Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI Hvað mitt andlega líf snerti, þá verður ekki ann- að sagt, en næstu 16 árin hafí orðið mér sannkallaður niðurlægingartími. Eg taldi það sjálfum mér sem og öðrum fyrir bestu, að ég hagaði lífi mínu að eigin geðþótta. Og svo önnum kafínn var ég í starfí, að ég gaf mér engan tíma til þess að hugsa um það sem Guðs var og Hans Ríkis. Þó hélt ég áfram að starfa að safnaðarmálum kirkju minnar. En það var mest- megnis til þess, að allt liti út slétt og fellt í augum annarra. En Guði mínum sé þökk fyrir það, að ég kynnt- ist Buddy, sannkristnum verslunarmanni sem fyrirvarð sig ekki fyrir að vitna með djörfung um Drottin sinn og Frelsara, Jesúm Krist. Ég hafði þekkt Buddy í nokkur ár, við höfðum unnið saman nokkrum sinnum við kirkjulegar athafnir. Sunnudag einn reis hann úr sæti sínu og sagði með tárin í augunum frammi fyrir söfnuðinum frá því, hvernig hann þá fyrir skömmu hafði endurfæðst til lifandi trúar á Drottin. Þetta vakti í raun furðu mína, því ég hafði ávallt haldið Buddy sannkristinn mann. Hann sótti kirkju að staðaldri en það gerði ég nú reyndar líka. En þetta varð í raun- inni kveikjan að því, að ég fór að ígrunda og hugsa um Hcilaga Andann og að verkandi kraftur Hans gat, án þess að ég stæði þar í gegn, farið að vinna til mín. Sú spurning vaknaði nú hjá mér, hvernig ég í rauninni stæði gagnvart Guði. Úr því Buddy hafði allan tímann haldið sig sannkristinn mann, en hefði svo ekki verið það nema að nafninu til - gengdi þá ekki því sama um mig? Kejniðjður sjálfa, hvort þér eruö í trúnni, prófiðjðnr sjálfa. liða þekkið þér ekki sjálfa yður? (2. Kor. ry:j) Um sama leyti og þetta var mér hvað ríkast umhugsunarefni og ég í rauninni að prófa sjálfan mig í þessum efnum, þá gerði Buddy heyrinkunnugt um fyrirætlan eða dagskrárhald er standa skyldi í 6 vikur og vera undir nafninu „Tíu hugrakkir kristnir menn“. Eg hafði mcrkt þá breytingu sem orðin var á þessum vini mínum, og langaði því til að kynna mér, hvað hér stæði að baki og gaf mig því strax fram til þátttöku. En þetta reyndist nú ntun meira en ég hafði ætl- að. Einn þáttur dagskrárinnar var að lesa stundarfjórð- ung í Biblíunni hvern morgun og að byrja daginn með bæn. Ekki vissi ég hvernig hefjast skyldi handa í þess- um efnum, ekki heldur hvernig ég átti að haga bænagjörð minni, því ég kunni ekki að biðja. Hér hafði ég, ófrelsaður maðurinn, sem taldi sig þó geta kallað sig réttilega kristinnar trúar, bundist því loforði að lesa í Heilagri Ritningu - bók sem ég átti ekki til í eigu minni, og jafnframt hafði ég lofað að biðja til Guðs sem ég nánast efaðist um að væri til. Konan mín, Eloise, lánaði mér Biblíuna sína og ég keypti mér rit, þar sem gefnar eru upplýsingar um bænar- gjörð. Eftir að hafa um tveggja vikna skeið lesið og ígrundað Jóhannesar guðsspjall, staðnæmdist ég sér- staklega við frásögnina, þegar (esús og fræðimaðurinn Nikódemus ræðast við. Sökum þeirrar menntunar er ég hafði hlotið, ályktaði ég Nikódemus vera mann er ég gæti átt eitthvað sameiginlegt með. Ég setti mig, ef svo má segja, bókstaflega í hans spor, spyrjandi Jesúm hinna sömu spurninga. Og svarið sem Jesús gaf Nikódemusi varð Ijóslifandi fyrir mér og nánast spratt upp af blaðsíðunni inn í vitund mína: Sannlega, sannlega segi ég þér, ef maðurinn fœðist ekki af Aatni og Anda, getur hann ekki komist inn í Guðs- ríkið. (Jóh. j.y) Þar gafst mér svarið við því, hvernig maðurinn fær öðlast það sem Buddy, vinur minn, hafði hlotið. Þá rann það upp fyrir mér, að ég hafði aldrei beðið Drottin Jesúm um að vera leiðtoga lífs míns. Og í kyrrð morgunstundar árið 1971 kraup ég til bænar og bað Jesúm Krist að verða Herra lífs míns, Frelsara minn til lausnar frá synd og dauða. Að ég hér eftir mundi aldrei verða samur maður aftur, varð mér nú að fullu og öllu vitanlegt. Og nú sem þessar 6 vikur liðu, varð það aug- ljóst þölskyldu minni og vinum, að ég var orðinn maður lifandi kristinnar trúar og að elska Guðs var verkandi með mér. Allt var gerbreytt hvað mér per- sónulega viðkom, orð mín, verk, hugsanir og jafnvel viðfangsefnin. Tómleikinn sem ég án árangurs hafði reynt að vinna bót á með ímynduðum ávinningum veraldlegra hluta ásamt hrósyrðum og hylli manna, varð nú að víkja fyrir sönnum innri fögnuði og friði sem engin orð fá lýst. Ég sem í rnörg ár hafði í blindni minni haldið mig vera sannkristinn mann, var nú í raun og veru orðinn það. Miskunnsemdanna Guð hafði borið Orði náðar sinnar vitni. Fyrstu tvö árin eftir að ég hafði hlotið lífið og frelsið í Kristi, urðu á vegi mínum fleiri erfiðleikar

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.