Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Þér eruS sált jaröarinnar. Kenningin átti ekki að vera eins og bragðlaus fæða. Hún átti að vera þrungin þekkingu á Guðs elsku og dýrð til okkar mannanna, í krafti Guðs Anda og verkandi Guðsrí kis-þ j ónustu. Job, þjónn Guðs, segir: Verður hiö bragðlausa etið sáltlaust? Job. 6, 6. Job fann, hve þekking vina hans á Guði var snauð. Drottinn sagði ... og Job, þjónn minn sfcál biðja fyrir yður, því aðeins vegna hans mun ég ekki láta yður gjálda heimsku yðar, með þvi að þér hafið ekki tálað rétt um mig, eins og þjónn minn Job. (Jobsbók 42, 8). Saltið má ekki dofna. Kenning Jesú verður að vera í sínu fyrsta gildi, fá að vera óbreytt frá því, sem hún var í fyrstu. Og á sama hátt þjónustan frá Hans vott- um. Guð gefi okkur náð. Við lítum áheyrendurna uppi á fjallinu. Þeir finna ,,bragðið“ af kenningunni, því öll Orð Meistarans voru þrungin lifandi, veitandi lífi, sem öll uppbyggðu til sælu, er aldrei mundi enda. Orð Hans voru ljós, sem upplýsti allt hugarfarið, svo hver limur yrði fullkominn og dýrðlegur í þjónustu Fagnaðarerindisins. Borg, sem stendur uppi á fjálli, fær ekki dulist. Og það skál verða á hinum siðustu dögum, að fjáll það, er hús Drottins stendur á, mun grundvállað verða á fjállatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu állir heiðingjar streyma. Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: Komið, förum upp á fjáll Drottins, til húss Jákobs Guðs svo að Hann kenni oss sína vegu, og vér megum ganga á Hans stigum; því að frá Zion mun kenning út ganga og Orð Drottins frá Jerúsálem. (Jes. 2, 2—3). Lærisveinarnir máttu ekki sofa í þekkingunni og vitnisburðinum um dýrð Drottins. Þeir máttu ekki setja Ijósið undir mæliker, heldur áttu þeir að setja það á' Ijósastikuna, þá' lýsir það öllum. Ætli mannfjöldinn hafi skilið, að þeir, sem hlustend- ur, væru jörðin, sem átti að fá fullkomið Fagnaðarer- indi með Kristi og síðar með lærisveinum Hans. Ætli þeir hafi skilið, að nú voru þeir komnir til húss Jakobs Guðs, og að þeir, sem heyrðu Orðið og tækju trú, væru sem ljósastikur, er bera ættu birtu út frá sér um alda- raðir til endurkomu Krists. Og hið sama er í dag. Niðurröðunin er hin sama. Allir, sem heyra Orð Jesú og varðveita það, eru sem ljós og ljósastikur, sem bera Ijósið uppi í vitnisburðinum um Guðs dýrð og ráð mönnunum til handa. Gegnum allar aldirnar rennur Guðs ráð út frá söfn- uðunum sjö, gullljósastikunum sjö, samkvæmt opinber- un Jóhannesar. Hver söfnuður hafði sitt erindi að reka, sitt verk að vinna. Og Kristur gengur á milli gull-ljósa- stiknanna. Hann lítur eftir því, sem Hann hefir falið sínum, og Hann gengur ríkt eftir því, að hver vinni sitt verk meðan dagur er. Hann gekk eftir því, að lærisveinarnir varðveittu saltið svo það dofnaði ekki, og að þeir létu ljósið lýsa. Og Hann gekk eftir því, að söfnuðirnir gættu hver og einn síns verks í auðmýkt og að verk þeirra hæfðu Hon- um, sem öil dýrðin ber, svo þeir hefðu hrós í sigrinum og arfinum með Honum. Hvað svo sem við erum, hver og einn okkar, þjónar eða lærisveinar, þá höfum hugfast, að Drottinn gengur um mitt á meðal sinna, til þess að áminna þá um að vera vakandi í verkinu, Hans verki, sem allt er til sigurs. Guð gefi okkur náð, til þess að vinna meðan dagur er. Koma Drottins nálgast. Drottinn! Tendra kærleika þinn æ meir í hjörtum þinna barna, svo ljós þitt lýsi óhindrað með fullkomnum krafti sannleikans. Enginn getur farið villtur vega, sem gengur á veg- inum með Jesú. Og hver, sem með Drottni Jesú geng- ur, fær ljós af Hans ljósi. Þannig urðu lærisveinar Hans- Ijós í Hans ljósi. I Jesú Ijósi eg geng í dag. 1 Jesú ljósi skírist. 1 Jesú ljósi eg fagna í dag. 1 Jesú ljósi skrýðist. Ljós Hans lýsti síðan út frá söfnuðunum til allra þjóða. Og þannig ber hverjum og einum, að halda trúarljósinu hátt í djörfung, svo ljósið fái borið birtu sína til dýrðar og sigurs í Krists Jesú sigurdýrð. Guðrún Jónsdóttir. LEIÐRÉTTING. I síðasta tölublaði Fagnaðarboða, í frásögninni „Bar- ið að dyrum“, féll niður málsgrein á 3. blaðsíðu. Á eftir orðunum — efst uppi undir hvolfþaki fjölieikahússins — (8.1. í 2. d.) á að koma eftirfarandi: Þau notuðu ekk- ert öryggisnet. Hann vissi því, að nú var úti um hann. En þá skeður hið ótrúlega, að allt í einu losnar kaðall og sveiflast til hans. Hann getur gripið um kaðalinn og með því bjargast hann frá hinu ógurlega falli. Enginn áhorfendanna hafði hugmynd um, að Eugen hafði þarna verið búinn bráður bani, þegar hann nokkrum sekúnd- um siðar lét kaðalinn létt og leikandi sveiflast með sig að slánni. Allir lustu upp fagnaðarlátum og héldu, að þetta voveiflega fall hans tilheyrði sýningaratriðinu. (Lesendur eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mis- tökum).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.