Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Fréttatilkynning varðandi ttEwópu-útvarp“« Sent Fagnaðarboða til birtingar nú þegar. Frá því snemma á árinu 1930 hefir forvígismönnum innan kristninnar verið Ijóst mikilvægi útvarpsins til út- breiðslu boðskapar lífsins, þ. e. Fagnaðarerindis Jesú Krists. 1 Bandaríkjum N-Ameríku og Kanada eru margar útvarpsstöðvar, sem vitað er um, að útvarpa efni, er snertir Fagnaðarerindið. Nokkar þessara stöðva eru reknar á verzlunarlegum grundvelli, en láta sitja í fyrir- rúmi, að birta efni varðandi boðskap kristninnar. Aftur á móti flestar þessara stöðva hafa á dagskrá sinni menn- ingarmái, uppfræðslumál og mál, Biblíulegs eðlis, en ekki verzlunarlegs eðlis og eru þær málgagn vissra stofnana, kirkjufélaga, trúarsamfélaga og ýmissa kristi- legra félaga. Það var þó ekki fyrr en árið 1931, að slík stöð var starfrækt utan Bandaríkja N. A. Það var í Ekvador í Suður-Ameríku, í Quito, sem er hátt uppi í hlíðum Andesfjalla. Þessi fyrsta stöð, „Pioneer Broad- casting Station, HCJB“ sem oftast gengur undir nafn- inu „Rödd Andesfjalla" hóf starfsemi sína á jóladag 1931. Síðan hefir þessi litla stöð vaxið frá lítilli sendistöð upp í það, sem hún er í dag, aflmikla alþjóðlega stuttbylgju- stöð, með sjö sendistöðvar. Hún sendir allan sólarhring- inn og hefir stórkostlegan útbúnað stuttbylgjuloftneta, svo hún nái til meginlanda Suður- og Norður-Ameríku, Ástralíu og Evrópu. Hún hefir yfir tvö hundruð manna starfsliði á að skipa, útvarpar á níu tungumálum. Henni hefur borizt til flutnings efni á dagskrá sína, að minnsta kosti frá 85 löndum. Þessi stöð er álitin einn öflugasti þáttur við boðun og útbreiðslu Guðs Orðs til ótaldra milljóna manna. Síðan „The World Radio Missionary Fellowship, Inc.“ sem er trúboðssamband í Bandaríkjunum og Ekvador í S.-Ameríku setti á stofn fyrnefnda stöð, hafa fimmtán aðrar slíkar stöðvar verið reistar, þrjár í Afríku, tvær á Filippseyjum, átta í Mið-Ameríku, tvær í Suður-Kóreu, ein í Alaska og ein á Hawai-eyjum. Fengist hafa leyfi fyrir fleiri stöðvum, og líklegt er, að á næstu fimm ár- um verði til viðbótar starfræktar rúmlega sex aðrar stöðvar, til þess að útbreiða frelsisboðskapinn á öldum ljósvakans um víða veröld. Samt sem áður, er engin slík útvarpsstöð í Evrópu, sem hefir algjörlega á efnisskrá sinni trúarboðskap kristninnar. Hinar álfurnar hafa slík- ar stöðvar, en ekki Evrópa. Því fer nú ver. Þó eru þar yfir sex hundruð milljónir íbúa með þriðjung allra við- tækja, sem til eru í heiminum. Mörg Evrópulönd taka alls ekki inn á útvarpsdagskrár sínar efni sem snertir Fagnaðarerindi Jesú Krists. önnur skammta því málefni mjög takmarkaðan tíma. Sum meira að segja takmarka þennan tíma allt niður í 3% af öllum dagskrár-tímanum. Einhverju af slíku efni mun þó vera útvarpað um aug- lýsingarstöðvar, en það kemur sjaldan fyrir, og er þá á mjög óhentugum tíma. Þá er og nokkrum dagskrár- liðum trúarlegs efnis útvarpað frá S.-Ameríku og Afríku og endurvarpað á stuttbylgjum til Evrópu. Þess vegna hafa forvígismenn innan kristninnar lengi þráð, að í Evrópu verði reist útvarpsstöð, sem eingöngu hafi á sinni dagskrá boðun Fagnaðarerindisins og að sú stöð nái um gjörvalla álfuna og til flestra landa í austri og vestri. 1 rúm tvö ár hefir „The World Radio Missionary Fellowship, Inc.“ haft til ýtarlegrar athugunar mögu- leikana á slíkum útvarpssendingum á meginlandi Evrópu. Þeir menn, er skipa fulltrúaráð þessa félagsskapar, hafa fundið sig knúða til framkvæmda, því þeir finna til bróðurskyldunnar og gera sér fulla grein fyrir því, er hinar 6 milljónir íbúa á meginlandi Evrópu eiga heimtingu á, og hinum andlegu og siðferðilegu þörfum þeirra. Evrópa er af sumum tafin mikilvægasta svæði heims, frá hernaðarlegu sjónarmiði séð sem öðru. Þess vegna hefir þetta fulltrúaráð falið Mr. Harold Van Broek- hoven að hafa á hendi hina yfirgripsmiklu rannsókn varð- andi þessar fyrirhuguðu útvarpssendingar. Á ferðum sín- um þessara erinda, hefir herra Broekhoven ferðast 138. 000 mílur um 22 lönd Evrópu. Frá því snemma á árinu 1941 og til ársins 1956, dvaldi Broekhoven í lýðveldunum, Nicaragua og Guatemala. En í síðarnefndu ríki vann Broekhoven meðal annars við að koma upp útvarpsstöð, er starfrækt yrði til boðunar Fagnaðarerindisins. „The World Radio Missionary Fellowship, Inc.“ hefir nú tutt- ugu og sex ára árangursríka útvarpsstarfsemi að baki, með rekstri sínum á útvarpsstöðinni HCJB „Rödd Andesfjalla”. Nú hafa þeir áhuga fyrir því að koma á stofn „Super“- sterkri lang- eða miðbylgjustöð í Evrópu, er gæti út- varpað Fagnaðarerindi Jesú Krists um gjörvalla álfuna frá vestri til austurs. Gert er ráð fyrir, að starfslið slíkar stöðvar væri eingöngu skipað Evrópu mönnum og stöðin hefði aðeins á efnisskrá sinni boðskap hinna evangelisku kirkna og hinna ýmsu trúarsamfélaga inn- Framháld á bls. 7.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.