Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Samkomusolurinn li Hörgshlíð 12 Sunnudaginn hinn 9. febrúar, kl. 2 e. h. var samkomu- salurinn að Hörgshlíð 12, Reykjavík, helgaður boðun Fagnaðarerindis Jesú Krists og opnaður til samkomu- halds. Guði voru þakkir færðar með bæn, predikun Guðs Orðs, bæna og þakkarljóði og sálmasöng. Dýrðarþungi friðarins hvíldi yfir samkomunni og nærvera Drottins var blessandi og gefandi í huggun og krafti, fögnuði og gleði. Samkomusalurinn, er Drottni var færður þennan dag með bæn og þakkargjörð, fylltist ósegjanlegri nærveru Drottins. Mætti Hans máttur og dýrð áframhaldandi fylla þar og á hverjum stað, þar sem Guðs börn leita Hans elsku og náðar í Jesú Kristi. £r »3agnaðarboði« ht$ur nú 11. árgang sinn, biðjum við lesendum Fagnaðarboða allrar blessunar í Guðs náð, á þessu nýja ári. Þökkum innilega allar vina-óskirnar er blaðinu hafa borizt frá velunnurum þess. Þökkum einnig áheit og gjafir og skilvísa greiðslu árgjalda. Við biðjum Drottin að blessa þá, sem erfiði hafa á sig lagt við útgáfu og dreifingu blaðsins. Drott- inn auki okkur öllum trú, svo Sannleiks-Orð Drottins fái ríkt með okkur, og við hlotið þau gæði Fagn- aðarerindisins, er okkur eru fyrirheitin í réttlæti Jesú Krists. ‘VKgslusálmur Tileink. samkomusálnum Hörgshlíð 12, Rvk. Vér hefjum söng, því heilagt er hér hús á ,,bjargi“ reist. Og hátíð nýja höldum vér, sem höfum Guði treyst. Af öilu þó Hans elska ber, hún aldrei getur breyzt. Því nú er Drottinn dýrðar hér, sem dæmda hefur leyst. Vér hefjum bæn og biðjum Hann að blessa hverja sál, er gengur þreytt hér Guðs í rann og grætur heimsins tál. Ó, blessa, Drottinn, bróður þann, sem brautin reynist hál, því Andi þinn og els'ka fann oss öll við dauðans ál. Þú byggir þennan bænasal, þitt Blóð oss gjörir kvitt, hér hold og andi skírast skal, hér skírist hjarta mitt. Hér öðlast börn þín tungutal og tigna Nafnið þitt. Ef heyrir nokkur hanagal, hann hjarta skoði sitt. Þú byggir þennan bænastað, hann blessun verður mín. Hér Heilags Anda heigibað mér heitir náðin þín. 0, lát mig, Jesús, líta það hve ljós þitt fagurt skín. 0, leið þú sjálfur ljúft í hlað hvern lærisvein til þín. Kristján Kristmundsson. L

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.