Fagnaðarboði - 01.04.1958, Síða 6

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Síða 6
FAGNAÐARBOÐI tí ■hin sama verður ykkar. I Ritningunni segir, að Guð búi í lofsöngum Israels. Já, sannarlega býr Hann í lofsöng- um sinna barna. Ef þig þyrstir eftir ynnilegra samfélagi við Drottin þinn, þá úthell hjarta þínu í lofsöng til Hans, sem elskaði þig að fyrra bragði. Það var ekki fyrr en í marz mánuði, að augu mín tóku að ljúkast upp fyrir þessum sannleika. Hingað til hafði ég sýnt þessari ráðleggingu predikarans kulda og tómlæti, en nú fór ég að lofsyngja Drottni. Og svo fast knúði Heilagi Andinn á til þess að fá að ráða yfir tungu minni, að mig tók í kjálkana. Og nokkru síðar fékk ég af eigin reynd að skilja, hvað Jesús átti við, er Hann sagði: Sá, sern trúir á mig, úr hans kviði munu, eins og Ritningin hefir sagt, renna lækir lifandi vatns. En þetta sagði Hann um Andann, er þeir mundu fá, er gjörðust trúaðir á Hann ... Jóh. 7, 38—39. Og allt í einu kom kraftur Heilags Anda yfir mig, og ég varð sem laufblað í vindi, er dýrð Drottins fyllti sál mína. Viku síðar varð ég algjörlega frá mér numinn, er ég var á heimili mínu að lofsyngja Nafni Drottins. Rödd mín varð kristal-skær og ég söng sálm á ókunna tungu, með lagi, sem ég hafði aldrei heyrt fyrr. Drottinn gaf mér meira raddsvið og miklu hreinni og skærari rödd, en ég hafði nokkurn tíma áður haft. Þessari dýrð- legu stund gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Nálægð Drott- ins var greinileg. Nú gat ég tilbeðið Hann eins og ég hafði ávallt þráð, en aldrei áður getað. Þennan sunnudagsmorgun gaf Drottinn mér tungu- talsnáðargjöfina. Ég lofsöng Honum á fjórum tungu- málum. Síðdegis í kirkjunni, sama dag, greindi ég með fáum orðum frá þessari miklu náð, sem Drottinn hafði auð- sýnt mér. Og nú komu margir af hinum f jölmennu kirkju- gestum fram, til þess að láta frelsast. Þarna stóð ung kona. Drottinn hafði opinberað henni, að hún yrði heil af meini sínu, sjóntruflun, ef ég bæði fyrir henni. Er ég nú lagði hendur yfir hana fann hún kraft Drottins fara í gegnum líkama sinn frá hvirfli til ilja og samstundis varð hún heil. Fleiri sjúkir komu þarna fram til fyrirbænar. Þarna kom hjúkrunarkona, haldin ólæknandi sjúkdómi, að manna dómi, og öldruð kona, er var illa farin af húð- sjúkdómi, og Drottinn læknaði þær báðar. Nú hafði myndazt röð af fólki, er kom fram til fyrir- bænar og ég fann, hvernig mér var þrýst til þjónust- unnar, að biðja fyrir sjúkum. Mér bárust þær fregnir frá bænasalnum, að fólk skírð- ist þar unnvörpum í Heilögum Anda. Á einum degi hafði orðið gjörbreyting á þjónustu minni. En safnaðarbræður mínir urðu skelfdir og vildu ekki kannast við mig, sem einn af þeirra hópi. En eins og Moody sagði: Ekkert í þessari veröld getur fengið mig, til þess að snúa aftur til hins fyrra. Alger breyting verð- ur á þjónustu hvers og eins, er hlýtur skírn Heilags Anda. Ritningin verður ekki skilin nema fyrir Heilaga Andann. Vissulega er margvíslega farið með Guðs Orð og það túlkað á ýmsan hátt. f skólum okkar er álitið, að sé efnið nákvæmlega rannsakað með fullkominni þekkingu á hebresku og grísku sé unnt að kveða á um hina réttu og virkilegu meiningu bókstafsins, þess sem skrifað stendur. Haldið er að árangurinn af þessu verði bless- unarríkur, en ekkert er fjær sanni, þvi bókstafurinn deyðir. Guðs Orð er sæði. Sérhvert frækorn hefir hart hýði til varnar kjarnanum, sem fyrir innan er og lífið felst í. Þegar við erum bundin við bókstafinn eingöngu, þá erum við aðeins að fást við hið ytra, hýðið. En hvernig fáum við þá komist að kjarnanum, þar sem lífið er og krafturinn er fólginn. Vinir mínir! Það er Heilagi Andinn, sem gefur Orðinu líf. Takið frækorn, þrungið lífi, og setjið það í malar- kamb. Ekkert skeður. Jarðvegurinn verður að hafa sitt frjómagn á sama hátt og frækornið hefir líf í sér. Skírn Heilags Anda færir „jarðveginum“ líf. Þá verðum við ekki lengur bókstafsbundin, heldur í lifandi samfélagi við Drottin. Kennimanninum kemur ekki krafturinn frá Drottni fyrir lærdóm eða djúpvitrar ígrundanir á bókstafnum, heldur sem náðargjöf í hinu lifandi samfélagi við Drottin. Einmitt þessa hafði ég orðið áskynja á samkomum Branhams og einnig nú í minni þjónustu. Hvílíkur munur. Þegar ég bað fyrir sjúkum, megnuðu þeir ekki að standa, heldur féllu niður fyrir krafti Andans. Og er ég bað fyrir konu uppi á pallinum, er hafði æxli á úlnlið, hélt um meinsemdina og í Nafni Drottins bauð henni að hverfa, þá gerðist ekki aðeins það, að æxlið hvarf með öllu, heldur tók kona úti í mannþrönginni að hrópa: „Nú get ég séð, ég get séð. Ég, sem var með vagl á báðum augum mínum“. Slík máttarverk verða ekki fyrir bókstafinn, heldur hefir líf komist í jarðvegin. Verkin eru samfara Orð- inu með Heilags Anda fylltum þjónum Drottins. Það er líf í frækorninu, Orðinu, svo hið talaða verður. Það segir þér ekki einungis hvernig þú verður heill, heldur gerir Orðið þig heilan. Hvernig má þetta verða? Skeður þetta fyrir lærdóm og þekkingu predikarans? Nei, vinir mínir. Heldur fyrir lífið í frækorninu, hinn verkandi kraft Drottins í Orðinu. Hin eina bjargarvon heimsbúa nú á þessum síðustu tímum, er sú, að farnar eru miklar „herferðir" um allan heim, til þess að boða Fagnaðarerindið. Þar er mönnum þúsundum saman gefið tækifæri, til þess að heyra náðar- boðskapinn um frelsi, lausn og lækningu fyrir Blóð og benjar Jesú Krists. Hvarvetna eru mennirnir hungrandi og þyrstir og Frelsarinn segir: „Gefið þér þeim að éta.“

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.