Fagnaðarboði - 01.03.1958, Side 1

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Side 1
Trolli Neutzsky Wulff: sálímála við Abram Eftir þessa atburði kom Orð Drottins til Abrams í sýn, svohljóðandi. Óttast þú ekki, Abram, Ég er þinn skjöldur — laun þin munu mjög mikil verða. Og Abram mœlti: Herra Drottinn, hvað ætlar þú að gefa mér? Ég fer héðan barnlaus og Elíeser verður erfingi húss míns. Og Abram mælti: Sjá, mér liefir þú ekk- ert afkvæmi gefið og húskarl minn mun erfa mig. Og sjá, Orð Drottins kom til hans svohljóðandi: Ekki skdl hann erfa þig, heldur sá, sem af þér mun get- inn verða, hann mun erfa þig. Og Hann leiddi hann út og mælti: Lit þú upp til himins og tel þú stjörnurnar, ef þú getur tálið þær. Og Hann sagði við hann: Svo margir skulu niðjar þinir verða. Og hann trúði Drottni, og Hann reiknaði honum það til réttlætis. I. Mósebók 15, 1—6. En Abram var sjötíu og fimrn ára að aldri, er hann fór úr Haran. I. Mósébók 12, ý. Þetta eru æfidagar Abráhams, sem hann lifði: hundrað sjötiu og fimm ár. I. Móséb. 25, 7. Barið að dyrum. (Sannur viðburður). Angistin nísti hjarta Eugen Walfreds er hann laut niður að konu sinni, þar sem hún lá í rúmi sínu með aftur augun. Það leyndi sér ekki á andliti hennar, að hún leið miklar þjáningar. Hún heyrði ekki, þó maður hennar hvíslaði nú nafn hennar og talaði til hennar og segði henni, hve allt yrði honum einmanalegt og tómt ef hann missti hana. Bianca, kona hans, hafði orðið fyrir alvarlegu slysi og hlotið mikil meiðsl á baki. Engum gat nú dulist, að líf hennar lék á veikum þræði,- svo læknirinn hafði ekki þorað að gefa neinar vonir um, að hún mundi lifa þetta af. Eugen Walfred var afburða fimur línudansari og eft- ir að hann hafði kynnst Bianca og hún hafði gerzt dans- félagi hans höfðu þau hvarvetna vakið á sér slíka at- hygli fjöldans að frægðarorð fór af þeim um víðan heim. Þau höfðu gift sig eingöngu af hagsýnilegum á- stæðum en nú fyrst, er hún lá við dauðans dyr komst hann að raun um hverjar tilfinningar 'hann bar til henn- ar, hve mikið hún var orðin fyrir hann. Ef til vill fengi hann nú aldrei tækifæri til þess að segja henni, hve heitt og innilega hann elskaði hana. Þegar nú óvænt var barið að dyrum, stóð hann enn í sömu sporum og virti kvíðafullur fyrir sér andlit konu sinnar, sem dauðinn hafði þegar sett merki sín á. Hann

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.