Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI að sætta okkur seka menn við Guð. Dauðann og dóm- inn sem við höfðum til unnið tók Hann á sig, svo við réttlætt fyrir Blóð Hans yrðum frelsuð frá reiðinni og gætum öðlast það hlutskipti að lifa í sátt við Föður- inn. í náðinni er Kristur lífið til okkar ef við þráum að gera Hans vilja í hlýðni við heilaga Orðið. Hann dó okkar dauða til að gefa sitt blessaða líf. Er hægt að hugsa sér meira undur Guðs kærleika? Því að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgóri sálu sinni? Eða hvaða endur- gjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? Því að Manns-sonurinn mun koma í dýrð Föður stns með engl- um sínum, og þá mun Hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans. (Matt.i6:26—2j) Drottni Jesú var og er annt um að lærisveinar Hans séu vakandi, þá er Hann kemur aftur. Þeir áttu að ganga fram í ljósi sannleikans og áminna hver annan um að halda boðorð Guðs. Verk Hans yrðu þá ávallt opinberuð með táknum og undrum og sýndu kraft Guðs í þeim sem trúðu, því mátturinn og krafturinn er Hans. Þannig, í máttugu sannleikans Orði, breidd- ist ríkið eilífa út um jörðina eins og lærisveinunum hafði verið falið af Meistara sínum. En hefir ekki heimsríkið stækkað meir með sín eyð- andi tortímingaröfl og breiðst úr meðal mannanna með ógnum og manndrápsvopnum? Hafa kristnir menn haldið og varðveitt friðinn, eins og þeim var ætlað? Vantar þar eitthvað á að þeir hafi gengið fram í verki Friðarhöfðingjans sem keypti okkur friðinn dýra verðinu? Eða hafa mennirnir samið sig að verki æðstu prestanna sem gengu undir þjónustuvald heims- ins og tortímingar? Þegar litið er yfir rás viðburðanna, er þá ekki um hið sama að velja á öllum tímum? Viljum við gangast undir mátt Himnaríkisins í elsku og hlýðni við rétt- læti Guðs? Hann býður okkur til sín — gefur sjálfan sig í ríkdómi náðar sinnar og kærleika. Jesús sagði: Faðir, ég vil, að það sem þú gafst mér, - að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er. (Jóh.i/:2H Hvílíkt náðarundur Guðs að mega þiggja það. Flýjum til Hans sem elskaði okkur að fyrra bragði. Dauðinn hefur vald yfir öllum sem í ríki heimsins fæðast en það er óhagganlegt þeim sem Drottin elska að: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði hvar er broddur þinn? (i.Kor.ij.yj) Drottinn Jesús hefur einn sigrað og öllum stendur opin leið til að lifa sigri Hans, sem allt hefir í sínu valdi. Guðs Sonurinn vinnur sín verk í dag og þau eru öll í sínu frelsandi lífsins gildi. Flýjum til Hans sem elskaði okkur að fyrra bragði og hefur valdið og mátt- inn til að sigra fyrir okkur í hvaða vanda sem við stöndum, ef við aðeins flýjum til Hans og leggjum allt í Hans hönd. Feður og mæður, sem elska börn sín, eru vakandi í því að vara þau við hættunum, svo þau fari sér ekki að voða, því slysin eru mörg, bæði andleg og líkamleg. Faðirinn á himnum gefur sínar aðvaranir, sýnir okk- ur afleiðingar syndar og glötunar. Ovinur Guðs og manna notar sín vélabrögð og leggur dulbúnar snör- ur, huldar ímyndaðri manngæsku til þess að tæla og blinda mennina. Ef við sinnum ekki aðvörunum sem kærleiksríkur Guð gefur okkur, þá umsnúum við elsku Hans í markleysu, eins og um eitthvert hégómamál sé að ræða. Víst er, að trúin er ekki nema ein — hvað svo sem trúarbrögðin kunna mörg að vera, ein frelsandi trú sem ber lífsins ávöxt. Eins er höfundur trúarinnar einn - Guðssonurinn Jesús Kristur sem þekkist á kærleiks- verkum sínum til mannanna, þá er Hann gaf líf sitt til lausnargjalds. Hver er trú þín? Er hún byggð á lifsins Orði Guðs eða á tilfinningum þínum, sem verða þér tál dauðans í sínu hulda gerfi, af því að ljósið fær ekki að skína til þín í opinberun Sannleikans? Trúarbrögðin sem eru komin frá andaverum villunn- ar búa um sig meðal mannanna og eru þeim myrkur. Þar er barist gegna Anda Sannleikans, og mennirnir rændir hinni sönnu trú og villt um fyrir þeim með alls konar yfirskyni svo frelsandi lausnarmætti Drottins er haldið frá þeim, luktum í fangelsi lygi og dauða. Þannig er óvinurinn sívakandi í sínu verki, ávallt bú- inn til árásar og kemur að mönnunum í ýmsum gerfum og myndum. Andkristurinn setur sig á móti öllu því sem kallast Guð eða helgur dómur. (Les.II.Þess.2:3-4) Enginn getur þjónað tveimur herrum - annað hvort erum við í hópi þeirra sem grýttu Jesúm eða þeirra sem eru þiggjendur gjafa Guðsríkisins, sem Drottinn Jesús auglýsti með mætti sínum. En við vitum að trú- in er siguraflið og annað hvort er verk hennar fyrir okkur eða ekki. Veljum trú kærleikans. Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér. (Matt. 12:30) Annað hvort elskum við eða hötum. Ríki heimsins vinnur ekki að öðru en synd og tortímingu, því höfð- Framhald á bls. 8.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.