Fagnaðarboði - 01.01.1958, Síða 2

Fagnaðarboði - 01.01.1958, Síða 2
2 FAGNAÐARBOÐI með mörgu móti fyrir munn syámannanna, hefir Hann í lok þessara daga til vor talað fyrir Soninn, sem Hann setti erfingja allra hluta ... Þetta er hin sanna gleði og fögnuður, að Guð, hefir til okkar talað fyrir Soninn, svo við lifðum ráðum Son- arins og veittum viðtöku sonarréttindunum í eilífu lífi og dýrð með Honum, og allar þrengingar, neyð og skelfingar mættu að engu gerðar. Tími er kominn fyrir unga fólkið og alla, að vakna og vita, að ekkert stoðar í þessari veröld nema Jesú Krists elska og dýrð. Því hve mikið, sem við mennirnir kunnum að hafa af speki veraldarinnar þá færir hún okkur ekkert á þrengingastundunum, þvi speki veraldar er grímu- klædd og verður það ávallt. En líf Frelsarans er aldrei grímuklætt, heldur okkur opinberað í fullkominni elsku og náð. En svo lengi, sem hver og einn stendur í gegn því, að gefa Drottni hjarta sitt, hrópar hann Krist á kross- inn. Og þetta var einmitt það ,sem Satan vildi fá mann- kynið til þess að gera, að hrjá og hrekja Frelsarann og hrópa Hann síðan á krossinn. En Faðirinn sá um allt sínum elskaða Syni til handa, og sér um allt þér til handa, ef þú aðeins trúir Honum og treystir. En meðan við stöndum gegn elsku Hans og dýrð, þá falla óskir okkar saman við óskir hinna, sem segja: Þú ættir að vera krossfestur, Kristur. — Þú ættir ekki að fá að ganga um laus. — Þú ættir ekki að fá að óróa sífellt hjarta mitt og lesa það, sem leynist þar. — Ég vil að raustin þín í hjarta mínu þagni. Er þessu svona varið með okkur mennina? Gerum við þetta í raun og veru. 1 stað þess að hrópa: Ekki á kross- inn, heldur í mitt hjarta. — Ekki að hrjá Hann. Ekki hrekja Hann. Ekki að smána Hann og ekki að fyrirlíta Hann. Þú ert við áraskiptin. Skiptu um hjarta, það er: Bið Guð að gefa þér hreint hjarta. Það er Honum þóknan- iegt. Við mennirnir segjum, að árið sé liðið og komi aldrei aftur. En við mætum því aftur, því þegar Jesús Kristur kemur aftur sést hvernig árið okkar var, og þá sést hvernig hjartað okkar var. Margar bækur koma út meðal þjóðanna. Þær eru skýrar og greinilegar til lest- urs. En hve miklu skýrari verða ekki bækurnar okkar, þegar Konungur Lífsins, dómari jarðarinnar, kemur aftur, og allra bækur verða lesnar. Menn eru að fagna hinu ókomna, nýja árinu, sem þeir vita ekki, hvað ber í skauti sér. En Guðs börn gleðjast og fagna hinu ókomna, því þau vita, hvað framundan er, það að Jesús Kristur kemur aftur, til þess að lesa bók hvers og eins, lesa allra ár, allra dag og allra nótt. Til ávaxtar les Hann sína kvöl í hjörtum barna sinna. Og til dóms les Hann sína kvöl í hjörtum óvina sinna, sem sífellt krossfestu Hann og smánuðu, af því að þeir lifðu Honum ekki. Hver lagði Israelsmönnum það í brjóst, að smána Krist? Hver lagði þeim í brjóst, að hrópa Hann í burtu? Var það Almáttugur Guð eða Satan? Og hver leggur það í brjóst mönnunum nú, að við- hafa hið sama? Hver hefir kennt þeim að hata Hann og smána? Og hver kennir þeim að elska Hann og þjóna Honum? Faðirinn hefir talað til okkar fyrir Soninn. Hann hef- ir búið okkur, kennt okkur og boðið okkur að lifa Syn- inum, svo enginn maður hefir nokkuð sér til afsökunar. Því hrópið þið þá í dag: „Burt með Hann?“ I stað þess að hrópa Hann inn í hjörtu ykkar? Gleðilegt nýtt ár, segja mennirnir, með allt sitt gamla í hjarta sínu, öll vopn útrétt, til þess að hylja sig fyrir Guði sínum, — blys og vopn afsakanna og van- trúar. Gleðilegt nýtt ár er aðeins í Jesú Kristi. Svo ef þú vilt lífið, þá er það Jesús. En ef þú vilt ekki lífið, þá kýst þú vopn heimsins. Og þegar við kveðjum gamla árið, eins og mennirnir orða það, þá kveðjum við það, annað hvort með vopnum á móti Kristi eða vopnaðir fyrir Krist í réttlæti Hans. Guð hefir i lok þessara daga til vor talað fyrir Son- inn ... Vottar Krists voru og eru vopnaðir fyrir Hann, þess vegna hefir Fagnaðarerindið borizt út'um heiminn eins vítt og orðið er. En vottar óvinarins hafa einnig verið vopnaðir fyrir sinn herra. Þess vegna hefir vantrúin ríkt svo mjög og bæði haft og hefir svo mikil ítök með- al þjóðanna í dag. Þjóðirnar vilja jafnvel tigna og heiðra Soninn með þakkargjörðarorðum, en vilja á engan hátt lifa Honum. Það er ekki nóg, að hafa Nafnið Hans aðeins á vörunum. Því að lofa Drottinn, er að hafa fundið Hann og lifa Honum. Lofið Drottin állar þjóðir, vegsamið Hann allir lýðir, þvi miskunn Hans er voldug yfir oss, og trú- festi Hans varir að eilífu. Þessa dýrð sendi Guð okkur með sínum elskaða Syni, Drottni Jesú Kristi. Og Hann hefir líka gert heimana fyrir Hann. Himnarnir, sem farast og himnarnir, sem varðveitast, allt er gert fyrir Soninn. Hann, sem er Ijómi dýrðar Hans og imynd veru Hans. Hann er með sínum börn- um, til þess að klæða þau í ljóma sinn og ímynd sinnar veru, svo Faðirinn geti alltaf kannast við þau sem sín börn og fagnandi veitt þeim áheyrn og dýrð. Hann settist, er Hann hafði hreinsun gjört syndanna, til hægri handar Hátigninni á hæðum ... Guðs Sonurinn situr Guði til hægri handar, til þess að veita sínum lýð dýrð, ljóma og arf með sér. Þennan Guð eigum við til þess að lofa í dag og Honum við hönd

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.