Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 borg, á sama hátt munuð þið sjálfir verða að flýja reiði Drottins“. Skömmu síðar brann Álasund svo að segja til rústa. Var þá vestan fárviðri. Þetta skeði á bernsku-árum mínum, og ég minnist þess, að fólk í fæðingarbæ mín- um, Kristiansund, sagði veðurhaminn hafa verið svo ofboðslegan, að hjálparskip þaðan, hafi ekki komist leiðar sinnar til Álasunds, heldur orðið að snúa við til Hustavíkur vegna veðurofsans. Ibúar Álasunds urðu að flýja borg sína sökum hins ógurlega eldhafs og þeir FLÝÐU SÖMU LEIÐ, UT YFIR NÖRVE, eins og Franson hafði orðið að gera. Aðeins nokkur hús stóðu ósködduð eftir brunann. Þar á meðal, var húsið þar sem Franson hafði búið í, þá er hann dvaldi þar í borg. öll húsin þar í kring, brunnu til grunna. En eigandi þessa húss hafði fengið boð frá Drottni um að vera kyrr í húsi sínu, og það gerði hann. Sagt er að dóttir hans hafi viljað koma kommóðu og öðru verðmætu undan eldinum og hafi þess vegna komið því fyrir á öðrum stað, sem hún taldi óhultari. Þessi dragkista hennar og hitt annað dót brann til ösku, en eldurinn snerti ekk- ert af eignum föður hennar. Hin brennheita trúarboðun Fransons tendraði þann trúareld, sem bræddi saman í eina trúvakningarheild kristniboðsfélögin í Noregi, þau stóðu sameinuð undir hinum gullvægu einkunnarorðum: — Eining Guðs barna og frelsun syndara. En hvernig hefur þessum vinum okkar farnast? Ó, að þeir tímar kæmu aftur, að við fengjum að heyra boð- skapinn fluttan í anda fyrirrennaranna og finna hinn sama brennandi eldmóð, sem í ríkum mæli einkenndi allan flutning Fransons á Guðs Orði. Svo sendi Guð enn á ný spámann sinn, síra Bai'rett. Hann fór til Ameríku, skírðist þar í Heilögum Anda. Kom síðan aftur til Noregs og var þá eldheitur meþód- istaprestur, og með honum barst til Noregs tungutals- hreyfingin Þrátt fyrir allt þetta héldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverk Hans; Þá lét Hann daga þeirra hverfa í hégóma og ár þeirra enda í skelfingu. Ég byrjaði á postulakirkjunni og fór síðan í stórum dráttum í gegnum söguna, dró það fram, sem okkur er kunnast, svo við gætum fengið sem gleggst yfirlit yfir rás atburðanna og jafnframt séð -hvar okkar kyn- slóð er á vegi stödd. Henni hefir verið eftirlátinn mikill og dýrmætur arfur, en er þö nú andlega snauð og tötr- um klædd, eins og glataður sonur, er sóað hefir öllum arfi sínum. I söfnuðum kristninnar nú á dögum er mik- ill fjöldi frá „þriðja ættliðnum", sem kominn er inn í söfnuðina án þess að hafa hlotið endurfæðingu. Þeir hafa verið uppfræddir og uppaldir, já, beinlínis fóstr- aðir inn í samfélagið án þess að hafa hlotið trúarvissu frelsisins. Þeir geta ekki átt neina hlutdeild í hinu and- lega samfélagi Guðs barna, heldur eru aðeins meðlimir hvað hið ytra safnaðarform snertir. Þeir trúa ekki á kraftaverk Drottins, þótt þeir séu barnabörn ,,feðranna“ sem trúðu. Þetta er sorgleg staðreynd sögunnar, sem hefir hvað eftir annað endurtekið sig allt frá veldisdög- um og falli Israels. Þegar Guð úthellir blessun sinni er hætta á því, að mennirnir láti tælast til þess, að setja blessuninni skorður og skipuleggja hana sem ein- hvers konar safnaðar-réttindi og sér-eign, menn láta freistast til þess að notfæra sér þannig Guðs óverðskuld- uðu náð til okkar mannanna, til þess að komast til valda og virðingar. Mönnunum hættir við að vilja ganga fram í eigin valdi en ekki krafti Andans. Eftir daga í hégóma koma ár í skélfingu. Þá kemur tími reiðinnar. Gætum sjálfra okkar, því þetta er Orð Drottins til okkar í dag. Þú syndgar, ef þú í dag trúir ekki á máttarverk Drottins. I stað þess að láta hæðnislega, þá er þú heyrir um máttarverk Drottins á hinum síðustu tímum, skalt þú biðja Drott- in um að veita þér náð í trú, — og þú munt fá að sjá að Hann mun koma trúnni til leiðar og opinbera sig í undrum og kraftaverkum. Sá, sem þá trúir, mun bless- un hljóta. Gúð blessi ykkur í Jesú Nafni. I hjarta þínu er vöknuð heilög þrá eftir því, að fyllast hinni sömu trú og hinar heilögu trúarhetjur fyrr á tímum — að trúa á dásemd- arverk Drottins. I hjarta þínu ríkir hryggð vegna þess hve trúarlífi þínu er í mörgu ábótavant og þú hefir ekki náð að standa stöðugur í trúnni. Andinn í brjósti þínu hrópar: „Birtzt okkur á ný“. Endurnýja í okkur þinn Heilaga Anda og veit endurlífgunartíma meðal okkar. Slík bæn er Guði velþóknanleg, og sannarlega mun Hann endurnýja þig í trúnniJNokkuð stytt í þýðin-gunni). HVER, SEM VILL! Framháld af bls. 8. Ef maðurinn því endurfæðist ekki fyrir Orð Guðs og Anda hér á jörð, þá eru tækifæri hans öll úti, og Guðs- ríkið hulið honum eilíflega. En í dag óma hin yndislegu Orð af himni ofan: Ef nokkur varðveitir mitt Orð, hann skal aldrei að eilífu sjá dauðann. Hver, sem vill, hann taki ókeypis lífsvatnið. Hver hefir ráð á að loka eyrum sínum fyrir þeirri himnesku náð, sem ber til okkar svo mikilvægan boð- skap, þar sem Guð hefir gefið okkur alla möguleika, til þess að við getum numið Orð Hans, lært að þekkja vilja Hans, orðið hluttakar í guðlegu eðli og átt aðgang að öllum auðæfum Hans. Einar Einarsson. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði, simi 50075. — Afgreiðsla á sama stað. —

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.