Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.01.1958, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Bœna- og þakkarljóð Jluit við vigslu samkomusalsins ‘Mörgshlíð 12 í Ueykfavik 9. februar 1958 Vor ástríki Herra, sem alheiminn nærir, og Andinn þinn heilagi blessi þann reit, er söfnuður Drottins, þíns Sonar, nú færir þér, sannleikans Faðir, er gafst oss þau heit, að erfa með Syninum eilífa lífið, í alsælu hvíla svo gjörvalla tíð. Ó, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn, svo gefi hann margfaldan ávöxt um sið. Vor himneski Faðir og Hátignin mesta, oss helga þú alla, er sækja hér fund. Lát Anda þinn fylla þá öldunga og presta, er Orðið þitt boða á hjálpræðisstund, svo heyra það megi öll heimsbyggðin víða, og húsvilltir sameinast útvaldri hjörð. Ö, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn. Sá grómagni Andans í fullplægða jörð. Lát eldheita vakningu verða hér, Drottinn, svo veggirnir bergmáli lofgjÖrð til þín. Af tárhreinu lindinni lífsins sé sprottin sú löngun, að teiga hið dýrmæta vín, er eitt gefur fögnuð um aldanna raðir, því eilífðin speglast í móðunnar glans. 0, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn. Ó, Guð, vertu í huga og hjarta hvers manns. Hér spretti fram lindin, sem læknar öll meinin, er líkamann þjáir og sálina sker, svo eilífðarblómin og afhöggna greinin, já, allt verði sameinað, Jesús, í þér. Þú einn hefur lífið, þú alvaldi Drottinn, því auðsýn oss miskunn og lækna vor sár. Ó, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn. Ó, Guð, vertu með oss og þerra hvert tár. Þitt bænahús, Jesús, sé barnanna reitur. Þar blómgist og mótist hver einasta sál. Og Andinn þinn, Drottinn, svo ylríkur, heitur, Hann öllum þeim kenni sitt himneska mál, svo geti þau beðið sinn blíðasta Föður, er bænheyrir alla, sem Frelsarann þrá! Ó, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn. Ó, Guð, láttu börnin öll heim til þín ná. Vér húsið nú þökkum þér, heilagi Drottinn. Þú helgaðir verkið og lagðir hvern stein. Öll byggingin er því af „bjarginu“ sprottin. Ver brunnur i henni, er hreinsar hvert mein, svo greinarnar dafni á gildvöxnum stofni, og grói hvert frækorn, sem sáð verður skjótt. Ó, gefðu nú dögg, sem að græðir upp reitinn. Ó, Guð, vertu sól hans á skammdegis nótt. Kristján Kristmundsson. Almennar samkomur, boðun Fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12, Reykjavík, verða fyrst um sinn kl. 2 e. h. á sunnudögum, og kl. 8 e. h. á miðvikudögum.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.