Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.01.1986, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Og kona, sem haföi haft hlóölát í tólf ár og variö allri eigu sinni til Icekna, en eigi getaö fengiÖ lækning hjá neinum, kom aö haki Honum og snart fa/d yfirhafnar Hans; stöövaöist þá þegar í staö hlóÖlát hennar. (Lúk. 8:43-44) En Jesús sagði: Einhver snart mig, því aö ég fann aö krafturgekkú/f frá mér. (Lúk. 8:46) Um leið og trú hennar sýndi sig í vitnisburðinum, gerðist verkið. Við verðum að fylgja trúnni eftir, til þess að hún beri ávöxt máttar síns. Þú ert sjúkur og heldur þig vita, að Jesús Kristur geri sín lækningarmáttarverk á sjúkum enn þann dag í dag, og þú óskar þess að fá að verða einn þeirra. Með sáluhjálplegri trú heimtir þú aftur hið tapaða, þ.e. samfélagið við Guð og nýr maður kemur í ljós. Þú verður nýr maður, þar sem allt hið gamla er að engu orðið. I samfélaginu við Krist verður maðurinn ný skepna, hrifínn burt frá valdi dauðans. - því það var og er / Krisfi, setn Guð sœtti manninn viö sig. I sam- félaginu við Krist, göngum við í ljósi Lífsins. Þá efumst við ekki lengur um, að Guð er góður, og engar tafír verða frá náðarhendi Hans. Minnust þess, aö Drottinn Jesús segir: . . og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. (Jóh. 6:37) Ef tafir verða á bænasvarinu, þá mátt þú vita, að þær eru augljósar Guði, því að ekkert dylst fyrir augliti Hans. Fylgjum þá trú okkar eftir og sýnum í verki, að okkur sé alvara með bæninni til Hans. Gefumst ekki upp, heldur knýjum á, vitandi, að Hann rekur okkur ekki burt. Levfum Guði að gefa okkur nýtt hjarta svo trúin hreinsi burt allar efasemdir. Þegar [esús kallaði lærisveinana frá verki þeirra til fylgdar við sig, gerðu þeir engar athugasemdir við það að verða mannaveiðarar. Mötmælalaust yfirgáfu þeir sín verk til þess að eftirleiðis lifðu þeir í fylgdinni mcð Hötundi trúarinnar. Guð þráir, að verk Hans opin- berist, þráir að verk sín gerist með mönnunum. Öll eru þau í fullkomnum kærleika gefin, sem ávöxtur hlýðninnaf við boð Guðs. Þú skalt e/ska Drottin, Gnð þinn, af öllu hjarta þínn og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. (Matt. 22:37) Það má ekki vera aðeins um hátíðir sem við minn- umst elsku Guðs. Rifjum hana ekki einungis upp þá, til þess að fá frídaga frá stundlegri vinnu, heldur til þess að vera samverkandi vilja Guðs og elsku, sem alltaf er ný og fyrnist aldrei okkur til handa. Þá erum við reiðubúin að vera þiggjendur v.erka Guðs Sonarins er keypti okkur lausn undan þrældómi dauðans. Guðsríkið er friður og fögnuður í Heilögum Anda. Það ríki hefir Jesús Kristur stofnað í hjörtum sinna barna og til eignar gefið. — Rænum ekki Guö þeirn heiöri er honum her. - Tignum Hann og hlýðnumst Honum með því að leita og öðlast þekkinguna á vilja Hans og framganga í Sannleikanum. Sá sem ekki heiðrar Soninn, heiðrar ekki Föðurinn, sem sendi Hann. (J óh. 5:23) Minnumst þess. Allt er mönnunum til reiðu frá hendi Guðs, fyrir þá fórn er Sonurinn, Jesús Kristur, greiddi á krossinum með Blóði sínu. Honum ber okkur að hlýðnast á sama hátt og Hann gekk á undan og beygði sig í öllu undir vilja Föðurins. Það virðist vera mönnum erfitt að trúa og treysta Guði, Skapara sinum. Það kemur til af því, að þeir hirða ekki um að öðlast þekkinguna á Hans kærleiks- ráði til mannanna, sem Hann elskar okkur með. Verkin Hans opinberast í því til okkar og þau megum við sannreyna, ef við heilshugar og af einlægu hjarta leitum Hans vilja. Við biðjum: Lát ásjónu þína lýsa yfir oss. Það gerist, þegar við viljum þekkja og taka við hinu fullkomnaða verki Sonarins og ganga í Ljósi Hans. Dýrð sé Guði. - Guðrún Jónsdóttir Almennar samkomur Boðun Fagnaðarerindisins aðHörgshlíð 12, Reykjavík: sunnudögum kl. 8 e.h. miðvikudögum kl. 8 e.h.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.