Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 1
En leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki TRU HUNDRAÐSHÖFÐINGJANS Rn er Haim gekk i/m í Kapernaum, kom til Hans h/indr- aðshöfðingi'; bað Hatm og sagði: Herra, sveinn miim liggur heima lami og er m/og þ/i/igt haldiim. Og Ha/m segir við hann: A ég að ko/iia og lœkna hanrí. (Matt. 8:5 -7). Hér var um val að ræða. Allir hafa frjálsræði til þess að velja og hafna. Eftir vali hvers og eins, fer það sem hann höndlar. Trúarverk Frelsarans Drottins Jesú höfum við fvrir okkur sem og alla möguleika til að velja og hafna. Svo var það einnig hvað þennan höfðingja snerti er drottnaði vfir fjolda manna. I auðmýkt og ráðaleysi sínu kemur hann til Meistarans. Hann hafði gert upp hug sinn, tekið sitt val. Allar leiðir voru lokaðar, nema sú eina að knýja á náðardyrnar, því nú lá mikið við. Jesús ber saman trú ísraelsmanna og trú þessa manns er nú leitar máttarverksins fvrir þjón sinn. Israelsmenn, er þar voru staddir með Jesú, hlustuðu á. Þeir þekktu Ritningarnar en ekki mátt Guðs. ísraelsmönnum til- heyrði trúin, verkandi, máttug trú. En sjáandi sáu þeir ekki, því fvrir þeim var hin verkandi máttuga trú sem eitthvað úrelt, tilheyrði því sem var löngu liðið. En trúin er dauð án verkanna, og Drottinn Jesús þráir verk sinnar trúar, þráir að opinbera verk sín með þeim er á Hann hlvða. Margvísleg trúarbrögð eru til í veröldinni. Ekki er ýkja langt síðan við Islendingar gerðum okkur skurð- goð og tilbáðum þau, og nóg er enn til í heiminum af átrúnaðargoðunum, hverju nafni sem þau kunna að nefnast. Andi myrkurs er þar á ferð með sínar blekking- ar og þjóna er að slíku táli vinna. Allir ganga þeir fram hjá Guðs-Syninum, Orðum Hans og verkum, rétt eins og Hann hafi komið til þess að halda mann- kyninu í myrkri. Hrœsnarar, vel hefir Jesaja spáð 11/11 yður, er hann segir: Lýður þessi heiðrar mig með vörunu/11, en hjarta þeirra er langt / burtu frá /uér; og til einskis dýrka þeir mig, erþeir kenna lcerdóma, seni eru manna boðorð. (Matt. 15:7-9) Þannig var málum háttað á hérvistardögum Jesú. Svæfum ekki trú okkar með manna boðum og kenn- ingum. Gleymum ekki kærleika Guðs til okkar mann- anna barna, verki Guðs-Sonarins. Fylgjum Honum eftir á göngunni, höndlum það sem Hann gefur af ríkdómi náðar sinnar, svo ávöxturinn verði Hans, Honum til lofs og dýrðar, því máttarverk Hans falla ekki úr gildi. Sumir halda sér við andatrú og ætla að sú þekking sem þaðan er heimt sé af sömu rót sprottin og verk Meist- arans. Hann er Sannleikurinn með Orði máttar síns. En verum vakandi fyrir því, að andkristurinn er með sitt á boðstólnum, vinnandi að því að gera Sannleikann að lygi. Til blekkingar er þar mörgum tálsýnum beitt og þjónar hans taka jafnvel á sig mynd réttlætisþjóna. En þekkjum Sannleikann sem gerir alla frjálsa, svo Framhald á bls. 3

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.