Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Friðarár Á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur yfírstandandi ár verið útnefnt Friðarár og mun það eiga að vera eitt stærsta átak sem menn hafa leitast við að gera til eflingar friði í heiminum. Umræður hafa verið uppi um hvernig vinna skuli að þessu markmiði og hverjum falin forsjá svo árangur megi verða sem mestur í friðar- umleitunum. Mikið hefur verið skipulagt og reynt að vinna til góðs en árangur sýnist harla lítill, því að óttinn ríkir stöðugt og samskipti manna einkennast mjög af sundr- ung og tortryggni bæði milli einstaklinga og þjóða. Með syndafallinu kom óttinn inn hjá mannkyninu og hefur fylgt því æ síðan, þrátt fyrir það að maðurinn hefur háð stöðuga baráttu við að reyna að sigrast á honum. Einn þáttur í þeirri baráttu er gengdarlaus vígbúnaður stórþjóðanna. Á þann hátt hafa menn bundið vonir við að geta tryggt öryggi og frið. Þessi þróun brýtur að sjálfsögðu í bága við innstu þrá og vilja mannsins sem er öryggi og friður. Okkur er orðið ljóst að friður fæst ekki með því að fram- leiða sífellt afkastameiri vopn og beita þeim á með- bræðurna og jafnframt að sú tæknilega framþróun sem keppt hefur verið að, færir okkur ekki þá hamingju sem við væntum. Menn eru farnir að gera sér grein fyrir að þetta er ekki sú friðarleið sem þeir hugðu, heldur vítahringur, og að erfítt getur reynst að komast út úr honum. Því heyrast orðið háværar raddir um að afvopnun sé eina leiðin til friðar því að óttinn við vopnaskakið er orðinn geigvænlegur. Með það að meginmarkmiði er nú reynt að snúa þróuninni við. Þegar þessi mál eru hugleidd þá verða eftirfarandi spurningar áleitnar í huga manns: Af hverju allur þessi ótti og ófriður milli manna? Hefur algóðum Guði mistekist sitt mikla verk, er Hann skapaði manninn í sinni mynd? Eða er hugsanlegt að einhver annar hafí með málið að gera? Margur þekkir þá aðferð að lesa Heilaga Ilitningu til að fá svör við ráðgátum lífsins og biðja Guð að gefa sér skilning á því sem þar stendur. Lesum Orðið Hans, sem sagði að loknu sex daga verki: Og Ghö leit allt, se?n Ha/in hafði gjört, og sjá, það var harla gott“. (i. Mós. 1:31.) Hér vantar ekkert á frá Hans hendi, því að allt var harla gott. Sjáum líka hvað átti sér stað eftir hina nefndu sex daga. Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarð- inn Eden, til aðyrkja hann oggæta hans. Og Drottinn Guð hauð manninum og sagði: Af öllum trjám í aldin- garðinum máttu eta eftir vild; en af skilingstrénu góðs og ills - af því mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja. (1. Mós. 2:13-17) Þannig varaði kærleiksríkur Faðir börnin sín við hætt- unni og gaf þeim aðgreiningu á ljósi og myrkri, sá Guð sem blés lífsanda í nasir mannsins svo hann varð að lifandi sál. I óhlýðninni við Skaparann deyr hún, en endurlífgast í samfélaginu við Frelsarann, Drottin Jesúm Krist. En Guð, sem er svo auðugur að miskunn, hefir af mik- illi e/sku sinni, er Hann lét oss í té, enda þótt vér vcerum dauðir vegna misgjörða vorra, endurlífgað oss ásamt með Kristi, - því af náð eruð þér hólpnir orðnir — og upp- vakið oss ásamt með Honum og búið oss sœti í himin- hœðum ásamt Honum svo sem heyrandi Kristi Jesú til, til þess síðan á komandi öldum að sýna hinn yfirgnœf- andi ríkdóm náðar sinnar með gœsku sinni við oss í Kristi Jesú. (Ef. 2:4-7) En — í aldingarðinum heyrðist líka önnur rödd: Vissulega munuð þið ekki deyja! (i.Mós. 3:4) Spurningin var hverju Adam og Eva áttu að trúa og hlýða? Freistingin var komin inn í mannlífið. Nú þurfti að taka ákvörðun - velja —. Hinir fyrstu menn flæktust í tálsnöru lygarans en höfnuðu sannleikanum. Dauðinn var orðinn fylgifiskur mannsins. Þess vegna, eins og syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann, og dauðinn fyrir syndina, og dauðinn þannig er runninn til allra manna. (Róm. 3:12) Við þurfum ekki að vera í neinum vafa um hvaðan óhlýðnin við Skaparann er runnin því til er freistari sem rangfærir Orð Guðs og segir þau vera Framhald á bls. 7.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.