Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Orðið Guðs, fæddur Frelsari og vinnur með verkandi krafti sínum hvar sem Hann fær að gefa og ríkja í Orðinu, til að vera allt í börnum sínum, Guðs húsi, er Drottinn uppfyllir sín verk með. Guð skapaði með Orði sínu, allt það áþreifanlega og í endurlausnarverki Krists Jesú, frelsar Hann okkur með Sáttmálablóði sínu. Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréö, til þess aö vér skyldum, dánir frá syndunum, lifa réttlœtinu. Fyrir Hans benjar eruð þér lœknaöir. (i. Pét. 2:24) Hann uppfyllti allan Guðs vilja með því að safna okkur saman í Föðurhúsin eilífu, sem erfingjar í hlýðn- inni við Guðs elsku. Þar lýtur allt Honum í óforgengi- legri sköpun. Honum, sem er allt í öllu. - Dýrð sé Guði —. Guð talaði við Jósep: Jósep sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þin Maríu, konu þína, því aÖ fóstur hennar er af Heilögum Anda. Og hún mun Son ala og skalt þú kalla Nafn Hans Jesús, því að Hann mun frelsa lýö sinn frá synd- um þeirra. (Matt. 1:20-21) Konungur dýrðarinnar var kominn á jörðina til að leiða lýð Guðs heim, verða þeim vegurinn til lífsins. Spyrjum eftir Gyðingakonunginum og veitum Honum lotningu, með því að vera Hans vinir. Leyfum Honum að ríkja í lífi elsku sinnar. Fljótlega urðu þeir, sem Drottinn hafði falið að flytja og verja erindi sitt, að leggja á flótta. Hann var strang- ur flótti ísraelsmanna er þeir fóru burt frá Egyptalandi, undan ánauð og valdi heimsyfirráðanna. Nú lá flóttinn frá Betlehem til Egyptalands, því að heiðnin hefur allt- af ofsótt hið fullkomna, Lífið. Blindnin loðir enn við í hinni gömlu veröld. En kærleiksdýrð Guðs gefur hið fullkomna í okkar Immanúel - Guð er með oss. Gleðileg Jól. Hin sanna frelsisgleði var komin. En hefur hún feng- ið framgang? Er Guðsríkið veruleiki? Er Guðssonur- inn verkandi í sínum vilja með hverjum og einum? Hann gaf öllum rétt til að verða Guðs börn og í þeim rétti höfum við líf og nægtir. Jesú Kristi er gefið vald, heiður og ríki, svo að Honum skuli þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur. En ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem und- ir himninum eru, mun gefiö veröa Heilögum lýö Hins Hœsta. Ríki Hans mun verÖa eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna því og hlýöa. (Dam'el y:2j) Daníel spámaður Guðs, sem var herleiddur fangi í ríki Belsasars konungs í Babýlon, dreymdi draum og sá hvernig ríki veraldarinnar voru sem villidýr í augum Guðs. Honum voru birt endalok þeirra þjóða, er ávallt stóðu í gegn Orði Guðs, er Hann gaf sínum lýð, sem þekkti sitt verk: Að kunngera þann Guð er þeir máttu öðlast líflð og sigurlaun fyrir. Spámaðurinn hafði fyrirfram fengið að vita Guðs vilja, svo hann gat framgengið í honum með djörfung, viss um hvað Drottinn Guð vildi opinbera í sigri til sinna elskuðu. Daníel var öruggur um að hann tilheyrði Ríki hins eilífa valds og vissi líka að öllum öðrum ríkjum er settur takmarkaður tími. Þess vegna ættu allir að stunda á hið varanlega eilífa Ríki og vita sig heimamenn Krists Jesú. Þar er ekki um neina óvissu að ræða. Það kemur við suma þegar þeir eru spurðir: Hvert ertu að fara? Við spurningunni er eitt svar: Þeim sem ég hlýði, þjóna ég. Honum fylgi ég. Sýnirnar er Daníel sá, voru um Himnaríkið og heim- inn. Allir sem gáfu sér tíma til að gefa gaum að opinberununum, þurftu því ekki að vera í neinum vafa um hvaðan þær voru komnar. Máttur og vald manna gat ekki brotið niður þessi fjögur stórveldi heims. Daníel spámaður gaf sig því óttalaust undir vald Guðsríkisins. Og hvílík undur Guðs elsku, að opinbera hrun þess- ara fallandi ríkja, sem treystu sjálfum sér og eigin skurðgoðum, en þekktu ekki almáttugan Guð Skapara sinn. En er ekki eitthvert þessara ríkisvalda við lýði nú á dögum? Stríðsvopn eru enn í hávegum höfð meðal þjóða eins og sigurinn fáist með þeim. Gleymum ekki hver valdið hefur á himni og jörðu og hver „Ríkiserf- inginn“ er. Hans vald er eilíft vald, sem ekki ska/ undir lok líöa, og ríki Hans skal aldrei á grunn ganga. (Daníel y.14) Þetta er þrá og vilji Guðs. Vinnum því að hinum eilífa og sanna fögnuði sem er fullkominn. Ekki gef égydur, eins og heimurinn gefur. (Jóh. 14:27) Við megum ekki binda hug og hjarta við heiminn sem fyrirferst, því allt í honum er til falls. Verum vak- andi í hinu sanna, sem allt gefandi hönd Drottins réttir fram í fullkominni eilífri sælu. Biðjum að elska Guðs beri ávöxt með okkur í hlýðn- inni við vilja Hans með trúnni er Guðssonurinn gefur. Vinnum að þeim verkum sem Hann í kærleika sínum hefir okkur fyrir lagt. Náðin Drottins Jesú sé með hinum heilógu. (Opinb. 22:21) Guörún Jónsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.