Fagnaðarboði - 01.03.1958, Qupperneq 8

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Qupperneq 8
8 FAGNAÐARBOÐI 14vcr, scm vill! öllum mönnum er ljóst, að líf þeirra hlýtur að taka enda hér á jörð. Þess vegna þrá menn að eignast eilíft líf. Svo halda menn sig mikið vita um eilifa lífið, að til þess að geta eignast það, verða þeir að ástunda réttlæti og kærleika í allri sinni breytni gagnvart Guði og mönnum. Þeim er einnig kunnugt um, að þá skortír það rétt- iæti, sem fyrir Guði gildir. Samt vona þeir, að allt fari vel að lokum, og að Guð muni fyrirgefa það, sem vant- ar á réttlæti þeirra. Eftir dauðann muni því allt fara vel. Enda hafi þeir orð hinna mörgu fræðimanna fyrir sér í því efni. Guð mundi heldur ekki láta sig svo miklu skipta breytni einstaklinganna, þar sem Hann hafi svo mörgu að sinna. Þess vegna sé ekkert að óttast. Guð muni ekki láta neinn glatast. Því þurfi mennirnir ekki að hafa áhyggjur af því, sem við tekur, þegar þessu lífi lýkur. Væri þessu þannig varið, til hvers hefði þá Drottinn Jesús boðið lærisveinum sinum að fara út um allan heim og gera allar þjóðir að lærisveinum, skíra þá og kenna þeim að halda öll sín boðorð? Ef ekki þyrfti annað, en að deyja, til þess að eilífðin rynni manninum í brjóst, eins og af sjálfri sér, þá er ólíklegt, að Alvitur Guð hefði framselt sinn Eingetna Son sem lausnargjald, þar er engu væri frá að frelsa. Nei, sannleikurinn er sá, að Guð gaf okkur Jesúm Krist að Frelsara, til að frelsa mennina þegar í þessu ■lífi. Og í Honum eigum við endurlausnina, fyrir Hans Blóð fyrirgefning afbrotanna. Meðan við því lifum hér á jörðu, eigum við frjáisan aðgang að allri elsku Guðs og náðarverkum Frelsarans. 1 Jesú Kristi blasir kærleikur Guðs í allri sinni fyllingu við augum okkar, svo það eitt fullnægir hverjum syndugum manni, að játa syndir sínar, gera iðrun og ákalla Drottin, til þess að allar syndir séu honum fyrirgefnar og þeirra verði aldrei að eilífu framar minnst. Það eitt má því sízt af öllu gleymast, að hingað kom Drottinn Jesús Kristur sendur af Guði, til þess að af- klæða okkur hinum óhreinu klæðum ranglætisins og syndarinnar, og íklæða hinum hreinu réttlætisklæðum náðarinnar. Hér á jörð og í þessu lífi verður því endur- fæðingin að eiga sér stað. Ef svo væri ekki, þá hefði Kristur ekki komið hingað til að gera hreinsun synd- anna, eins og Guðs Orð kennlr. Því eftir dauðann, kem- ur dómurinn, en dómurinn mun leiða í Ijós, hvort náð Guðs hefir verið þegin, eða henni hefir verið hafnað. Eins og svo glöggt kemur fram í sögunni um ríka mann- inn og Lazarus. Ríki maðurinn sló iðruninni á frest og naut líðandi stundar í dýrðlegum fögnuði þessa heims. En Lazarus hafði lært að varpa öllum áhyggjum sínum á Drottin og vona einungis á náð Hans. Ríka mannin- um datt ekki í hug, að hann mundi vakna upp í kvöl- um fordæmdra, þar sem engar bænir hans yrðu fram- ar heyrðar. En Lazarus varð að trú sinni. Guð hafði staðið við öll sín Orð og fyrirheit. Niðurstaðan er því sú, að hér í lífi stendur opinn náð- arfaðmur Guðs og föðurhjarta, Föðurins, sem fús er að fyrirgefa hvert afbrot og synd. Eftir dauðann tekur við hin óumbreytanlega eilífð. Þeir einir, sem ritaðir eru í Lífsins bók geta komist þangað inn, þeir, sem hafa þvegið skikkjur sinar og hvítfágað í Blóði Lambsins. Þess vegna hefir Guð lagt svo mikið í sölurnar, til þess að maðurinn geti öðlast hlutdeild í hinni eilífu dýrð. Og þó á hið óskiljanlega sér stað. Að maðurinn, sem á kost á að lifa með Guði um alla eilífð, skuli láta glepja sér svo sýn, að hann leggi auðæfi eilífrar dýrðar í söl- urnar, vegna skammvinns synda unaðar. Framhald á bls. 7. Qre$traður með ‘Xrisii. Ég gekk með þér, Jesús, í greftrunar hyl. Ég gerði það fúsum af vilja. Því upprisudýrð þína öðlast ég vil, þess engan ég lengur má dylja. Þú komst hér með líf þitt og klæddir mig því. Þú komst, til að deyða minn vilja, svo Andi þinn lífgaði aftur á ný. Það auðmjúkur varð ég að skilja. Ég skírðist þér, Jesús, ég skírðist sem þú. Þú skrýðir og blessar minn anda. 0, gefðu nú, Drottinn ég gangi í trú, ég gangi til ódáins landa. Af skírninni táknmynd oss Skaparinn gaf; það skeði á dögum hans Nóa, er flóðgáttir himinsins færðu’ allt í kaf, öll fjöllin og tindana mjóa. Á vatninu bláa flaut aðeins það eitt, er elskaði’ og virti sinn Drottin. Allt syndanna mannkyn var dauðanum deytt, því dauðinn af syndinni’ er sprottinn. Hann lifir að eilífu, Lausnarinn minn. Nú lifi ég „dáinn“ með Honum. 0, viltu’ ekki strax koma, vinur, hér inn, og vera’ einn af himinsins sonum? K. K. 3. tbl. 1958 11. árg.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.