reykjavik, sendi þá skeyti til Guðrúnar Jónsdótt- ur, sem þá var stödd á Isafirði, og bað hana að biðja fyrir mér. Þetta var á föstudegi. Guðrún bað fyrir mér strax og hún hafði feng- ið skeytið og brá þá svo við að mér fór að batna og á laugardagsmorgunn 25. var ég orðin málhress og 10 dögum seinna var ég komin heim. Það er sannfæring mín að hér hafi kraft- ur Guðs stjórnað. Ef þú kæri lesandi verður fyrir sorg og mótlæti, sem ætlar að yfirbuga þig, þá snú þú þér til Guðs. Það veitir þér þrek og huggun, enda þótt á annan hátt verði, en vér fáum skilið. Og umfram allt, treystu Drottni og gjör gott, þá mun þér vel farnast. Kona. Syngið Drottni nýjan söng, lofsöngur Hans hljómi í söfnuði Guðhræddra; Israel gleðjist yfir Skapara sinum, Synir Zíonar fagni yfir Konungi sínum. Sálm 149, 1—2. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6 Hafnarfirði. Sími 9075. — Afgreiðsla sama stað. Árgjald blaðsins er kr. 5 en í lausasölu kr. 1,25 eintakið. Orðsins klukkur óma, út um byggð og höf, tigna Lífið ljóma, lífsins stærstu gjöf. Jesú-barnið blíða, breiðir faðminn hér. Ot til allra lýða, einnig móti þér. Allt, sem anda diægur, allt, sem þráir líf. Gleðst því guðdómlegur geisli á veginn skín. Guð er góður Faðir, Guðs er vegsemdin. Yfir aldaraðir á Hann lofsönginn. Lovisa Júlíusdóttir. £g krýp. Ég krýp og gríp í klæðafaldinn þinn, Kristur Jesús, Guð og Drottinn minn, glæð minn kærleik, gef mér þrek og ti’ú, gleði mína helga sjálfur þú. Ég er eins og lítið liljublað, líknin þín er skjól, ég flý í það. Þá við helga kærleikskrossinn þinn, krýpur sál mín, elsku Jesús minn. Þú ert bjarg, sem byggja vil ég á. Bezta skjól má þar í stormum fá. Vizka heimsins heimska reynist mér, himnesk náð að mega treysta þér. Ég er strá, sem straumur tímans ber, styrkur minn þú Drottinn sjálfur ver. Þegar flýt ég út að lífsins ós, elsku Jesús, ver mitt trúar ljós. Alla, sem mér eru kærir hér, elsku Jesús fela vil ég þér. Sofna róleg svo í þeirri trú að sjálfur mér í faðmi haldir þú. G. G. frá Melgerði.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.