Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBO ÐI K * K * K * Xinga síúlkan og guðnýðingurinn y % * y % y % & Margir kannast við hinn svarna andstæðing Fagnað- arerindisins, guðsafneitarann Robert Ingersoll, eða, eins og hann var oft kallaður, Bob Ingersoll. Þegar, hin síður en svo merka, starfsemi hans virtist standa sem hæst, hélt hann fyrirlestra í hverri stórborginni á fæt- ur annarri, þar sem hann talaði á móti Heilagri Ritn- ingu og frelsinu í Jesú Kristi og reyndi með öllu móti, að brjóta niður trúna á hinn upprisna Frelsara. Á þessum fyrirlestraferðum sínum kom hann öðru hverju til Los Angeles, í Kaliforníu. Þar í borg átti hann marga vini og áhangendur meðal þeirra manna, sem álitnir eru vera sólarmegin í lífinu, sökum mannvirð- inga eða góðra efna, en, sem oft reynast, við nánari kynni, vera í niðamyrkri vansældar og telja sjálfa sig yfir það hafna, að leiða hugann að boðskap Jesú Krists. Þegar nú Bob Ingersoll, einu sinni sem oftar, kom til Los Angeles og átti að tala þar í Frímúrara-reglunni, gisti hann á ríkmannlegu heimili vinar síns, sem átti unga dóttur. Hún var fríð og tiginmannleg í allri fram- komu, hafði framúrskarandi fallega söngrödd og var auk þess gædd óvenjumiklum tónlistarhæfileikum. Ekki var þó laust við, að brigði fyrir ertni í fari hennar, eins og títt er um unglinga. Þótti henni stundum gaman að koma Ingersoll í hálfgerð vandræði, því henni var frem- ur lítið um þennan vin foreldra sinna, án þess þó að geta -gert grein fyrir, hvers vegna. Nú var sá dagur kominn, þegar Ingersoll skyldi halda fyrirlesturinn. Hann lék á als oddi og við hádegisborðið lét hann í Ijósi ánægju sína yfir tilhögun kvöldsins. Hann snéri sér að hinni ungu heimasætu og sagði: „Svo leik- ur þú auðvitað á hljóðfærið og syngur eitthvað fyrir okkur í kvöld?“ „Æ, leyfið mér að sleppa við það. Ég vil helzt ekki syngja í kvöld,“ sagði unga stúlkan. En fyrir þrábeiðni Ingersolls, sagði hún þó að lokum, eins og til þess að stríða honum: „Ef ég má sjálf ráða, hvað ég syng, þá skal ég samt gera þetta fyrir yður“. „Já, þér er það velkomið. Syngdu bara það, sem þú vilt“, sagði Inger- soll, hinn ánægðasti. Allt var upp á hið fullkomnasta þetta kvöld í hinum íburðarmiklu salarkynnum Frímúrara-reglunnar. Glæsi- legur hópur háttsettra karla og kvenna var þarna kominn, til þess að hlýða á einn forvígismann hinna mörgu, sem leitast við að rífa niður Fagnaðarerindi Jesú Krists. I kvöld átti sannarlega að knésetja Nazareann og vini Hans, Jesúm, sem mælti: ,,Himinn og jörð munu líða undir lok} en Orð mín munu álls ekki undir lok liða“. Nú skyldi kenning Hans hrakin lið fyrir lið, og Orð Hans með öllu gerð ómerk. Unga stúlkan bar höfuðið hátt, er hún nú gekk að hljóðfærinu. Hún var falleg og tíguleg í hvíta kjólnum sínum. Að stundarkorni liðnu, fylltu tónarnir hinn stóra samkomusal, og hinir samkvæmisklæddu gestir heyrðu sunginn sálm. Efni hans var með öllu frábrugðið því, er þeir voru vanir að safnast saman, til þess að hlýða á. Að þeir myndu heyra eitthvað þessu líkt þarna um kvöldið, hafði sannarlega engum þeirra komið til hugar. Röddin, sem nú hljómaði um allan salinn, var þrótt- mikil, hrein og hljómfögur. Frá hjarta ungu stúlkunnar steig söngurinn til himins, því inni fyrir var hungur og þrá eftir hinum lifandi Guði. Hún söng þennan yndis- lega sálm: Jesús, undra elskan þín, í það skjólið nú ég flý. Hjálparvana hrópa ég því. Heyrðu neyðarköllin mín. Lægðu sterkan storm á dröfn. Styð mig þinni helgu mund, svo ég lendi heill í höfn, í himinsælu, á lausnarstund. Aðra stoð ég enga veit, er neitt líkist þinni hjálp. Mín er bæn og beiðni heit, blessa mig, þú Lífið sjálft. Þér er ljúft að líkna þeim, er leita þín í sárri neyð. Vef mig þinni vernd og geym, svo væran fái ég minn deyð.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.