Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 sem hefur sigrað þær allar Frelsarann okkar Drottin Jesúm Krist. Baráttan, sem við eigum í, er ekki við b/óð og bo/d, heldnr við tignirnar og völdin, heimsdrottna þessa mjrk- urs andaverur vonskunnar / himingeimnum. Þetta er andleg barátta og til hennar þurfum við Andleg vopn sem Kristur einn getur gefíð sínum • börnum. Traust okkar verður því að vera bundið Guðs elsku í Kristi og tilhneigingin til að treysta mönnum og málefnum algjörlega að víkja. Enda segir Ritningin: „ Vonið á Drottin, Hann mun veljyrir sjá.“ Freistingarnar þrýsta alls staðar að og þurfum við að vera viðbúin því að standa í gegn þeim. Það gerist ekki með því að tala eða syngja um þær eða með því að skrifa niður Ritningarstaði. Nei, Orð Guðs, verður að búa í okkur og vera það líf og stvrkur að við vonum á Hann einan. Annars hrösum við stöðugt. Við megum gefast Guði á vald svo Hann vinni það stórkostlega kraftaverk, að við fáum hugarfar Krists og Hann ríki í okkur. Söfnuðir frumkristninnar voru fylltir Fleilögum Anda og skýrir það hversu styrkir þeir voru. Fremur létu þeir kasta sér fyrir ljónin en að afneita Nafni Jesú. En sömu/eiðis hjálpar og Andinn veikleika vornm; því að vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber; en sjá/fur Andinn bíður fyrir oss með andvörpnnnm, sem ekkiverður orðum að komið. (Rómv. 8:26.) Heilagi Andinn þekkir alla okkar veikleika og van- rækslur og vill gefa sigur vfir þeim. Flans hjálp er til reiðu og Flann býður okkur að biðja til að öðlast. 1 Kolossubréfinu 1:11 12 biður Páll að þér: f 'erðið styrktir með hvers konar krafti eftir mœtti dýrðar Hans, svo að þeir fy/list þolgœði í hvívetna og umburðar- lyndi oggetið með gleði þakkað Föðurnum, sem hefur gjört yður hœfa ti/ að fót hlutdeild í arfleifð hei/agra í Ijósimt. Kristur þráir að fullkomna sína brúði, sem er Hans söfnuður, sér til dýrðar. Flann klæðir hana stvrkleika, langlundargeði og þolgæði í hvívetna. Flenni bcr að vera fagnandi og stöðug í samfélagi við brúðguma sinn, Drottin Jesúm Krist. Við þurfum hreinsun synda okkar í Fórnarblóði Lambsins til að nálgast Flann. Þá vcrður andinn frjáls og fagnandi i bæninni. Finn í dag fyllir Jesús börnin sín sannfæringarkrafti Anda síns til að styðja og endurnýja þá sem Honum tilheyra. Dýrð sé Guði. Drottinn, gef okkur skvra aðgreiningu á því, hvað er synd og heimur, hvað cr blekking og hvað er sannur Guð. Notum tímann í Hans undursamlegu nálægð, þá upplvsir Hann sálarsjón okkar svo við munum skilja hver sú von er sem Hann hefur kallað okkur til. Eftir því sem við nálægjumst Jesú meira því öruggari erum við um að geta staðist. Biðjum Drottin að styrkja okkur í hverju einu sem Flans Anda er, kærleika sem er ávöxtur Andans. Biðjum að Flann dragi okkur nær sér, að við hötum deyfð og svefn sem hindrar nærveru Hans. O Drottinn, gef okkur þitt hugarfar og stöðug- lyndi svo við göngum með þér alla daga. Það getum við ekki í eigin krafti, heldur aðeins í hinum undursam- lega krafti Heilags Anda, fyrir náð. Þeir, sem vona á Drottin,fá nýjan kraft. TRÚ HUNDRAÐSHÖFÐINGJANS Framhald af bls. 1 eins og Páll postuli segir, að trú okkar sé ekki byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs. Vér biðjum í Krists stað: Látið sœttast við Guð; þann sem þekkti ekki synd, gjörði Hann að synd vor vegna, til þess að við skyldum verða réttlœti Guðs /Honum. (2. Kor. 5:20-21) Við getum ekki verið sátt við Guð fyrr en við þiggjum það verk er Kristur vann okkur til handa í fullkominni náð, svo við njótum þess í sigurdýrð friðarins, þar sem óttinn er að engu gerður. Því allir geta fengið örugga sannfæringu hlotið siguraflið með þeirri trú er stendur til boða fyrir þekkinguna sem opinberuð er öllum Guðs elskuðu. Þeir sem ekki þræða veginn sem Guðs-Sonurinn hefir fyrir lagt, eru að fullu ósáttir við Guð. Við biðjum í Krists stað - látið sættast við Guð. Við erum sátt við Guð, ef við gerum Hans vilja - afdráttarlaust. A vegi Jesú erurn við samverkamenn Hans. Við getum ekki átt samfélag við Guð fyrir utan Friðarhöfðingjann, Drottin Jesúm, sem keypti okkur og leysti til eilífs lífs með Fórnarblóði sínu á krossinum. Færum Guði lofgjörð, Honum sé dýrð fyrir Soninn elskaða er hefír máttinn og sigurinn fyrir sína. Það ^r hjarðarinnar verk að vera vakandi og viðbúin þegar Brúðguminn kemur með launin með sér. Náðin Drottins Jesú nægir þeim er Guð elska. Guðrún Jónsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.