Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Gleðisöngur fyllti hjarta hans og fagnandi hróp- aði hann: — Nú sé ég, að Drottinn gétur bætt mér upp eyðileggingar nagarans. Tíu dögum síðar, á sunnudagsmorgni, gekk þi’eyttur maður eftir þjóðveginum. John átti að- eins þessa einu ósk, að hitta móður sína aftur, ef hún enn væri á lífi. Hann trúði þvi, að nú væri hann frelsað Guðs barn. Drottinn hefði bænheyrt móður hans, og nú myndi Hann hjálpa honum til þess að finna hana. Það var nær ókleift fyrir hann að fá nokkra vinnu og nú voru tveir dagar siðan hann hafði eitt sínum síðasta eyri. Hann var máttlítill og honum var hætt við að fá svima, vegna næringarskorts. Margir óku fram hjá í bifreiðum, en ,enginn bauð honum með sér. Snemma um morguninn vissi hann, að nú átti hann ófarnar tæpar tvær mílur til heimaþorpsins. Hann hugleiddi með sjálfum sér, hvort hann myndi finna móður sína þar. Hann hélt áfram göngunni í einn til tvo tíma, en þá fann hann að kraftarnir voru þrotn- ir. Óstjórnleg hræðsla greip hann. Ó, ef hann væri nú ekki frelsað Guðs barn! Hann tók sam- anvafinn miðann upp úr vasa sínum og las það, sem á honum stóð. Nú kunni hann það næstum allt utanbókar: Því svo elskaði Guð heiminn .... Fyrir tillit er líf á hinn krossfesta Krist .... Drottinn minn ég trúi. Ég vil hafa þig ávallt fyrir augum mínum. Hjálpaðu mér til að finna hana mömmu mína. Nú kom hann auga á stóra byggingu, skammt frá þjóðveginum, en þaðan lá vegspotti upp að húsinu. Átti hann að áræða, að biðja þar um matarbita. Þetta var hann ákveðinn að gera og gekk nokkur skref í áttina til hússins, en þá sortnaði honum fyrir augu og hann hné niður á grasflötina. Hann heyrði nú eins og í draumi að hifreið var hemlað og barnsrödd sagði: — Ó, pabbi, hvað gengur að aumingja manninum? Stundarfjórðungi síðar, þegar hann opnaði augun lá hann í rúmi og maður með hvíta nelliku í jakkahorninu laut yfir hann. — Líður yður hetur núna, spurði maðurinn. — Já, þakka yður fyrir, hvar er ég, svaraði John. — Þér eruð á K-elliheimilinu og ég er Forbes læknir. — Eruð þér komnir langt að? — Ég hef farið fótgangandi rúmar fjörutíu mílur. — Eruð þér ekki svangur? — Jú, það er ég! — Hér er matur handa yður, sagði hann um leið og inn kom kona vingjarnleg á svipinn og lítil telna með henni. — Yður mun líða betur er þér hafið matast. Þetta var fyrsta máltíðin, er hann hafði neytt um lengri tíma og nú fann hann hvernig hann fékk máttinn aftur. Þegar hann leit upp, sá hann litlu stúlkuna, sem horfði á hann rannsakandi augum. Hún bar rauða litla nelliku á brjóstinu. Jafnframt sá hann, að þau hin báru hvítar nellikur. — Líður þér betur núna, spurði litla stúlkan. — Já, góða mín, svaraði John brosandi. — Af hverju ert þú ekki með nelliku, spurði hún barnslega. — Ég hélt að allir bæru blóm á mæðradaginn. Áttu þá enga mömmu? Forbes leit á John og sá að tár hrundu niður kinnar hans. Komdu hingað, Peggý mín, sagði hann. Jæja þá, hugsaði John, það er þá mæðradag- ui’inn í dag. Óljósa hugmynd hafði hann um að þá ættu allir að bera blóm, hvort heldur þeir ættu mæður á lífi eða ekki. Ætti hann þá að bera hvítt eða rautt blóm? John stóð upp með erfiðismunum og mælti: — Ég verð að halda áfram. Ég þakka yður innilega fyrir góðvild yðar, sem ég get engan veginn launað yður, en mig langar til þess, að gefa yður þennan bréfmiða, sem fyrir tíu dög- um gjörbreytti öllu lífi mínu. Forbes tók forvitnislega við miðanum, leit á fyrirsögnina, en John sagði við hann alvarlegur á svipinn: — Þetta er sannleikur, herra minn. Á þessum miða stendur, að Drottinn frelsi auma syndara og Hann frelsaði mig. Ég er að leita uppi hana móður mína, til þess að geta sagt henni .... Hann hætti í miðri setningu. Hann heyrði konu vera að tala, röddin var skjálfandi, en vel mátti greina orðin, sem virtust koma frá-hliðar- herberginu: — Ó, ef ég aðeins fengi að sjá drenginn minn aftur. Mikið var hann yndislegur þegar hann brosandi, lék sér heima. Hann var sannkallaður sólargeisli á heimilinu. — Hvað er þetta? stamaði John.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.