Fagnaðarboði - 01.03.1958, Page 2

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Page 2
2 FAGNAÐARBOÐI rétti nú úr sér og leit spyrjandi til roskinnar konu, sem kom inn í herbergi þeirra þarna í gistihúsinu. Hann þekkti hana ekki og minntist ekki að hafa séð hana nokkurn tíma fyrr. Hún bar upp erindi sitt, sem var það, að bjóða honum að koma á samkomu, sem yrði þarna.skammt frá gistihúsinu. Eugen hristi höfuðið og gaf þar með til kynna, að hann hafnaði þessu boði hennar. Hann hafði alla tíð verið fráhverfur öllum samkomum trúaðra. Til nánari skýringar bætti hann við: „Konan mín liggur fyrir dauðanum og ég get engan veginn farið frá henni.“ „Það hryggir mig að heyra,“ sagði hún með innilegri samúð. „Má ég rétt aðeins koma þarna að rúmi hennar. Ég skal ekki gera henni neitt ónæði?“ Honum fannst hann ekki geta neitað henni um þetta, og nú gekk hún hljóðlega að rúminu þar sem Bianca, kona hans lá. Eugen sá greinilega hve mikil áhrif það hafði á þessa ókunnu konu, að sjá hina fögru og ungu konu liggja þarna helsjúka. „En hvað hún er ung og faileg," sagði konan lágum rómi. „Við skulum biðja til Drottins, biðja Hann að snerta hana.“ Konan spennti greipar og bað heitt og innilega um að Bianca fengi að' lifa lengur og að hún og maður hennar fyndu veginn til iífsins. Eugen hafði aldrei fyrr heyrt neinn biðja á þennan hátt, því hún talaði við Drottin eins og hún væri að tala við sinn bezta vin og Eugen fann að skyndilega fylltist herbergið af einhverju, sem honum var algjörlega ó- skiljanlegt. Þegar þessi ókunna kona var farin, eins hljóðlega og hún hafði komið, hafði hún skilið eftir eitt eintak af Jóhannesar-Guðspjalli, sem Eugen fann síðar um kvöld- ið, er hann dapur í huga settist niður og fór að hugsa um það, að ef til vill yrði þetta síðasta nóttin sem kona hans lifði. Og til þess að dreifa þessum döpru hugleið- ingum tók hann þetta litla rit, fletti upp í því af handa- hófi og fór að lesa. Allt, sem þar var ritað, var þess- um unga fimleika-listamanni með öllu óþekkt, því allt til þessa dags hafði hann aldrei hugsað neitt um Guð, aldrei leitt hugann að neinu, sem Hans var. Hann varð gagntekinn undrun er hann las frásögnina um Lazarus, sem var uppvakinn frá dauðum. Honum þótti þetta allt mjög ótrúlegt og fjarri sanni. En þarna stóð þetta greinilega skrifað, að maður hafði dáið og verið lagð- ur í gröf sína og þá hafi komið EINHVER, sem hóf upp augu sín til himins og kallaði með nafni og slíkum myndugleik á hinn dána, að hann kom út úr gröf sinni vafinn líkblæjum. Ef þetta væri nú sannleikur og þessi hinn sami, sem kallað hafði Lazarus út úr gröfinni væri virkilega lif- andi, — þá væri allt ekki eins vonlaust og hann hafði haldið. Þá væri til sú hönd, er útrétt væri til hjálpar öllum þjáðum og líðandi. Segjum nú, að Jesús kæmi hér inn í herbergið, liti til himins og segði: „Faðir, ég þakka þér, að þú ávallt bænheyrir mig“ — og Bianca risi síðan upp af dánarbeði sínu, alheilbrigð og hraust eins og hún var áður en hún slasaðist. Eugen vildi nú bægja þessum hugsunum frá sér, sem einhverjum órum eða hugarburði. Þetta kom honum algjörlega út úr öllu jafnvægi. En þessi frásögn Biblí- unnar hafði samt náð þeim tökum á honum, að hún vék ekki úr huga hans, hvernig sem hann fór að. Hann mundi enn vel eftir hinu „óskiljanlega“, sem hann merkti þegar hin ókunna kona flutti bæn sína fyrir Biöncu. Nú varð hann fyrir hinum sömu áhrifum, er hann las Jóhannesar-Guðspjallið. Þetta voru áhrif frá ríki, sem hann þekkti ekkert til en sem hann nú fyrst í dag hafði fengið að skyggnast inn í. Nú tók hann aft- ur Guðspjallið og fór að lesa meira um Hann, sem megnar að hjálpa í hvaða þrenging sem er og aldrei snýr baki við þeim, sem hrópa á Hann og í óumræði- legum kærleika sínum til syndugs mannkyns lét negla sig á krossins tré og úthellti þar heilögu Blóði sínu til friðþægingar fyrir syndir alls mannkyns og reis upp á þriðja degi, sem hinn mikli sigurvegari yfir gröf og dauða. Hvílík dásemd fyrir sundurkramið mannshjarta. Aldrei hafði hann lesið neitt þessu líkt. Enginn hafði heldur frætt hann um það, hve Jesús er hreinn, heilag- ur og hve sárt Hann kennir í brjósti um hin líðandi mannanna börn. 1 ljósinu sem lagði til hans frá Jesú, sá hann berlega sína synd og óhreinleika. Þegar hann nú öðru sinni las frásögnina um Lazarus varð hann fyrir djúptækari áhrifum en fyrra sinnið, því þá hafði athygli hans aðallega beinst að' Lazarusi, er var vakinn upp frá dauðum. En nú var það Jesús sjálfur, sem tók hug hans fanginn, og nú sá hann engan nema Jesúm, sem varð svo lifandi fyrir hugskotssjónum hans, að engu líkara var en hann stæði frammi fyrir HONUM. Hann fann hversu þurfandi hann var og í hjarta hans vaknaði þrá, til þess að þekkja betur hinn dýrðlega Frelsara. Án þess að hann eiginlega vissi, hvernig það hafði atvikazt, hafði hann spennt greipar og stunið upp sínum fyrstu bænarorðum til Drottins: „Láttu Biöncu lifa, lofaðu henni að lifa lengur. Læknaðu hana og í staðinn heiti ég þér því, að yfirgefa fimleikasviðið og þjóna þér til æfiloka." Allur ótti hvarf og nú nísti angistin ekki lengur hjarta Eugens en í stað þess fylltist það friði, sem hann aldrei áður hafði þekkt. Svo sannfærður var hann um það, að bæn hans var heyrð, að hann lagðist öruggur til svefns eftir hinar miklu vökur. Von bráðar svaf hann vært. . Er hann vaknaði snemma næsta morgun sá hann, að Bianca sat uppi í rúmi sínu. En kvöldið áður hafði

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.