Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI Yegnriim* Jesús segir við liann: Ég er vegurinn og sannleikur- inn og lífið, enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig. (Jóh. 14, 6.) Menn gera sér ýmsar hugmyndir um, hvað við taki þegar lífi þeirra lýkur hér á jörð. Þeir byggja jafnvel upp í huga sínum heil trúarkerfi og fella inn í þau það, sem þeim finnst við eiga, hvort sem það er úr Biblíunni eða kennisetningar og hugmyndir fyrri- og nútíðar manna. Þeir gera engan greinarmun á, hvaðan það er fengið. Og árangurinn verður eftir því, þar sem hinn eina og sanna grundvöll vantar. Hver, sem því vill innganga til lífsins, verður að kasta öllum slíkum hugmyndum fyrir borð, og fara hinn eina veg, sem liggur til lífsins. Menn verða að læra að skilja, að í Jesú Kristi einum, eru allir fjársjóðir eilífðarinnar og fylling Guðdómsins fólgin. Það er því ekki neitt ann- að að gera, en að brjóta allar brýr að baki sér, því ekki er til neins að líta til baka, eða leita til annarra, svo berlega hefur það komið í Ijós að Hann EINN hefir Orð eilífa lífsins. Hér verður því að velja milli lífs og dauða, enda gerir Drottinn öllum lýðum ljóst, að um enga aðra vegi til lífsins er að ræða. Allt strit mannanna og sjálfsrétt- læti, verður því aðeins erfiði fyrir eldinn, eins og líka Gyðingarnir fengu að reyna, sem, vegna þess að þeir þekktu ekki réttlæti Guðs, leituðust við að koma á fót eigin réttlæti. Eins mun fara fyrir þessari kynslóð, svo framarlega, sem hún ekki gefur sig undir réttlæti Guðs í Kristi Jesú, þar sem Hann hefur bundið enda á lögmálið, svo nú réttlætist aðeins sá, sem trúir á Hann, er hefir fyrir- búið hverjum syndugum manni, sem iðrun gerir, full- komna lausn og fyrirgefning syndanna og afbrotanna. Þegar við því komum til þess að fræðast af Drottni Jesú, þá getum við því aðeins notið fræðslu Hans, að við leggjum niður allar hugmyndir um ímyndað rétt- læti og setjumst því næst við fætur Hans sem lítil og þurfandi börn, því þar höfum við fyrir okkur Lærimeist- arann, sem kominn er frá Guði og einn getur frætt okk- ur um Himnaríki og allt Hjálpræði Guðs. Kristur telur þá sæla, sem fátækir eru í anda, vegna þess, að þeir hafa ekki lokað sjálfa sig úti frá Himna- ríki, með heimspekilegu hugarflugi eða sjálfsblekk- ingum Lítum Sál, síðar Pál postula er sat við fætur Gam- alíels, til þess að hann uppfræddist í Ritningunum: 3 Lögmálinu og spámönnunum. Og hvernig hann kröftug- lega vandlætti fyrir Lögmáls-þjónustuna. Lítum Pál litlu seinna, eftir að hann hafði mætt hinum upprisna Frelsara, Drottni Jesú, Honum, sem hann áður ofsótti, og séð sjálfan sig, sem hinn fremsta syndara. Þá heyr- um við hann vitna svo kröftuglega um Krist, fórnar- dauða og upprisu Hans og frelsisverk, að aldirnar hafa ekki getað dregið úr hinum heilaga boðskap. Allt, sem hann hafði áður byggt traust sitt á, mat hann nú sem tjón hjá þeim yfirburðum, að þekkja Krist og ávöxt písla Hans, enda þótt honum væri vel Ijóst, að hann hafði misst allt Krists vegna, ættjörð, upphefð, metorð, aðdáun ættbræðra sinna og fjölda vina, vina, sem nú ofsóttu hann og sóttust eftir lífi hans. Nú gat hann hvergi verið óhultur. En allt þetta mat hann sem sorp á móti þeirri auðlegð að eiga Krist og reynast trúr í Honum. Þannig Ijúka postularnir, hver af öðrum, upp einum munni um það, að enginn þeirra hafi sér neitt til rétt- lætingar nema náð Drottins Jesú, og vita enga aðra leið til lífsins. Og þannig hefur Drottinn birzt öllum, sem ákallað hafa Hann í einlægni, sem hinn einasti veg- ur Hjálpræðisins. Og hverjum sem leitar Hans, birtist Hann, sem Ijós af hæðum, lýsandi þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, beinandi fótum þeirra á friðarveg. Einar Einarsson. Almennar samkomur. Boðun ‘Jagnaðarerindisins. Að Austurgöiu 6 HaHnarfíirði. á sunnudögum kl. 8 e. h. á þriðjudögum kl. 8 e. h. á fimmtudögum kl. 8 e. h. á laugardögum kl. 8 e. h. Að ‘Uörgshlið 12 Ttcykiavik. á sunnudögum kl. 2 e. h. og miðvikudögum kl. 8 e. h.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.