Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI Skyldi mamma virkilega vera hætt að biðja fyrir honum, hugsaði hann. Ef til vill væru syndir hans svo miklar, að Drottinn gæti ekki fyrir- gefið honum. Gat það verið? Ef til vill væri mamma fyrir löngu dáin. Þá væri hann alger einstæðingur og hrollur fór um hann við þá hugsun. Hver myndi þá biðja fyrir honum? Ekki svo að skilja, að hann óskaði eftir þvi að beðið væri fyrir honum. Það reyndi hann að sann- færa sjálfan sig um, nei, heldur var það þessi ónotatilfinning, að vera algerlega einmana í heiminum. Nú reyndi hann árangurslaust að rifja eitt- hvað upp fyrir sér af því, sem móðir hans hafði sagt og því, sem honum hafði verið kennt í sunnudagaskólanum. Það hafði verið eitthvað um „syndir sem skarlat“ og ,,um ungan mann, sem ferðaðist í fjarlægt land“. Þetta var honum allt svo óljóst og nú sá hann eftir því, að hann skyldi ekki hafa spurt fangavörðinn nánar um þetta. Hann þráði að verða heiðarlegur, en hvernig átti það að takast? Hvað hafði fanga- vörðurinn átt við, er hann sagði: — Þau ár, sem nagarinn hafði eyðilagt. Honum leið svo illa, þegar hann hugsaði um þetta, að jafnvel hið nýendurheimta frelsi gat ekki bætt úr þeirri vanlíðan. John komst til járnbrautarstöðvar- innar rétt áður en lestin lagði af stað. Sam- kvæmt 13. grein hegningarlaganna hafði hann fengið farmiða til þess bæjar, þar sem hann hafði verið dæmdur, og auk þess hafði fangavörður- inn gefið honum 5 dollara, sem gátu komið hon- um að gagni fyrstu dagana, þar til hann fengi eitthvað að vinna. Kvíði og ókyrrð ríkti í sál hans, þegar hann steig upp í lestina. Honum til mikils hugarléttis fann hann mann- lausan vagnklefa og settist þar. Hvað átti hann nú að gera, þegar lestin kæmi á áfangastaðinn. Hann fór nú að brjóta heilann um hvort móðir hans væri enn á lifi og hvort hann gæti fundið hana á gamla heimilinu þeirra. Sá staður var í margra mílna fjarlægð frá þeim bæ, er hann nú var á leiðinni til. Ef til vill gæti hann unnið sig áfram stað úr stað, þangað til hann kæmist alla leið. Þegar hann leit út um gluggann, sá hann, að leiðin lá fram hjá kyrrlátum þorpum og vingjarnlegum grösugum býlum. Samt hvarf óróleikinn eigi úr sál hans, en varð öllu heldur tilfinnanlegri. Ég hef lagt líf mitt algerlega í rústir, hugsaði hann með biturleik í hjarta. Var það þetta, sem fangavörðurinn hafði átt við, þegar hann talaði um ár nagarans. Hann var aðeins þrítugur að aldri, en fangelsisvistin hafði haft djúptæk áhrif á sál hans og honum fannst hann vera orðinn gamall maður. Mikið hefði verið gott að hafa eitthvað til að lesa, þá hefði hann kannske getað bægt burtu þessum óróandi hugsunum. Hann litaðist um í klefanum, en ekki einu sinni dag- blað var sjáanlegt. En allt í einu kom hann auga á bréfmiða er stungið hafði verið bak við stól- bakið andspænis honum. Hann teygði sig eftir honum. Þetta var smárit, aðeins fjórar blað- síður. Fyrstu orðin, sem hann las, voru með feitu letri, og voru þessi: Hinir vesælu, — þeir einu, sem Drottinn frelsar! Hvernig átti hann að skilja þetta? Hann, sem hélt að Drottinn frelsaði aðeins góða menn. Nú langaði hann til þess að lesa áfram, og áður en hann hafði lesið allt ritið, hafði Orð Drottins hitt hann í hjartastað. Hann sá sitt spillta líf í ljósi Ritningarinnar, og hrópaði: „Ö, Drottinn hvað á ég að gera til þess að frelsast?" Hjartað barðist í brjósti hans, þegar hann las áfram. Hann fékk að sjá, að Kristur var kominn til þess að frelsa synduga menn, en eigi réttláta, og að allir menn væru sekir við Guð, en Frels- arinn hefði greitt endurlausnargjaldið fyrir alla menn. Smárit þetta endaði með þessum sálmi, sem hann las með augun full af tárum: Fyrir tillit er líf á hinn krossfesta Krist, kjós þér líf, og Hans dýrkeypta frið. Svo litsekur, lít upp til Hans og ver frí. Lít nú Frelsarans krossnagla bið. Þessi fyrrnefndi afbrotamaður festi augun á Kristi Jesúm og með Hann og ekkert annað fyrir augum sér, kreisti hann miðann í hendi sér, féll á kné og hrópaði í sálarangist: „Ó, góði Guð. Ég er afhrak. Eg hef fyrirgert lífi minu og kramið í sundur hjarta móður minnar, en hér stendur á miðanum, að þú frelsir auma synd- ara og ég trúi þvi.“ Bænheyrslan kom undir eins. Djúpur friður, sem engin orð fá lýst, fyllti harta hans. Allur glundroði var horfinn úr sálu hans, allur kviði og óvissa. Syndabyrðinni var létt af hon- um og hann stóð upp réttlættur í Kristi Jesú. Enn var hann einn í klefanum, sem betur fór.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.