Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI þannig svo illa farinn, að bolur hans var samsíða gólf- inu. Hún sagðist hafa fundið hann í hreysi fyrir utan borgina og hefði hann beðið hana að hjálpa sér að komast á samkomuna, því hann hafði heyrt, að Jesús Kristur væri þar að lækna fólk. En þegar þeim var svo sagt að 511 sæti í áheyrendasalnum væru upptekin, hafði einhver bent þeim á að ná tali af mér. Ekki fór hjá því, að það snart mig sáran að sjá, hvernig komið var fyrir þessum manni. Að sögn konunnar voru þau bæði Gyðingar, og ég el í brjósti mér sérstakan kær- leika til Guðs útvöldu þjóðar, Gyðinganna. En hvað gat ég hér gert? Eg hafði engan sérstakan aðgang að neinu þarna á þinginu. Ætti ég ekki að gefa þessum manni aðgangsmerkið mitt, hugsaði ég. „Hérna“ - sagði ég um leið og ég tók það úr barmi mér. „Hafðu þetta, þá verður þér hleypt inn“. Um leið lagðist ég á hnén niður á gólfíð til þess að reyna að festa merkið í jakkakraga mannsins sem mér tókst að lokum. En þegar ég var í þann vegnn að rísa aftur á fætur, heyrði ég talað til mín skýrri röddu sem ekki var hægt fyrir mig að villast á: „- Nei - Demos. Farðu ekki frá þess- um manni. Þú átt að biðja fyrir honum til lækningar einmitt núna, hérna á staðnum.“ Ég átti að biðja fyrir manninum þarna í forsalnum sem var fullur af hvíta- sunnu-mönnum hvaðanæva úr heiminum. Og þar sem ég lá enn á hnjánum talaði ég í eyra mannsins og spurði: „Vilt þú,að ég biðji fyrir þér hér á þessari stundu? Trúir þú því, að Drottinn jesús geti læknað þig?“ Hann hafði nú lokað augunum og hvíldi höfuð sitt á öðrum stafnum. „Þess vegna kom ég,“ sagði hann. „Nú ætla ég að tala við Drottin - beina orðum mín- um til Hans og þú hlustar,“ sagði ég við hann. „Kæri Frelsari minn Drottinn Jesús. Við þökkum þér og lofum fyrir það, að þú læknaðir hina lömuðu, gafst þeim að geta hlaupið um sigurfagnandi í gleði sinni. Hér á þessum sömu hæðum JúdeuJæknaðir þú alla sem til þín komu. í dag kemur enn einn lamaður maður til þín, einn þinnar útvöldu þjóðar. Værir þú hér holdi klæddur meðal okkar í dag, myndir þú lækna þennan mann þegar í stað. Þú myndir ekki reka hann í burtu frá þér. Drottinn minn -. Ég er hér reiðubú- inn að vera verkfæri í hendi þinni.“ Tárin runnu um hnýttar og afmyndaðar hendur þessa manns niður á gólfið. Fólk var farið að hópast í kring- um okkur. Ég þrýsti honum fast upp að mér og hjarta mitt svall af meðaumkun og samúð. „Drottinn minn -. Ég bið þig, losaðu um öll liðamót hans og leystu hann úr sjúkdómsviðjunum. Bróðir -. I Nafni Drott- ins Jesú Ivrists býð ég þér: - Stattu uppréttur —“. Ég heyrði hljóð - líkast því sem eitthvað væri að bresta eða hrökkva og varð í fyrstu hræddur, óttaðist að eitthvað hefði látið sig í þessum vesæla og brot- hætta líkama mannsins. En hljóðin sem hann gaf frá sér, þegar hann nú reisti höfuðið og bakið um nokkra þumlunga, stöfuðu ekki af sársauka, heldur þrauta- létti. Hálsvöðvar hans þrútnuðu af átakinu, þegar hann svo rétti úr bakinu um annan þumlung. Og aftur kvað við þetta sama brakhljóð. Hann braust nú um eins og hann væri að brjóta af sér ósýnilega hlekki og megnaði að rétta það enn betur úr sér að verða nær uppréttur. Op konu einnar urðu til þess að augu viðstaddra beindust nú að okkur. Kraftaverk - hélt konan áfram að kalla. Þetta er kraftaverk. Maður þessi sem var lág- ur vexti hafði nú rétt úr bakinu til fulls svo hann gat staðið alveg uppréttur og starði á mig himinlifandi. Allt i kringum okkur gullu við fagnaðarópin, lof- og þakkargjörðir ómuðu á ótal tungumálum. Ég reis nú einnig á fætur, tók stafina af manninum og sagöi: „1 mætti Hans og styrkleika“. Og sannar- lega, fyrir allra augum, gekk nú maður þessi fram og aftur, í fyrstu lítið eitt óstyrkur, en síðan djarfari og öruggari, réttur í herðum og beinn í baki. Guð hefir gefið sínar fyrirskipanir, sem okkur ber að fara eftir. Hann er reiðubúinn að vinna sín máttar- verk í þjónustu með þeim sem heilshugar hafa gefist Drottni Jesú og helgað Honum einum líf sitt og þjón- ustu. Við verðum að vera viss um, að hjörtu okkar séu heil og óskipt gagnvart Guði. Allt sé í sátt og friði við Hann, - og að við viljum í einu og öllu fram- ganga að vilja Hans og boðum. - Vissulega megum við þá með djörfung vænta þess, að máttverk Hans gerist. (Lauslcga þvtt úr tímaritinu Voice). Þeir, er þekkja Nafn þitt treysta þér, því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá, er þín leita. Sálrn. 9,u.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.