Fagnaðarboði - 01.04.1958, Side 7

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Side 7
FAGNAÐARBOÐI 7 „Evrépu-iiitvarpa. Framháld af bls. ). an kristninnar, og væri svo sterk, að hún næði um alla álfuna. Stöð þessi skyldi starfa á sama hátt og „HCJB“ í Andes fjöllum. Engin efni yrðu flutt viðskiptalegs- eða stjórnmálalegs eðlis, en dagskrárliðum skipt réttiiega milli Biblíulegs efnis, uppfræðslu- og menningarmála. Eftir að hafa rætt oftsinnis um þetta mál við háttsetta opinbera ráðamenn og ráðandi menn innan kristninnar, er hr. Broekhoven ötull í hinu margvíslega samstarfi sínu við fjölda kirkna og trúarfélaga, sem beita sér fyrir því, að farið er með fjölda bænalista til áskriftar í nokkr- um löndum Evrópu. Kristnir menn, jafnt safnaðarmeð- limir kirkna sem annarra trúarsamfélaga ,sýna áþreif- anlega ,bæði í ræðu og riti, stuðning sinn við þetta mál- efni og frambera þá beiðni til „The World Radio Missionary Inc.“ að allt verði gert til þess, að koma á fót „Evrópiskri HCJB sendistöð". Síðustu skýrslur, frá 7 Evrópulöndum, sýna, að yfir hundrað þúsund manns, hafa þar skráð nöfn sín á bænalista. Á sama tíma er jafnframt haldið áfram verkinu í 10—12 löndum öðrum, og um leið keppt að því marki, að ná til viðbótar 150.000 til 200.000 áskriftum á næstu mánuðum. Samt sem áð- ur verður „The World Radio Missionary Fellowship Og nú spyrjið þið: „Hvernig?" og svarið er þetta: Gangið frá öllu hinu fyrra, hinni dauðu bókstafsþjón- ustu, eins og Páll postuli, og fyllist eldkrafti Heilags Anda til þjónustunnar, krafti Andans er sjálfur Drottinn framgekk í og hefir gefið ykkur fyrirheitið um. Nýtt tímabil er að hefjast. Þegar er farið að lýsa af nýjum degi. Nú eru spádómar Hósea að uppfyllast, er hann talar um hið fyrra og síðara regn. Ekki aðeins síðara regnið, vinir mínir, heldur einnig fyrra regnið, með slíkri dýrðar-blessun, er fyllir allt í öllu, svo aldrei hefir annað eins þekkzt fyrr á jarðríki. Ég fékk forsmekkinn að þessu á samkomum Bran- hams, og þar með hvarf ég að fullu og öllu frá hinum dauðu erfikenningum. En stundin er að koma, þá er gjafir Andans skulu falla sem blessunarskúrir í slíkum ómótstæðilegum krafti og dýrð, að allt, sem við höfum séð hingað til verður aðeins sem hinir fyrstu regndropar á undan skúrinni. Þér heilögu Drottins! Sjá, dagar dýrðarinnar eru að koma. Grein eftir Lennard Darbee. (Noklcuð stytt í þýðingunni). Inc.“ ekki háð neinum félagssamtökum né sérstökum nefndum í Evrópu. Kappsamlega, en þó með forsjá, halda brautryðjend- ur Andesfjalla-stöðvarinnar áfram þessu áhættusama verki, þessu trúarskrefi, og biðja öll Guðs börn, hvar sem er, að sameinast í einlægri bæn til Guðs, að' Hann greiði fyrir framgangi þessa máls, en þó aðeins, að þetta sé samkvæmt vilja Hans. Þeir viðurkenna, að menn- irnir eru vanmáttugir og margar óyfirstíganlegar hindr- anir verða á veginum við slíkt risa-framtak, og því að- eins, að ef Drottinn er í liði með þeim, sé hægt að vænta að þessar framkvæmdir verði leiddar til farsælla lykta. Á Ritningar Orðunum Jeremía 33, 3. byggja þeir allt starf sitt varðandi „Evrópu-útvarp“. Unnið er að þessu beggja megin Atlantshafsins, og gerðar nákvæmar rannsóknir á öllu, sem viðkemur hin- um tæknilegu og skipulagslegu atriðum, er snerta Evrópusendistöð. Hið fyrsta sem gera þarf, er að fá leyfi fyrir bylgjusviði og tíðni fyrir útvarpssendingar. Foráðamenn „The World Radio Missionary Fellow- ship, Inc.“ álíta, að einlægar og kröftugar bænir Guðs barna, bornar fram með skilningi, séu árangursríkar og geti borið jafn mikinn ávöxt nú 1958 varðandi „Evrópu- útvarp" eins og þær gerðu árið 1930. Þegar verið var að koma á stofn stöðinni „HCJB“ í Quito. Þó nú þegar hafi náðst mikill árangur, með því að keyptur hefir verið tími hjá útvarpssendistöðvum til útbreiðslu Fagnaðarerindisins, þá er fullvíst, að sendi- stöð, sem væri eingöngu til eflingar kristninnar mundi stórlega auka áhrif og útbreiðslu Guðs Orðs meðal mill- jóna Evrópubúa, sem hlusta á langbylgjustöðvar. Áætl- að er, að yfir 90.000.000 viðtækja séu að jafnaði í notkun í Evrópu, eða rúmlega þriðjungur allra viðtækja í heim- inum. Full dagskrá, sem útvarpað væri um kraftmikla sendistöð myndi að miklum mun auðvelda útbreiðslu Fagnaðarerindisins til milljónanna, sem boðberar Orðs- ins ná ekki til. Aðalforráðamenn evangelískra trúarsafnaða og sam- félaga í Evrópu og N.-Ameríku hafa látið í ljós mikinn áhuga fyrir þessu fyrirhugaða „Evrópu-útvarpi“. Gerð- ar hafa verið ráðstafanir, til þess að koma á fót í Ev- rópu leiðbeinandi ráðum, en slík ráð eru nú þegar starf- andi í N.-Ameríku. Haldið mun vera áfram rannsókn- um og reynt að skýra þetta mál fyrir fólki í ýmsum löndum og þess fastlega vænzt, að nauðsynleg leyfi fyrir þessari útvarpsstöð fáist hjá einhverju ríki í Evrópu. Harold Van Broekhoven, 81fl Knapp St., N. E., Grand Rapids 5, Michigan.

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.