Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 8

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 8
8 FAGNAÐARBOÐI — Þetta er gömul kona, sem sorgin hefir yfirbugað. Hún átti son, sem lenti á villigötum. Nú hefir hún dvalið hér í þrjú ár, og alltaf er það þetta eina, sem öll hugsun hennar snýst um, að Drottinn sendi henni soninn aftur, sem nýjan og betri mann. Heyrið! Aftur heyrðist þessi sorgmædda rödd: — Drottinn leitaðu uppi barnið mitt, komdu til hans, sem vinur. Segðu honum að ég elski hann enn. John náfölnaði. — Hvað heitir þessi kona? gat hann loksins stunið upp. Forbes leit rannsakandi á hann og sagði: — Hún heitir frú Mc. Lellan. — Mamma! hrópaði John, riðaði út.í ganginn og opnaði dyrnar á hliðarherberginu, þar, sem enn mátti heyra rödd gömlu konunnar. Hann stóð andartak kyrr í gættinni. Þarna í rúminu sat gömul kona, og grátt hánð féll niður á hrukk- ótt andlitið hennar. John, sem reyndi af öllum mætti að láta ekki tilfinningarnar yfirbuga sig, gekk áfram og kraup við rúmið hennar. Hún starði óttaslegin á hann. Nú greip hann um hendur hennar og sagði hægt og kyrrlátlega: — Mamma, þekkir þú mig ekki? Drengurinn þinn er kominn heim til þín aftur. Drottinn hef- ur bænheyi’t þig. Nú mátti sjá bæði undrun og gleði á andliti gömlu konunnar. — Getur þetta verið? sagði hún. — Ert það þú, John, elsku drengurinn minn! og hún lagði handlegginn um háls honum og þau grétu bæði. Þannig var komið að þeim skömmu seinna. — Þetta var bezta meðalið, sagði Forbes. — Má ég gefa manninum blómið mitt? spurði Peggý litla. — Já, barnið mitt. Þýtt. Þið mæður, sem eruð sundurkramdar í hjört- um ykkar út af týndum sonum og dætrum. Mætti þessi dygga móðir sýna ykkur ávöxt af stöðugu bænalífi i dyggð, þolinmæði og stöðug- lyndi, svo þið færuð að hennar dæmi. Bænalífið má ekki vera með efa og uppgjöf, þótt ávöxturinn komi ekki strax. Er þeir nú voru á ferð, kcm Hann inn í þorp nokkurt. En kona ein að nafni Marta tók á móti Honum í hús sitt. Og hún átti systur, er hét María; hún settist við fætur Drottins og hlýddi á Orð Hans. En Marta var önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún gekk til Hans og mælti: Herra hirðir þú ekki um það að systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg þú henni að hjálpa mér. En Drottinn svaraði og sagði við hana: Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt: María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekin frá henni. Lúk. 10, 38—42. Biðjið Drottin um trú og stöðuglyndi, svo þið séuð vissar um ávöxtinn. Drottinn segir: Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða; þvi sérliver sá öðlast, er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upplokið, er á knýr. Matt. 7, 7—8. 5. tbl. 1952 5. árg.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.