Fagnaðarboði - 01.03.1958, Síða 6

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Síða 6
6 FAGNAÐARBOÐI kennisetninga og siðvenja þegar Drottinn frelsaði hans sál, opinberaði honum og gaf honum þann boðskap að flytja, að frelsið, fyrirgefning syndanna, öðlaðist eng- inn nema aðeins fyrir trú. Á ríkisþinginu í Worms gekk Lúther fram, sem vottur Drottins og mælti hin víð- frægu orð: Hér stend ég. Ég get ekki annað. Guð hjálpi mér. Amen. Nú hlutu breyttir tímar að fara í hönd, er vottur Drottins var kominn fram. Sú varð líka raunin. Hópum saman snérust menn til lifandi trúar og sögðu skilið við hina kaþólsku kirkju með öllum sínum dauðu kenni- setningum. Biblían var nú prentuð fyrir almenning, svo hver og einn gat lesið hana. Almennur söngur var tekinn upp við guðsþjónustur svo öllum gafst nú tækifæri til þess að taka þátt í trúarlofsöngnum. Menn tóku að lifa frjálsu bænalífi og öðluðust vald og trú til þess að reka út illa anda. Maður skyldi nú halda, að hin lútherska trúarhreyf- ing, lútherska kirkjan, myndi ætíð varðveitast ófjötruð. En hvernig fór? Hún varð ríkiskirkja. Stjórn hennar er í höndum óendurfæddra stjómmálamanna, sem hafa ákvörðunarréttinn varðandi allt, er snertir starfsemi hennar. Það er óttalegt til þess að hugsa, hve allt er aftur orðið dautt og stirðnað. Sagan hefir endurtekið sig. Aftur sendir Guð spámann sinn og opinberaði honum, að trúuðum beri að taka niðurdýfingarskírn. Þar með hófst trúarhreyfing endurskírenda (baptista), og urðu margir baptistar áður fyrr fangelsaðir fyrir trú sína. En hvernig er ástatt meðal þeirra í dag? Enn sendir Guð spámann sinn, Englendinginn John Wesley, og skírir hann í Heilögum Anda. En eiginkona hans barðist sem æðisgengin á móti honum. Hún var réttnefnt verkfæri í höndum Satans og reis iðulega upp á samkomum, sem maður hennar hélt og hrópaði til mannfjöldans, að enginn ætti að hlusta á boðskap þann, sem maður hennar væri að flytja. En Wesley var ávallt hin sami auðmjúki þjónn og barðist í bæninni og játaði að hann væri sannfærður um, að Guð hefði gefið hon- um þessa konu, sem hann elskaði heitt og innilega alla æfi, svo hann gerðist ekki heimakær né vanrækti að ferðast um og útbreiða Fagnaðarerindið. Trúaráhrifa þessa mikilvirka og auðmjúka þjóns Drottins gætti um gjörvallan hinn enskumælandi heim, og þúsundir manna létu frelsast og Heilagur Andi féll yfir þá. Það var John Wesley, sem sagði þessi sígildu orð: „Færið mér hundrað predikara, sem hræðast ekkert nema syndina og byggja traust sitt eingöngu á Drottni. Það skiptir engu máli, hvort þeir eru iærðir eða leikir, aðeins að þeir séu menn, sem fá hlið Heljar til þess að skjálfa, menn, sem vinna að því, að Guðsríki verði á jörðunni“. Meðal hinna fyrstu, sem hlutu nú, guðlegar opinber- anir og vegsömuðu Guð í Heilögum Anda, voru fyrri tíðar meþódistar, sem nú fyrir löngu eru gengnir til hinztu hvíldar. Það var altítt á samkomum þeirra, að þeir lofuðu Drottin hástöfum. Kæmir þú á samkomu meþódista, nokkru áður en hún skyldi hefjast, þá voru margir þegar mættir, en þeir sátu þó ekki í sætum sín- um ,heldur voru þeir krjúpandi á bæn. Þú sást aldrei, eða örsjaldan, meþódista setjast án þess fyrst að hafa kropið til bænar við sæti sitt. Og undir boðun Fagn- aðarerindisins kom oft fyrir, að þeir í Andanum fyllt- ust fögnuði og gleðihlátri. En hvernig fór? Hvar er nú hinn innri fögnuður, sælu-unaðurinn, gleðilætin, sem allir vissu að einkenndi meþódista fyrrum daga? Það væri sannarlega óskandi, að vinir okkar meþódistar og baptistar hlytu úthellingu Andans í jafn ríkum mæli og fyrirrennarar þeirra, og að núverandi kynslóð næði að feta í þeirra fótspor. Enn á ný sendir Guð spámann sinn, Friðrik Franson. Hann var amerískur ríkisborgari en af sænskum ætt- um. Hann hafði verið aðstoðarmaður hins heimsþekkta trúboða Moodys. Franson hlaut smurningu Heilags Anda og var knúður í Andanum til þess að boða endur- komu Jesú Krists. Hann kom til Norðurlanda og er nafn hans alþekkt bæði í Noregi og Danmörku og einn- ig töluvert þekkt meðal Svía. Þegar hann dvaldist í Noregi, ferðaðist hann bæ úr bæ og hélt fjölmennar vakningarsamkomur. Það mun hafa verið á samkomum hans, sem það komst á, að fólk kraup sameiginlega til bænar á opinberum samkomum. Hvar, sem honum gafst tækifæri, vitnaði hann um Drottin, jafnt á göt- um úti, veitingarstöðum, járnbrautum eða skipum, því það þoldi enga bið, að kunngera Orð Drottins: Sjá ég kem skjótt. Franson flutti þennan boðskap af einlægri trúarsann- færingu. Hann lifði og starfaði í anda þessa boðskapar. Hann leiddi þúsundir manna inn á veg Drottins. Sumir þeirra eru enn á lífi, og mikill fjöldi barna og barna- barna þeirra tilheyra Drottni í dag. Eitt sinn var Fran- son dreginn fyrir rétt vegna starfsemi sinnar. Lögreglu- stjóri staðarins spurði hann þá við yfirheyrsluna með hverjum hætti hann bæðist fyrir. „Það skal ég sannar- lega láta herra lögreglustjórann heyra“, svaraði Fran- son og fór að biðja heitt og innilega fyrir lögreglu- stjóranum og öllu fólki hans. Mig minnir, að Franson hafi þá verið sektaður um fimmtíu krónur. Þegar hann kom til Álasunds var hann grýttur og rekinn út úr borginni. Var það hópur æstra og ofstopafullra manna, sem þar var að verki. Þegar hann flýði úr borginni und- an steinaregninu og hljóp út yfir Nörve, fórnaði hann höndum til himins og mælti þau orð, sem reyndust verða spádómsorð um þessa borg. „Eins og þið ofsækið og rekið mig nú út úr þessari

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.