Fagnaðarboði - 01.01.1963, Qupperneq 2

Fagnaðarboði - 01.01.1963, Qupperneq 2
2 FAGNAÐARBOÐI Hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin. Þessi þyrnanna og þistlanna jörð hverfur. En á hinni nýju jörð verða engir stingandi þyrnar. Þar verður aldrei talað urn neitt, nema kærleika Guðs, aldrei hugsað urn neitt, nema hina ríku, sönnu og varanlegu elsku Hans, sem ekkert lét ógert, gaf Son sinn Eingetinn, mönnunum til lausnar og lífs. Lítum nú yfir liðið ár. Höfum við liaft nýjan him- in og nýja jörð með Kristi sem takmark og keppt að þvi á árinu, eins og vera ber? Kemur þá ekki i ljós, að keppt hefir verið að öðru og árságóðinn orðið annar. Alla ætti að þyrsta eftir líf- inu i Kristi, svo þeir megi ná inn þangað þar sem réttlætið býr og jafnframt hvetja aðra, til þess að keppa að hinu sama — nýjum himni og nýrri jörð með Kristi. Það er furðulegt, að árið skuli geta liðið án þess að menn lieyri nokkurn tíma, i ræðu eða riti, minnst á nýjan himin og nýja jörð. Sjaldan eða jafnvel aldrei heyrist talað um þetta, en öll liugsunin og umræð- urnar snúast um það, hvernig umskapa megi lieiminn, gera liann nýjan og friðsælan. Og íslendingar vilja ekki vera neinir eftirhátar á því sviði. Þeir vilja sannarlega leggjá fram sinn skerf til þeirra mála. Ef rétt er frá greint að skotið sé á gamlárskvöld flugeldum og öðru þvi líku fyrir milljónir króna, sýnir það m. a. livers kyns viðleitnin er. Mennirnir ætla sig keppa að friðsemdinni með blysum, brennum, flug- eidaskotum og öðrum þess háttar látum. En hve menn elska litið heimilisfriðinn. En hve þeir meta lítils frið og kyrrð náttúrunnar, þar sem allt hvílist, til þess svo að vakna og lofsyngja skapara sínum. Ekki er fráleitt að ætla, að fengju mennirnir vakið þetta kvöld allt og alla upp til öskurs með sér, myndu þeir gera það. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Á þessu eiga kristnar þjóðir von, að allir þeir, sem 6uðs náð og sannleika hafa virt og þjónað Kristi, skrýðist réttlætisskarti Hans. En hvað gengur að þjóðum og einstaklingum? Hvi þrá ekki allir, já, meira að segja, leggja sig ekki allir frám, til þess að eignast hlutdeild í því, sem Jóhannesi var oþinberað í þessari dýrðarsýn. En þar skörtuðu allir í skrúða réttlætisins, er þeir liöfðu hlotið fyrir trú á hinn krossfesta, upprisna Frelsara. Eins og það rættist, að Hann fæddist í holdi hér á jörð og dó fórnardauða á krossi, eins verður þetta veru- leiki, — horgin lielga stígur niður af liimni, húin sem hrúður, eins og Jóhannesi var birt í sýninni. Allt Guðs Orð rætist, þetta uppfyllist. Þetta er það, sem Guðs börnin eiga að vera vakandi fyrir að rætist og þá jafn- framt keppa eftir að fá íklæðst þessu dýrðarskarti réttlætisins. Við erum að húa okkur undir að taka á móti nýju ári, sem við vitum ekki livað her í skauti sínu. Þó er eitt víst, að það mun hafa sínar sorgir og sína gleði. Og nú eru allir að bíða eftir þvi, nýja árinu. En livern dag, já hverja stund, eiga Guðs börnin að vera að híða þess, að dýrð Ivrists fullkomnist til þeirra. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og Hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk Hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Þetta verður hin mesta dýrð, sem nokkru sinni hefir birzt meðal mannanna. Dýrðin var mikil, þá er Kristur fæddist hér á jörð holdi klæddur. Og dýrðin var mikil, þá er Hann aftur birtist sínum eftir upprisuna. En nú opinberast fylling dýrðarinnar, verk Guðs Sonarins fullnað í fullkomnum dýrðarávexti. Verk Hans hefir ekki numið staðar — í gegnum ald- irnar. Hann hefir uppfyllt allt, sem Hann hefir sagt og lofað. Hann liefir í gegnum aldirnar verið að mynda og móta sína brúði. Þegar svo menn, þjóðir og einstaklingar, sem ekki hafa gefið sér tíma, til þess að sinna þjónustunni við Guð, sjá nú þetta fram koma, verða þeir að viður- kenna, að brúðurin er komin, mynduð og mótuð fyrir Krist.Allt hefir þá rætzt. Hún er komin i dýrð og mætti Ivrists. Hún skartar og lofsyngur frammi fyrir Honum. Og allir taka undir á himnum. En jarðarhörnin kom- ast að raun um, að þau geta ekki tekið undir þennan söng. Þó allt væri samfelld söngflokkaröð á jörðunni, en fyrir utan Krist og lifið í Honum, væri ekki unnt að eiga neina hlutdeild í þessum dýrðarlofsöng. Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna ... Guð sjálfur mun vera hjá þeim. Þannig fékk Jóhannes að sjá verk Ivrists í gegnum aldirnar, allt þar til Kristur kemur aftur og brúður Hans birtist. Og Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra___________ Þótt allar milljónirnar, öll mannanna böm væru að gráta í kvöld, mundi Hann þerra hvert tár af augum þeirra, aðeins ef mennirnir vildu koma til Hans, •—

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.