Fagnaðarboði - 01.03.1958, Síða 5

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Síða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 ÞRIDJIJETTIIDURINH trúði eftki li mdttirrerh Drottins. Ræða Mich. B. W&de, ritstjóra „Hjemmets Venn“, Trondheim, er hann flutti í Gautaborg. Þrátt fyrir allt þetta héldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverk Hans; þá lét Hann daga þeirra hverfa i Jiégóma og ár þeirra enda í sJtelfingu ... Þeir beittu við Hann fagurgála með munni sinum og lugu að Honum með tungum sínum. En Jifarta þeirra var eigi stöðugt gagnvart Honum og þeir voru eigi trúir Sáttmála Hans. (Sálm. 78, 32—37). Dagar, sem hurfu í hégóma og ár, er enduðu í skelfingu! Sjötugasti og áttundi sálmur Davíðs talar til okkar um sögu ísraels. Hann segir okkur, hvernig Guð breytti við feðurna, hve ríkulega Hann blessaði þá. I sálm- inum segir svo: / augsýn feðra þeirra Jiafði Hann framið furðuverJt i Egyptálandi og ZóanJiéraði; Hann Jclauf Jiafið og lét þá fara yfir og lét vatnið standa sem vegg. (12.—13. vers). Þetta volduga máttarverk hafði komið fram við feð- urna. Sjálfir höfðu þeir gengið meðfram vatnsvegg. Og við lesum áfram: Hann leiddi þá með sJcýinu um daga og álla nóttina með eldsJdni; Hann Jdauf björg i eyði- 'kenna og áminna um það, sem Guðs er, ef einhver í sannleika elskar Drottin. Andi óvinarins svæfir til hirðuleysis og sljóvleika gagnvart því, sem Guðs er, og menn hugsa: allt verður einhvern tíma gott, því eilífðin er löng, og nægur tími til þroska, nægur tími til þess að taka afstöðu frá hinu illa, nægur tími að vera með Guði seinna, því allir fari einhvern tíma til Guðs og verði þar með Honum. Þeir gleyma dóminum — þeir gleyma valinu og laun- unum. Valinu milli Guðs dýrðar í sælulífi Jesú Krists, eða þess, að vera fjarri Guðs dýrð og augliti. Á jarðvistardögum okkar er val og bardagi, barátta trúarinnar. Eftir dauðann, hvorki val né bardagi. Mætti svo algóður Guð tendra eldkraft trúarinnar í hjörtum allra þeirra, sem sannleikann elska, svo þeir varðveitist fyrir trúna og berjist trúarinnar góðu bar- áttu. Megi þeir höndla eilífa lífið í dýrð Jesú Krists, höndla arf trúarinnar, hinna sönnu trúar, er Jesús Krist- ur er höfundur að, og kemur til leiðar með sínum. Kærleiki Guðs og náð sé vaxandi með þeim er Drott- in elska. — Immanúel. — Guðrún Jónsdóttir. mörJcinni og gaf þeim gnóttir að dreJcJca eins og úr stór- vötnum. (14.—15. v.) Og Hann bauð sJcýjunum að ofan og opnaði Jiurðir Jiiminsins, og lét manna rigna yfir þá til matar og gaf þeim Jiimnákorn; englábrauð fengu menn að eta ... (23.-25. v.). Maður skyldi nú ætla, að sú kynkvísl, sem hafði reynt allt þetta, myndi ávallt halda sér fast við Guð. Það gæti ekki komið fyrir, að sú þjóð gleymdi Guði né ef- aðist um undursamleg máttarverk Hans. En samt stendur í 32. versinu: Þrátt fyrir állt þetta Jiéldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverJc Hans; þá lét Hann daga þeirra Jiverfa í Jiégóma og ár þeirra enda i sJcélfingu. Vinir mínir, ég er knúinn af Drottni til þess að tala sérstaklega til ykkar um afkomendur þessarar bless- uðu kynslóðar, þriðja ættliðinn, sem eigi trúði á dá- semdarverkin. Fyrst má telja þá kynslóð, sem þessar dásemdir komu beint fram við. Síðan koma börn þeirra, þau eiga endurminningar um þær frá bernskuárunum, og loks kemur þriðji ættliðurinn, en þá er dásemdar- verkunum ekki lengur trúað, sem amma og afi segja frá. Barnabörnin vilja ekki gefa sig trúnni á vald og standa þar með í gegn því, að vakningin nái hjörtum þeirra. Og ef við lítum á þetta frá sagnfræðilegu sjónar- miði, sjáum við, að þetta sama endurtekur sig í hinum kristnu söfnuðum gegnum aldirnar. Við getum farið langt aftur í timann, allt fram á daga postulanna. Ef maður hefði nú verið uppi á postula- tímanum, segja menn. Það hlýtur að hafa verið dá- samlegt og mikilfenglegt að verða sjónarvottur að hin- um miklu og undursamlegu máttarverkum, er þá gerð- ust. Þá er dauðir risu upp, og ekki þurfti nema skugg- ann af Pétri bæri á einhvern hinna sjúku, þá varð hann heill. Haltir, blindir og lama menn hlupu um heilir fyrir það eitt, að heilagur Guðs maður gekk fram hjá þeim. Og er sveitadúkar eða forklæði af þjónum Drottins voru bornir til sjúkra viku sjúkdómarnir frá þeim. En hvernig fór fyrir postulasöfnuðinum, postulakirkj- unni? Hún varð að lokum kaþólks kirkja undir yfir- ráðum keisara, varð söfnuður, sem tilbað, stein- eða trélíkneskjur af Maríu mey eða öðrum dánum mönnum. Að slíkt og þetta skuli geta komið fyrir, að söfnuður heitur og lifandi í trúnni verði að lokum svo dauður og steinrunninn, sem raun bar vitni um. En svo kom fram Marteinn Lúther, spámaður sendur af Drottni. Hann var innilokaður í byrgi kaþólskra

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.